Setja upp Media Center

Allt utan efnis
Svara

Höfundur
Arkidas
Tölvutryllir
Póstar: 667
Skráði sig: Fös 04. Feb 2005 23:03
Staða: Ótengdur

Setja upp Media Center

Póstur af Arkidas »

Ég er með MBP með 120GB SSD og langar að færa media efnið mitt á borðtölvuna heima og setja svo upp auðveldan aðgang fyrir það á makkanum mínum. Hvernig væri best að gera þetta? Bara setja shortcut á þessa möppu á hinni vélinni í Finderinn minn / desktop? Hef aldrei notað media center þannig þigg öll ráð!

krat
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 381
Skráði sig: Lau 01. Okt 2011 21:14
Staða: Ótengdur

Re: Setja upp Media Center

Póstur af krat »

Ertu með PC borðtölvu?
XBMC er besta forritið til að notast við media center http://www.xbmc.org" onclick="window.open(this.href);return false;
Best er að share bara drivinu eða folderunum sem þér langar að skoða í hinni vélinni.
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Setja upp Media Center

Póstur af AntiTrust »

Deila möppunni yfir network (ekki glóru hvernig það er gert í iOS en getur varla verið flókið) og setja upp XBMC/Plex í þeirri vél sem á að nota fyrir áhorfið og setja þetta allt í library-ið og láta media forritin scrape-a info fyrir þetta allt - Þá ættiru að vera orðinn þokkalega vel settur.

Grundvallaratriði að vera með allar möppur og skrár vel flokkaðar.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.

Höfundur
Arkidas
Tölvutryllir
Póstar: 667
Skráði sig: Fös 04. Feb 2005 23:03
Staða: Ótengdur

Re: Setja upp Media Center

Póstur af Arkidas »

Síðan ef ég vil nálgast efnið þegar ég er heima hjá vini mínum hvað þá?
Skjámynd

arnif
Ofur-Nörd
Póstar: 238
Skráði sig: Sun 05. Apr 2009 20:04
Staða: Ótengdur

Re: Setja upp Media Center

Póstur af arnif »

Arkidas skrifaði:Síðan ef ég vil nálgast efnið þegar ég er heima hjá vini mínum hvað þá?
t.d ftp...
{AMD Ryzen 5 5600x | RTX3070 | 16GB DDR4 | G7 32" & G9 49" }
Skjámynd

Hrotti
FanBoy
Póstar: 733
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Setja upp Media Center

Póstur af Hrotti »

Ég fíla xbmc betur sjálfur en ég hugsa að plex væri sniðugra í þínu tilfelli, það býður uppá að horfa yfir internetið (transkóðar), ekki bara lan. Þú setur upp plex server á vélinni sem að geymir efnið og client á þeirri sem að þú horfir í. Það virkar líka fyrir iPad og iPhone m.a.
Verðlöggur alltaf velkomnar.
Svara