Páll skrifaði:Ég er einmitt stórfurðulegur á nóttunni...
Stundum "vakna" ég enn er samt sofandi og sé stórar köngulær eða fullt af pöddum út um allt! Ég er með köngulóa/pöddu fóbíu svo að ég hleyp alltaf fram og er þar í svona 2-3 min svo kem ég inn og sé til þess að það sé ekki neitt af pöddum og fer aftur að sofa. Þetta hefur gerst 3 sinnum núna í seinustu viku...alveg ótrúlegt hvað þetta gerist oft!
Finnst þetta svo ógeðslegt, hef gert þetta í nokkur ár, oft 2-3 á viku jafnvel. Eitthver ráð?
Prófaðu að fá þér B-vítamín og magnesíum fyrir svefninn (getur fengið bæði í apóteki, ég er með Magnesíum í duftformi frá Natural Vitality)
Ég fæ mér vanalega B-vítamín, magnesíum og zinc fyrir svefninn.
B-vítamínið slakar á taugakerfinu og magnesíum (sem er mjög algengt að fólk fái ekki nóg af) hjálpar vöðvunum að slaka á.)
AciD_RaiN skrifaði:Ég næ oft að fljúga en ég þarf að einbeita mér alveg svakalega og það er frekar erfitt... Meira svona svífa. Svo er til hugleiðslutækni sem maður getur upplifað "out of the body experience" en það tekur nokkur ár og mikinn aga til þess.
Iss neinei, ég las mig aðeins til um þetta þegar ég var í 9 bekk eða eitthvað. Reyndi þetta nokkrum sinnum, tókst svo eftir nokkrar vikur. Eftir það var þetta ekkert mál, meirasegja gerðist stundum án þess að ég ætlaði mér það, en "cancelaði" það bara.
Jim skrifaði:Eruði ekkert hræddir við að ræna banka eða eitthvað álíka í draumnum og komast síðan að því að ykkur sé alls ekkert að dreyma?
Lenti einusinni í því í einum draumnum að ég hélt að ég vissi að þetta væri draumur en áttaði mig svo á því að þetta var ekki draumur og panikkaði alveg því að ég lenti í svaka veseni... og svo vaknaði ég