Asus transformer Prime vs Samsung Galaxy 8,9

Svara

Höfundur
gauivi
Græningi
Póstar: 35
Skráði sig: Sun 13. Nóv 2005 22:01
Staða: Ótengdur

Asus transformer Prime vs Samsung Galaxy 8,9

Póstur af gauivi »

Mig langar að heyra hvora af þessu spjaldtölvum Vaktarar myndu velja. Ég er með valkvíða :evillaugh því ég get valið á milli svona nýrra tölva á nánast sama verði ( Asusin aðeins dýrari ). Asusinn er 32GB, með Tegra3 quad-core, betri tengingun (hdmi) og betri myndavélum. Fær mjög góða dóma hjá gagnrýnendum þó bent sé á að ekki sé búið að forrita mikið til að fullnýta getuna í honum. Hann er uppfæranlegur í "Ice Cream Sandwich" strax en Samsunginn væntanlega fljótlega

Samsunginn er 16GB, með 3G og einnig að fá fína dóma. Getur verið að Samsunginn sé eitthvað vandaðri – allavega seldur dýr hérna heima.

Ég væri fljótur að velja Asusinn nema að hann er ekki 3g og þó ég sé ekki mikið á ferðinni með hann þá er pirrandi að geta ekki farið með hann í ferðalög. Ég hef ekki séð nein öpp sem ég gæti sett upp á Galaxy android síma þannig að ég gæti tengt android spjaldtölvuna við hann í gegnum bluetooth. Sé að þetta er til á Iphone og virkar vel. Asusinn er með betri örgjörva sem væntanlega flestir framleiðendur setja í næstu línur sínar.
Skjámynd

tobbibraga
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 359
Skráði sig: Þri 29. Mar 2011 23:11
Staða: Ótengdur

Re: Asus transformer Prime vs Samsung Galaxy 8,9

Póstur af tobbibraga »

Ég veit að útlitið segir ekki allt en ASUS tölvan er geðveikt flott :)

blitz
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1668
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Staða: Ótengdur

Re: Asus transformer Prime vs Samsung Galaxy 8,9

Póstur af blitz »

Þarft ekki 3g ef þú átt Android snjallsíma með Gingerbread..

WIFI Tethering er standard, þarft ekkert app
PS4
Skjámynd

Fletch
Stjórnandi
Póstar: 1225
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 00:14
Staðsetning: MHz=MHz+1
Staða: Ótengdur

Re: Asus transformer Prime vs Samsung Galaxy 8,9

Póstur af Fletch »

ég mæli með nýjasta tab'num frá Samsung, 7.7

á einn svona, geðsjúk græja 7.7" 1280x800 super amoled plus skjár :twisted:
http://www.engadget.com/2012/02/07/sams ... l-edition/
AMD Ryzen 5900x * Nvidia GTX 3080 Ti * Asus ROG Crosshair VIII Hero * 32GB Samsung B-Die @3800MHz (14-14-14-28)
CPU & VGA WaterCooled * CaseLabs T10 * Corsair HX 1200i * LG 38GL950 * Motu M2 / Yamaha HS8 + Presonus T10 Sub

capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Staða: Ótengdur

Re: Asus transformer Prime vs Samsung Galaxy 8,9

Póstur af capteinninn »

Ég er einmitt að berjast við græjufíknina í sjálfum mér um hvort ég eigi að fá mér Transformer Prime eða ekki, get notað Prime með lyklaborðinu sem fartölvu nefnilega og fartölvan sem ég nota núþegar er ekki alveg að standa sig

Olli
Gúrú
Póstar: 557
Skráði sig: Sun 04. Mar 2007 14:19
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Asus transformer Prime vs Samsung Galaxy 8,9

Póstur af Olli »

blitz skrifaði:Þarft ekki 3g ef þú átt Android snjallsíma með Gingerbread..

WIFI Tethering er standard, þarft ekkert app
x2, svo ótrúlega einfalt
Skjámynd

AciD_RaiN
Tölvuskreytingameistari
Póstar: 3942
Skráði sig: Lau 22. Nóv 2008 11:14
Staðsetning: Siglufjörður
Staða: Ótengdur

Re: Asus transformer Prime vs Samsung Galaxy 8,9

Póstur af AciD_RaiN »

ASUS klikkar seint :happy
Asus Sabertooth P67 | Intel Core i7 2700K 3.5Ghz @ 5.2GHz | Custom WC GREEN | Corsair Vengeance 16GB 1866MHz @ 2133MHz | Geforce GTX 680 2048MB | C: Samsung 830 256GB | Corsair AX850 | CM Storm Trooper (Autob0t Sk1ds) | Logitech G700 | Corsair Vengeance K60 |rigmods.com
Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3737
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Asus transformer Prime vs Samsung Galaxy 8,9

Póstur af Pandemic »

Ég á eitt stykki ATP, og þetta er geggjuð græja fyrir utan lélegt GPS og svona lala Wi-fi samband. Held að enginn spjaldtölva í dag komist með tærnar þar sem Asusinn er með hælana í dag.

Edit: Transformerinn er með bluetooth,Wifi,USB teathering möguleika þannig það er ekkert mál að fá netsamband frá símum. Svo plús það að þú getur tengt playstation controller við hana og notað hann. Svo er Super IPS skjárinn outdoor readable.
Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Asus transformer Prime vs Samsung Galaxy 8,9

Póstur af intenz »

Transformerinn án efa.
i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64

AronOskarss
has spoken...
Póstar: 176
Skráði sig: Sun 06. Feb 2011 14:50
Staða: Ótengdur

Re: Asus transformer Prime vs Samsung Galaxy 8,9

Póstur af AronOskarss »

hannesstef skrifaði:Ég er einmitt að berjast við græjufíknina í sjálfum mér um hvort ég eigi að fá mér Transformer Prime eða ekki, get notað Prime með lyklaborðinu sem fartölvu nefnilega og fartölvan sem ég nota núþegar er ekki alveg að standa sig
Og svo er hægt að setja upp Ubuntu 10 eða 12, við hliðina á android kerfinu, the ultimate laptop. Eeen, það eru rétt ókomnar nýjar asus græjur... spurning um að bíða aðeins.

Höfundur
gauivi
Græningi
Póstar: 35
Skráði sig: Sun 13. Nóv 2005 22:01
Staða: Ótengdur

Re: Asus transformer Prime vs Samsung Galaxy 8,9

Póstur af gauivi »

Pandemic skrifaði:Ég á eitt stykki ATP, og þetta er geggjuð græja fyrir utan lélegt GPS og svona lala Wi-fi samband. Held að enginn spjaldtölva í dag komist með tærnar þar sem Asusinn er með hælana í dag.
Er Wi-fi sambandið við Transformerinn talsvert lakara en við aðrar tölvur ? Sé að í næstu kynslóð er talað um að þeir séu að bæta Wi-fi vandamál.
Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3737
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Asus transformer Prime vs Samsung Galaxy 8,9

Póstur af Pandemic »

gauivi skrifaði:
Pandemic skrifaði:Ég á eitt stykki ATP, og þetta er geggjuð græja fyrir utan lélegt GPS og svona lala Wi-fi samband. Held að enginn spjaldtölva í dag komist með tærnar þar sem Asusinn er með hælana í dag.
Er Wi-fi sambandið við Transformerinn talsvert lakara en við aðrar tölvur ? Sé að í næstu kynslóð er talað um að þeir séu að bæta Wi-fi vandamál.
Er ekki með neinar vísindalegar mælingar á þessu en það er eitthvað lakara en ekkert sem gerir hana ónothæfa eða verri en aðrar spjaldtölvur.
Svara