Getur vél unnið án vinnsluminnis?

Svara

Höfundur
so
Ofur-Nörd
Póstar: 234
Skráði sig: Mið 07. Jan 2004 20:07
Staðsetning: Hornafjörður
Staða: Ótengdur

Getur vél unnið án vinnsluminnis?

Póstur af so »

Það sem ég er að spá í hvort tölva getur unnið eitthvað án vinnsluminnis,
þá er ég að tala um mjög rólega, eða er það allveg vonlaust að nokkur vinnsla eigi sér stað ef eitthvað er að sambandi Örgjörfa og North bridge við minnið. Minnið er vel sett í og smellur fallega í læsingunum ( er búinn að prufa að færa það á milli raufa og skipta um minni).

Þegar ég starta vélinni og fæ svörtu skjáina þá segir DDR in DIMM 0
Samt segir BIOS að minnið sé 512 og kvartar ekkert.
Er viss um að vandamál mitt tengist minninu á einn eða annan hátt. :roll:

er með annan þráð hér þar sem ég er að vandræðast með tölvuna og er með bilunarlýsingu.
http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t=4071
Athlon64 X2 5000+, Gigabyte GA-MA-770-DS3, 4GB Corsair, 2* Seagate 500GB, Xerox 19", Neovo 20" LCD skjáir
Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Staða: Ótengdur

Póstur af MezzUp »

Held að vélar pípi bara á þig og ekkert annað gerist ef að þú ert ekki með CPU og/eða RAM, þannig að það minnsta sem að þú þarft í tölvu er: PSU, móðurborð, CPU og RAM held ég.
so skrifaði:Þegar ég starta vélinni og fæ svörtu skjáina þá segir DDR in DIMM 0
jamms, þetta er að segja þér að það sé DDR minni í minnisbanka nr. 0, s.s. ekki að það sé ekkert minni, heldur að það sé minni :)
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af gnarr »

tölva er = móðurborð + cpu + minni. án einhvers af þessu virkar hún ekki.
ef þið hafði einhverntíman lært tölvufræði, þá er ykkur kennt að þetta er tölva, og allt annað jaðarbúnaður (þessvegna fer það mikið í taugarnar á mér þegar BT og aðrir tölvusnillingar setja ekkert nema prentara og mýs í "jaðarbúnað" hjá sér). harðirdiskar, geisladrif, skjákort, hljóðkort og allt annað en cpu+minni+móðurborð er jaðarbúnaður. þ.e. það er hægt að starta tölvunni og láta hana vinna með bara cpu+minni+móðurborð. auðvitað þarf aflgjafa í þetta, en hann er samt nauðsinlegur í alla vinslu, svo hann er ekki talinn með.
"Give what you can, take what you need."

Höfundur
so
Ofur-Nörd
Póstar: 234
Skráði sig: Mið 07. Jan 2004 20:07
Staðsetning: Hornafjörður
Staða: Ótengdur

Póstur af so »

Ok takk strákar, tel mig vera búin að einangra mitt vandamál niður í minnið og fékk það svo nokkurn vegin staðfest á erlendu forumi
http://www.techspot.com/vb/showthread/t-7385.html
sem johnson 32 benti mér á.

Var bara að velta fyrir mér hvort einhver vinnsla gæti átt sér stað án hjálpar vinnsluminnis þó það væri detectað í vélinni en nú veit ég það,
enþarna er einhver böggur sem gaman verður að leysa :D
Athlon64 X2 5000+, Gigabyte GA-MA-770-DS3, 4GB Corsair, 2* Seagate 500GB, Xerox 19", Neovo 20" LCD skjáir

Johnson 32
Nörd
Póstar: 126
Skráði sig: Þri 23. Mar 2004 17:08
Staðsetning: Atlantshaf
Staða: Ótengdur

Póstur af Johnson 32 »

Gott mál vonandi hjálpar þetta ;)
Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Staða: Ótengdur

Póstur af MezzUp »

gnarr skrifaði:(þessvegna fer það mikið í taugarnar á mér þegar BT og aðrir tölvusnillingar setja ekkert nema prentara og mýs í "jaðarbúnað" hjá sér)
ég hélt að allar búðir væru með þetta þannig, task.is, tölvuvirkni, att, tölvulistinn.........? ég myndi allavega ekkert láta það vera að fara í taugarnar á mér :P
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af gnarr »

jú, það getur verið. asnalegt að nota þetta svona vitlaust.
"Give what you can, take what you need."
Skjámynd

ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Staða: Ótengdur

Póstur af ICM »

gnarr þetta er betra fyrir fólk sem lærir ekki tölvufræði að hafa þetta svona. Fólki finnst þægilegara að kalla allt sem fer inn í tölvuna tölvubúnað en það sem tengist í tölvuna að utan jaðarbúnað.

Seljendur þurfa alltaf að laga sig að markaðnum þótt thad sem markadurinn fer fram a se ekki rett. Markadurinn er heimskur og ekki haegt ad breyta thvi.
Skjámynd

tms
Gúrú
Póstar: 529
Skráði sig: Mán 04. Ágú 2003 00:56
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Getur vél unnið án vinnsluminnis?

Póstur af tms »

so skrifaði:Það sem ég er að spá í hvort tölva getur unnið eitthvað án vinnsluminnis,
þá er ég að tala um mjög rólega,
Getur þú gert eitthvað ef þú manns ekki neitt? Þetta er alveg eins.

Höfundur
so
Ofur-Nörd
Póstar: 234
Skráði sig: Mið 07. Jan 2004 20:07
Staðsetning: Hornafjörður
Staða: Ótengdur

Re: Getur vél unnið án vinnsluminnis?

Póstur af so »

það er reyndar ýmislegt sem mannslíkaminn er fær um að gera þótt hann muni ekki neitt, en hann er nú sennilega mun fullkomnara tæki en þetta samsull af málmi og gerviefnum sem suðar hérna undir borðinu hjá mér. Tæplega sambærilegt :8)
Athlon64 X2 5000+, Gigabyte GA-MA-770-DS3, 4GB Corsair, 2* Seagate 500GB, Xerox 19", Neovo 20" LCD skjáir
Skjámynd

tms
Gúrú
Póstar: 529
Skráði sig: Mán 04. Ágú 2003 00:56
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Getur vél unnið án vinnsluminnis?

Póstur af tms »

so skrifaði:það er reyndar ýmislegt sem mannslíkaminn er fær um að gera þótt hann muni ekki neitt, en hann er nú sennilega mun fullkomnara tæki en þetta samsull af málmi og gerviefnum sem suðar hérna undir borðinu hjá mér. Tæplega sambærilegt :8)
Já því trúi ég líka, en það er oft hægt að bera tölvur saman við hug líkamans eins og hérna. Alveg eins og þegar þú ert að leggja saman 2 + 3 þarf tölvan líka að hafa einhvern stað til að setja inn tölurnar sem á að leggja saman. Harðidiskurinn er allt of hægur til að nota sem vinnsluminni, en það er hægt, sýndarminni er oftast vinnsluminni á hörðum disk.

Höfundur
so
Ofur-Nörd
Póstar: 234
Skráði sig: Mið 07. Jan 2004 20:07
Staðsetning: Hornafjörður
Staða: Ótengdur

Póstur af so »

Það var einmitt það sem ég var að spá í !
Tölvann vann svo rosalega hægt og ég var orðinn viss um að þetta tengdist minninu og þess vegna spurði ég hvort væri mögulegt að vélin gæti haldið uppi einhverri pínulítilli vinnslu án þess að nota vinnsluminnið sem þó væri í vélinni og hún detectaði.
Það er ekki hægt samkvæmt því sem komið hefur fram og því hlítur vinnsluminnið að vinna eitthvað pínulítið hjá mér og þar er þá væntanlega flöskuhálsinn.
Athlon64 X2 5000+, Gigabyte GA-MA-770-DS3, 4GB Corsair, 2* Seagate 500GB, Xerox 19", Neovo 20" LCD skjáir

gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af gumol »

Getur verið að tölvan sé barfa að nota vinsluminnið á örgjörfanum sjálfum?

Hlynzi
FanBoy
Póstar: 767
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Póstur af Hlynzi »

Er ekki séns að taka sumar vélar á einhverju cache minni ?

Ég hef fengið upp heildar minni EDO + cache (512k t.d.) eða eitthvað lítið.
Hlynur
Skjámynd

Rednex
Nörd
Póstar: 147
Skráði sig: Sun 15. Jún 2003 18:00
Staðsetning: Hafnarfirði
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Getur vél unnið án vinnsluminnis?

Póstur af Rednex »

IthMcMos skrifaði:Harðidiskurinn er allt of hægur til að nota sem vinnsluminni, en það er hægt, sýndarminni er oftast vinnsluminni á hörðum disk.
Það er meira að segja hægt að nota floppy drif sem cache :P

Gaman væri að sjá hvað tölvan fengi í 3dmark þá :lol:
Ef það virkar... ekki laga það !
Svara