Litli bróðir minn er að fá PS3 120gb slim í afmælisgjöf bráðlega og ég fór aðeins að pæla..
Get ég ef borðtölvan mín og ps3 tölvan hans er tengt með snúru í router fært bíómyndir/ljósmyndir/tónlist yfir á ps3 tölvuna og horft á?
En ef það eru full hd myndir (stórir .mkv fælar)?
BBergs skrifaði:Nærð í þetta: http://www.ps3mediaserver.org/" onclick="window.open(this.href);return false; og setur upp í PC tölvunni.
Þá kemur hún upp sem Media Server í PS3 tölvunni og þá geturu streamað myndum úr henni (svo lengi sem að það sé kveikt á henni).
Hmm, það var ekki beint pælingin.. meira svona hvort ég geti setið í borðtölvunni og beinlínis fært .mkv .avi og .jpg fæla yfir á harða diskinn í ps3 tölvunni.
Því ég veit að stream-ið er ekki nógu gott til þess að geta spilað full HD bíómyndir í gegnum það
Er með sjónvarpsflakkara sem er tengdur með snúru beint í router og ég set allar myndir inná hann með þessum hætti (1tb wd live) en ef þetta er hægt í ps3 tölvunni (og þá aðalega með stóra .mkv fæla) þá get ég alveg eins selt sjónvarpsflakkarann og látið ps3 tölvuna koma í staðinn.
eina hd formatið sem ps3 skilur án þess að streama er mp4 og ogg minnir mig, ps3 skilur líka high res avi en ekki mkv.
best væri að nota bara ps3 media server. óþarfa tíma eyðsla að færa hluti á milli.