apg raufar

Svara

Höfundur
drapskind
Græningi
Póstar: 27
Skráði sig: Fim 11. Des 2003 15:35
Staða: Ótengdur

apg raufar

Póstur af drapskind »

Mér var sagt að Radeon9600 XT 128MB þyrfti 8x apg raufar, ég er með 4x á móðurborðinu mínu. Þarf ég þá að kaupa nýtt móðurborð eða er hægt að gera eitthvað annað?
Skjámynd

Bendill
spjallið.is
Póstar: 415
Skráði sig: Lau 25. Okt 2003 03:06
Staðsetning: Mosfellsbær
Staða: Ótengdur

Póstur af Bendill »

Nei, aldeilis ekki... Skjákortið er gert fyrir 8x AGP en virkar samt í 4x og 2x AGP, bara ekki eins vel því það hefur ekki úr eins mikilli bandvídd að moða. Þú myndir taka eftir því í þyngstu leikjunum :D
OC fanboy
Skjámynd

Stutturdreki
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1629
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Staða: Ótengdur

Póstur af Stutturdreki »

Gengur næstum örugglega í 4x agp líka, kíktu bara á heimasíðu framleiðandans eða http://www.ati.com

Og ekki hafa áhyggjur af 8x agp.. las mjög áhugaverða grein á Tomshardware "um dagin" þar sem var sýnt fram á að með núverandi tækni er sára lítill munur í afköstum á milli 4x og 8x þótt 8x hafi töluvert meiri gagnafluttningshraða..

Höfundur
drapskind
Græningi
Póstar: 27
Skráði sig: Fim 11. Des 2003 15:35
Staða: Ótengdur

Póstur af drapskind »

Takk fyrir hjálpina :roll:

axyne
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1695
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Póstur af axyne »

skjákort í dag með 128 eða 256 mb inni nýta ekki lengur jafnvel 8x Agp hraðann. kortin hafa í raun nóg minni sjálf svo þau þurfa ekki að nota vinnsluminni tölvunnar.

þegar kort voru með 32-64 þá voru sum textures of stór til að geta geymd þau í minninu í skjákorti og varð að geyma þau í vinnsluminni tölvunnar. þá skipti máli hver hraðinn var á milli skjákorts og vinnsluminnis. því kortin eru sífelt að lesa á milli aftur og aftur.

svo er auðvitað spurning um leiki framtíðarinnar. en í dag myndi ég ekki vera að hafa neinar áhyggjur.
Electronic and Computer Engineer

vjoz
Fiktari
Póstar: 86
Skráði sig: Sun 18. Maí 2003 11:44
Staðsetning: Selfoss
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af vjoz »

ég er að nota 9600XT á AGP 4X

alltílagi með það

Axel
Fiktari
Póstar: 64
Skráði sig: Sun 02. Maí 2004 03:28
Staðsetning: 270 mos.
Staða: Ótengdur

Póstur af Axel »

vjoz skrifaði:ég er að nota 9600XT á AGP 4X

alltílagi með það


why 8x??? :shock:
Intel P4 2.6ghz, Msi 875, 2 x 256 kingston 400 mhz, Geforce FX 5600

Vilezhout
spjallið.is
Póstar: 401
Skráði sig: Þri 04. Nóv 2003 02:30
Staðsetning: Nethimnaríki
Staða: Ótengdur

Póstur af Vilezhout »

Bendill skrifaði:Nei, aldeilis ekki... Skjákortið er gert fyrir 8x AGP en virkar samt í 4x og 2x AGP, bara ekki eins vel því það hefur ekki úr eins mikilli bandvídd að moða. Þú myndir taka eftir því í þyngstu leikjunum :D

er ekki annað lag á 2x apg rauf eða er ég bara að bulla að venju ?
This monkey's gone to heaven

so
Ofur-Nörd
Póstar: 234
Skráði sig: Mið 07. Jan 2004 20:07
Staðsetning: Hornafjörður
Staða: Ótengdur

Póstur af so »

@ Vilezhout. Raufarnar eru eins. X er bara margföldun á brautarhraða
Athlon64 X2 5000+, Gigabyte GA-MA-770-DS3, 4GB Corsair, 2* Seagate 500GB, Xerox 19", Neovo 20" LCD skjáir
Skjámynd

Nemesis
Ofur-Nörd
Póstar: 297
Skráði sig: Mið 29. Okt 2003 01:46
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af Nemesis »

Hins vegar keyra bara 9600 og 9800 kortin á 8x eða 4x, ekki 2x (held ég alveg örugglega).

Melrakki
Nýliði
Póstar: 23
Skráði sig: Mán 01. Mar 2004 16:08
Staðsetning: 101
Staða: Ótengdur

Það er smá munur

Póstur af Melrakki »

Það er líka spurning um hvaða spennu AGP raufin gefur, T.d. mega eldri AGP kort oft ekki nota raufarnar á nýrri móðurborðum
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af gnarr »

uhh.. jú. málið er bara að sum móðurborð styðja ekki agp 2x, sem notar hærri spennu. ef þú mydnir setja agp2x í 8x móðurborð sem styður bara 4x og 8x, þá er raufin þanni gða kortið passar ekki í(búið að bæta við svona auka notch í 4x og 8x), og ef það mydni passa, þá myndi einfaldlega ekki kveikna á því, því kortið væri ekki að fá nógu mikið rafmagn.
"Give what you can, take what you need."

ganjha
Græningi
Póstar: 42
Skráði sig: Fim 23. Jan 2003 18:39
Staða: Ótengdur

Re: Það er smá munur

Póstur af ganjha »

Melrakki skrifaði:Það er líka spurning um hvaða spennu AGP raufin gefur, T.d. mega eldri AGP kort oft ekki nota raufarnar á nýrri móðurborðum


Einmitt.
Eldri AGP kort og raufar notuðu 3.3v minnir mig.
Nýrri útgáfur nota 1.5v og 0.8v

axyne
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1695
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: Það er smá munur

Póstur af axyne »

ganjha skrifaði:
Melrakki skrifaði:Það er líka spurning um hvaða spennu AGP raufin gefur, T.d. mega eldri AGP kort oft ekki nota raufarnar á nýrri móðurborðum


Einmitt.
Eldri AGP kort og raufar notuðu 3.3v minnir mig.
Nýrri útgáfur nota 1.5v og 0.8v


ég brenndi mig einu sinni á þessu. var að setja saman vél sem átti að nýta skjákort úr gamalli vél. móðurborðið eyðilagðist því miður. dáldið skemmtilegt móðurborð samt Aopen borð sem var með raddstýringu. þegar tölvan var að pósta þá sagði hún við mig "Agp is not working" eða eitthvað svoleiðis. (langd síðan) þurfti samt að láta hana segja mér þetta nokkrum sinnum svo ég skildi hana :roll:

kom mér samt á óvart að kortið passaði ofan i AGP slottið.
Electronic and Computer Engineer

so
Ofur-Nörd
Póstar: 234
Skráði sig: Mið 07. Jan 2004 20:07
Staðsetning: Hornafjörður
Staða: Ótengdur

Póstur af so »

Já þau eru skemmtileg þessi aopen móðurborð með raddstýringunni :D
Það getur verið svolítið bras að skilja þessa elsku þegar hún er að segja manni hvað sé að. Konan mín var forviða þegar ég var að spjalla við tölvuna í ræsingunni og ég er ekki frá því að hún hafai verið aðeins afbrýðisöm :8)
Athlon64 X2 5000+, Gigabyte GA-MA-770-DS3, 4GB Corsair, 2* Seagate 500GB, Xerox 19", Neovo 20" LCD skjáir
Svara