úff.. ég er að verða geðveikur, komst loksins að því hvað ískraði svona rosalega í tölvunni minni.. og það var örgjörvaviftan, þetta er Aero 7+
ég var að spá hvort einhverjir hafa lent í þessu? er hægt að smyrja þetta? hvar eða hvernig?
Náðu þér í Finlube smurningu. Það er eitthvað voðalega fínt. WD40 er ekki jafn áreiðanlegt.
Ég hef verið að nota þetta á reiðfákinn (hjólið) og eitthvað aðeins á bílinn með góðri reynslu, og setti þetta á eina viftu um daginn, og sú vifta skánaði bara sæmilega mikið við það.
ég man ekki hvað við settum á skjákorts viftuna um daginn... hún ískraði einmitt eins og vælandi smákrakki... settum einhverja voða fína smurningu hefur ekki heyrst múkk síðan..
sorry, en ég komst að því í gætnótt að þetta væri ekki CPU-viftan heldur NB-viftan..
er með ABit KD7A og NB er með pínulitla viftu, ekkert heatsink.. viftan er á 5000+ rpm alltaf.. auk þess sem hitinn á NB er svona 50°~60° þá finnst mér þetta ekkert rosalega sniðugt.. er ekki hægt að kaupa bara ágætt heatsink á þetta í staðinn fyrir viftuna?
RadoN skrifaði:sorry, en ég komst að því í gætnótt að þetta væri ekki CPU-viftan heldur NB-viftan.. er með ABit KD7A og NB er með pínulitla viftu, ekkert heatsink.. viftan er á 5000+ rpm alltaf.. auk þess sem hitinn á NB er svona 50°~60° þá finnst mér þetta ekkert rosalega sniðugt.. er ekki hægt að kaupa bara ágætt heatsink á þetta í staðinn fyrir viftuna?
NB á ekki að hitna svona rosalega. Það er vifta á Asus borðinu í borðtölvunni hjá bróður mínum. Og vinur minn var með stórt heatsink á NB og viftu í
þokkabót.
Pffff þetta er eins með nb viftuna á ABIT móðurborðinu mínu en ef ég lækka í faneq í bios þá lækkar líka rpm á örgjorvaviftunni minni og hitinn á örgjörvanum hækkar um svona 2-3 gráður sko ætti maður að fá sér þetta heatsink sem er til i task ?
argh, ég er búinn að þola þetta ískur/surg/eitthvað í nokkra daga og núna í dag var hún endalega að gefa sig.. hún var farin að snúast á 2~3000 rpm en er núna á 1000 eða alveg stopp.. þarf að ýta við henni, hvernig næ ég henni af? það eru einhverjir plast-tappar og gormar á þessu