HDMI í VGA kaplar til sölu

ATH: Einungis er leyfð sala á tölvum og tölvutengdum búnaði.
VARÚÐ: Verðlöggur eru leyfðar með þeim takmörkunum að ýtrustu kurteysi er krafist af þeim.
Svara
Skjámynd

Höfundur
leonidas
Fiktari
Póstar: 59
Skráði sig: Mið 09. Júl 2008 12:22
Staða: Ótengdur

HDMI í VGA kaplar til sölu

Póstur af leonidas »

Á nokkur stk HDMI í VGA kapla til sölu á 1500 stk.
Viðhengi
hdmi_male_to_vga.jpg
hdmi_male_to_vga.jpg (46.54 KiB) Skoðað 764 sinnum
Skjámynd

audiophile
/dev/null
Póstar: 1393
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Staða: Ótengdur

Re: HDMI í VGA kaplar til sölu

Póstur af audiophile »

Til hvers? Þetta virkar ekkert. VGA er analog merki og HDMI er stafrænt. Það er enganveginn hægt að tengja þetta beint saman svo að það skili sér nothæft merki á milli. Það þarf myndbreyti á milli.

Bara svo að fólk viti þetta. [-X
Have spacesuit. Will travel.

dabbiso
Fiktari
Póstar: 57
Skráði sig: Mið 22. Nóv 2006 16:59
Staða: Ótengdur

Re: HDMI í VGA kaplar til sölu

Póstur af dabbiso »

Þessi snúra virkar bara með tækjum sem nota DVI-A.
S.s Analog útgáfuna af DVI
Skjámynd

AciD_RaiN
Tölvuskreytingameistari
Póstar: 3942
Skráði sig: Lau 22. Nóv 2008 11:14
Staðsetning: Siglufjörður
Staða: Ótengdur

Re: HDMI í VGA kaplar til sölu

Póstur af AciD_RaiN »

Allt í lagi ef fólk er bara með HDMI á sjónvarpinu og með það gamla vél að það er bara VGA á skjákortinu... Þá er þetta alveg sniðugt þannig lagað...
Asus Sabertooth P67 | Intel Core i7 2700K 3.5Ghz @ 5.2GHz | Custom WC GREEN | Corsair Vengeance 16GB 1866MHz @ 2133MHz | Geforce GTX 680 2048MB | C: Samsung 830 256GB | Corsair AX850 | CM Storm Trooper (Autob0t Sk1ds) | Logitech G700 | Corsair Vengeance K60 |rigmods.com

Blackened
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
Staðsetning: Babýlon norðursins
Staða: Ótengdur

Re: HDMI í VGA kaplar til sölu

Póstur af Blackened »

AciD_RaiN skrifaði:Allt í lagi ef fólk er bara með HDMI á sjónvarpinu og með það gamla vél að það er bara VGA á skjákortinu... Þá er þetta alveg sniðugt þannig lagað...
En það er samt munur á Digital og Analog.. HDMI er Digital og VGA er Analog.. svo að þetta myndi virka á fæææstum sjónvörpum

fékkstu þessa kapla nokkuð á Dealextreme? :D það er eini staðurinn sem ég hef séð svona :P
Skjámynd

audiophile
/dev/null
Póstar: 1393
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Staða: Ótengdur

Re: HDMI í VGA kaplar til sölu

Póstur af audiophile »

AciD_RaiN skrifaði:Allt í lagi ef fólk er bara með HDMI á sjónvarpinu og með það gamla vél að það er bara VGA á skjákortinu... Þá er þetta alveg sniðugt þannig lagað...
Það bara virkar ekki. Það er það sem ég var að reyna að segja. Það þarf myndbreyti til að fá analog VGA signal yfir í HDMI og öfugt. Svoleiðis kostar 10þ+.
Have spacesuit. Will travel.

Joi_BASSi!
Ofur-Nörd
Póstar: 224
Skráði sig: Sun 28. Ágú 2011 11:28
Staða: Ótengdur

Re: HDMI í VGA kaplar til sölu

Póstur af Joi_BASSi! »

þar sem að það sjást bara tengin á þessari mynd þá ætla ég að búast við því að einhverstaðar þarna rétt útúr ramma sé kubbur í snúrunni með breytistikki.
er það ekki?
Svara