Halli25 skrifaði:Hvað þarf til að komast í þennan klúbb... sé þetta verð ekki á netinu hjá þeim :fullur
Þarft ekki að vera í neinum klúbb fyrir þetta tilboð, ferð bara á netverslunina þeirra og droppar svo bara þessum kóða "nexustilbod" inn í Tilboðslykill reitinn.
Hann er náttúrulega orðinn árs gamall og það er að fara að koma út nýr google sími, Galaxy Nexux. En ég myndi segja að þessi sé samt sem áður algjörlega 50 þúsund krónu virði.
EDIT: auðvitað heitir nýi síminn Galaxy Nexus.
Last edited by dori on Mið 18. Jan 2012 16:16, edited 1 time in total.
bjornvil skrifaði:Skellti mér á þetta tilboð, gat ekki annað
Get ekki beðið eftir að fá hann, fyrsti android síminn minn
Vel valið fyrsta val.
Það kemur vonandi Ice Cream Sandwich fljótlega út, þeir gáfu það út en útaf einhverjum batterígöllum hættu þeir við og ætla að laga það og gefa svo aftur út.
Er ekki viss hvenær það verður, veit það einhver ?
bjornvil skrifaði:Skellti mér á þetta tilboð, gat ekki annað
Get ekki beðið eftir að fá hann, fyrsti android síminn minn
Vel valið fyrsta val.
Það kemur vonandi Ice Cream Sandwich fljótlega út, þeir gáfu það út en útaf einhverjum batterígöllum hættu þeir við og ætla að laga það og gefa svo aftur út.
Er ekki viss hvenær það verður, veit það einhver ?
Ég er búinn að vera að lesa mér til um þetta, virðist sem þetta vandamál sé aðeins að hrjá suma notendur og erfitt að finna orsök. Vonandi kemur þetta bara sem fyrst
Eitt sem mér fannst soldið súrt... ég rakst á það að þessi Nexus S sem er í boði hér virðist vera með SuperLCD skjá á meðan upphaflega hafi þessir símar verið með SuperAMOLED skjá. Skortur á AMOLED skjám varð til þess að þeir fóru í SLCD skjái í miðri framleiðslu.
Er SLCD alveg glatað miðað við S-AMOLED? Á ég eftir að pirra mig á þessu?
bjornvil skrifaði:Ég er búinn að vera að lesa mér til um þetta, virðist sem þetta vandamál sé aðeins að hrjá suma notendur og erfitt að finna orsök. Vonandi kemur þetta bara sem fyrst
Eitt sem mér fannst soldið súrt... ég rakst á það að þessi Nexus S sem er í boði hér virðist vera með SuperLCD skjá á meðan upphaflega hafi þessir símar verið með SuperAMOLED skjá. Skortur á AMOLED skjám varð til þess að þeir fóru í SLCD skjái í miðri framleiðslu.
Er SLCD alveg glatað miðað við S-AMOLED? Á ég eftir að pirra mig á þessu?
Hm, var að lesa reviews um þennan síma og eitt sem ég rakst á sem ég var að velta fyrir mér hvort þið sem eigið svona síma (eða hafið prófað) gætuð sagt til um,
"Extremely low voice quality" er e-ð til í þessu?
Gerbill skrifaði:Hm, var að lesa reviews um þennan síma og eitt sem ég rakst á sem ég var að velta fyrir mér hvort þið sem eigið svona síma (eða hafið prófað) gætuð sagt til um,
"Extremely low voice quality" er e-ð til í þessu?
Ég sá það review líka... það hefur verið eitthvað gallað tæki, eða gæjinn eitthvað með dapra heyrn þar sem lang flest önnur reviews sem ég hef séð segja að þessi sé með mjög gott voice quality. Einn sagði að þessi væri sá besti sem hann hefði nokkurn tíman prufað með það að gera.
bjornvil skrifaði:Ég er búinn að vera að lesa mér til um þetta, virðist sem þetta vandamál sé aðeins að hrjá suma notendur og erfitt að finna orsök. Vonandi kemur þetta bara sem fyrst
Eitt sem mér fannst soldið súrt... ég rakst á það að þessi Nexus S sem er í boði hér virðist vera með SuperLCD skjá á meðan upphaflega hafi þessir símar verið með SuperAMOLED skjá. Skortur á AMOLED skjám varð til þess að þeir fóru í SLCD skjái í miðri framleiðslu.
Er SLCD alveg glatað miðað við S-AMOLED? Á ég eftir að pirra mig á þessu?
SLCD eru fínir skjáir og eins og kemur fram í myndbandinu, ekki langt frá Iphone 4 skjánum, sem er IPS LCD skjár frá LG. Það er svipaður skjár í LG Optimus Black, kallaður Nova Display.
Mér finnst AMOLED ekki vera eins frábæir og flestir segja að þeir séu.
Ef ég væri ekki að eyða laununum mínum í að borga páskaferð þá væri ég búinn að kaupa þennan.. Þetta er sick verð Spurning að troða sér í þennann klúbb
Vona að það komi eitthvað svipað tilboð í sumar, þá hoppa ég pottþétt á það.
marte1nn skrifaði:Þessi sími kemur með android 2.3.3, getur einhver sagt mér afhverju hann er ekki að uppfærast.
Þetta er góð spurning að því leiti að burtséð frá ICS þá ætti þessi sími að uppfærast í 2.3.5, jafnvel 2.3.7, en ég hef verið með minn í tvær vikur og ekki fengið neina uppfærslu.
Finnst skrítið að þú fáir ekki uppfærslu því að síminn á að fara í 2.3.6 sem er "nýjasta" uppfærslan á 2.3 gingerbread burt séð frá því hvort hann eigi að fá ICS uppfærsluna eða ekki. Þessar official OTA uppfærslur koma aðeins ef þú ertu á Wifi!
Annars var ég að lesa á XDA að það eru einnhverjir farnir að fá 4.0.3 eftir pásuna.