Þessi tölva var keypt 30.07.11 kl 17:21 í BT Skeifunni og á því nóg eftir í ábyrgð. Hún kostaði þá 35.999,- kr. og er á sama verði í dag, eða aðeins ódýrari á 35.901,- kr í Bræðrunum Ormsson.
Einnig getur fylgt með eða selt sér Pokémon White.
Ég var vanur að eiga alltaf Gameboy þegar ég var lítill og fór ekki neitt án þess að taka hana með. Spilaði aðallega pokémon og svipaða leiki og fékk smá nostalgíukast og keypti þetta tvennt ^^. Það entist í einhvern tíma en núna vill ég fá mér aftur Nintendo Wii og svo Zelda Skyward Sword.NINTENDO DSI XL HW LEIKJATÖLVA
Skjástærð 4,2”
Pen Stylus Já
Innbyggðir leikir Já
Breiður sjár 16:9 Já
Camera dictionary Já
Myndavél Já
Netvafrari Já
SD kortarauf Já
Demo Downloads Já
Tónlistarspilun Já
Innra-minni Já
Vinnslu-minni 16MB
Dsi shop Já
Rafhlöðuending 14-17 klst
Þyngd gr. 314
Ég hef líka mögulega áhuga á öðrum Wii leikjum eins og Super Mario Galaxy 2 eða kannski BenQ G2420HDB Skjá ofl.
Eins og (vonandi) sést er þetta allt í fullkomni ástandi, allir bæklingar, plast og upprunalegar umbúðir fylgja og ætlast ég til að ef að ég skipti verði hægt að bjóða eins á hinum endanum. Ég hef ekkert út á þessa tölvu að setja, ég gat létilega tengt mig við Wi-fi og skoðað facebook ofl. upp í rúmi t.d.. Munurinn á XL og venjulegum DSi er m.a. miklu lengri batterýending (Ég þarf ekki að hlaða tölvuna í margar vikur, eflaust komið í annan mánuð síðan ég gerði það seinast og hún sýnir enn blátt ljós) en talað er um 14-17 klst notkun eftir Brightness stillingu og svona. Síðan er tölvan líka með stærri skjá svo ég þurfi ekki að píra? augun og auk þess þæginlegra að halda á henni sérstaklega ef þú ert ekki með litlar barnahendur (Kvenmenn og börn!)
Það sem er í þessu er s.s Kassinn, bæklingar, 2 pennar (einn stór og annar lítill sem geymist inn í tölvuni á meðan hann er ekki í notkun) hleðslutæki og svo tölvan sjálf.
Endilega sendið mér skilaboð ef þið hafið áhuga, eða skiljið eftir svar hér.
Kv.