sælir, hvar fæst ódýrt matte svart spray ?
mig langar að spraya einn tölvukassa sem ég er með.
er nauðsinlegt að taka út pop-rivets og kaupa þannig græju líka ?
ég er ekki að leita að bestu gæðunum
mæli með að taka kassan í sundur, bora út öll hnoð, leigja hnoðbyssu í byko, kostar 500kr dagurinn e-ð álíka, getur fengið svört hnoð í fossberg e-ð minnir mig, og bestu spreybrúsarnir fást í n1, og eru frá Förche EKKI plastic cotey
Þegar ég spreyjaði minn tók ég bara allt innan úr honum, teipaði það sem átti ekki að speyja og stillti honum svo bara upp, sést hvergi blettur á kassanum eða neitt.
Hefði ekki verið neinn munur að rífa hann allan í sundur.
Glazier skrifaði:Þarft ekkert að rífa kassann í sundur..
Þegar ég spreyjaði minn tók ég bara allt innan úr honum, teipaði það sem átti ekki að speyja og stillti honum svo bara upp, sést hvergi blettur á kassanum eða neitt.
Hefði ekki verið neinn munur að rífa hann allan í sundur.
þetta er gamall kassi og er ég ekkert að fara að stressa mig á gæðunum, en hvað segiru Black, má það ekki fara á plast ?
og þarf maður ekki að grunna þetta og er mikilvægt að fara yfir með sandpappír fyrst ?
slubert skrifaði:Sandar bara létt yfir allt (bara rétt mattar yfirborðið), óþarfi að taka of mikið á þegar þú pússar yfir. notaðu bara 200-800 pappír.
Verður að pússa annars færðu enga bindingu á flötinn.
Grunna með góðum grunn 2sinnum og leyfa honum að þorna yfir nótt, þó svo að grunnur sé orðinn snerti þurr þá er hann ekki búinn að loka sér alveg.
svo málarðu yfir 2-3 umferðir eða fleyri, því oftar því meiri fyllingu færðu.
Og passa sig að ofspraya ekki í umferðunum, bara léttar og jafnar umferðir í hvert sinn. Ef maður fer að reyna að þekja allann grunninn með fyrstu umferðinni fer að leka.
Þegar þú sprayar þá mæli ég með að byrja að spraya frá kassanum í 1 sec og svo yfir á kassann, því oft þegar maður byrjar með stútinn yfir flötinum sem maður er að spraya á og þrýstir á takkann þá sprayast svona dropar fyrst.
(veit að þetta þarf ekkert að vera perfect eins og þú sagðir, en það er alldrei verra að gera þetta bara almennilega svo þetta sé eins minnst sjoppulegt og hægt er )
slubert skrifaði:Sandar bara létt yfir allt (bara rétt mattar yfirborðið), óþarfi að taka of mikið á þegar þú pússar yfir. notaðu bara 200-800 pappír.
Verður að pússa annars færðu enga bindingu á flötinn.
Grunna með góðum grunn 2sinnum og leyfa honum að þorna yfir nótt, þó svo að grunnur sé orðinn snerti þurr þá er hann ekki búinn að loka sér alveg.
svo málarðu yfir 2-3 umferðir eða fleyri, því oftar því meiri fyllingu færðu.
Og passa sig að ofspraya ekki í umferðunum, bara léttar og jafnar umferðir í hvert sinn. Ef maður fer að reyna að þekja allann grunninn með fyrstu umferðinni fer að leka.
Þegar þú sprayar þá mæli ég með að byrja að spraya frá kassanum í 1 sec og svo yfir á kassann, því oft þegar maður byrjar með stútinn yfir flötinum sem maður er að spraya á og þrýstir á takkann þá sprayast svona dropar fyrst.
(veit að þetta þarf ekkert að vera perfect eins og þú sagðir, en það er alldrei verra að gera þetta bara almennilega svo þetta sé eins minnst sjoppulegt og hægt er )
X2
Betra að fara oftar og þunnt yfir, annars fer bara að leka og það er ekki myndarlegt.