Ég skal reyna að lýsa þessu eins ýtarlega og hægt er.
Sony DRW- U10A er upprunalega drifið, sem ég keypti mér. Upphaflegur tilgangur var bara að reddingar og DVD lesning. Svo vantaði DVD spilara, og ég kíkti á netið hvort ég fyndi nú ekki driver fyrir þetta drif, en fann ég ekki leiðbeingingar og hakkaðan flash fæl til að breyta þessu drifi í Sony DR-500A (þetta er ekki nákvæmi parturinn hjá mér, man aldrei þetta nafn)
Eftir að ég hafði flashað það með 500A dæminu, þá setti ég upp Nero 6.3.0.3 og henti DVD-RW (mínus disk ath) í vélina og lét hana brenna eitthvað drasl, og viti menn hún fór létt með það.
Hún á að geta skrifað plús diska líka, samkvæmt nero, en ég hef bara ekki prófað það ennþá.
Svo sá ég eitthvað um forrit sem á að geta skrifað með venjulegum drifum, án þess að uppfæra neitt. Veit ekki hvort að það sé á rökum reyst.
pyro skrifaði:ehh... ertu að meina að með því að flasha firmwareið á sumum (öllum) DVD drifum geti maður búið til DVD skrifara???
Geta einhverjir aðrir staðfest þetta?? if so, þá er ég farinn út í búð
ég get nú ekki fundið neinn til að staðfesta þetta, þar sem ég virðist vera einn um þetta á klakanum. En ef þú villt sönnun máttu kíkja í heimsókn með DVD R disk
Fyrir áramót, og það var á þessum stað sem við elskum svo margir, Tæknibær.
Í sumar ætla ég að einbeita mér að svona rugli, fara að spöglera í og læra HEX forritun, og líka eitthvað binary... og þá get ég hakkað firmware eftir þörfum..það verður stuð.
Því miður held ég að þetta drif fáist hvergi lengur... en þetta var nú ekki alveg rétt að segja að þetta færi frá 5þúsund króna drifi í 20þúsund króna drif, þú færð betri skrifara en þetta á 11-12þús nýja í dag. Varla borgar sig að standa í þessu =)