Sælir ég er með Abit AI7 og Pentium 4 2.8ghz Northwood. Svo var ég að setja tölvuna upp núna og Hyper Threading er enablað í bios en svo virðist sem að windows finni það ekki eða eitthvað Ef ég fer í task manager þá sýnir það aðeins einn örgjörva en ekki tvo eins og það á að sýna ef ég væri með Ht. Veit einhver hvað er að? Er með winxp pro service pack 1
Breytt***
Ég las eitthvað í Help & Support í windows þar sem stóð að ef að vélin væri með Ht þá myndi ég sjá það í Device manager og í Computer flipanum og að ef að Ht væri virkt þá myndi standa Multiprocessor pc en það stendur bara MPS Uniprocessor pc Er eitthvað fix sem tjah, Fixar þetta
Ertu með Windows xp home edition oft er það þannig með home edition ef það er ekki með sp1 þá kemur virtual processorinn ekki fram. Búinn að uppfæra bios? Það gæti verið annað stig málsins. Ég t.d lenti í því hjá mér að það kom ekki HT merkið í boot screen fyrr en ég var búinn að uppfæra.