Rach skrifaði:Flott er, en það virðist sem að kassinn minn (Haf 922) sé ekki að passa við móðurborðin. Ég setti stand offana eins og sagt var í kassanum fyrir ATX móðurborð en það virðist sem ystu tengin(þar er að segja standoffarnir næst geisladrifinu séu ekki notaðir á móðurborðinu, einnig er einn staður sem móðurborðið gerir ráð fyrir að sé notaður sem er ekki á kassanum. Á ég bara að skrúfa það sem passar eða er þetta e-h skrýtið?
Þú ert með mATX móðurborð, minnir að það séu 9 standoffar sem þú notar fyrir þitt borð, 3 næst bakhliðinni, 3 í miðjunni og 3 nær geisladrifinu.
Skoðaðu bara hvar standarnir eiga að vera fyrir borðið þitt og skrúfaðu allar 9 skrúfurnar, þá ertu í góðum málum
EF það er ekki skrúfgangur á réttum stað fyrir 1-2 skrúfur þá er það ekkert áhyggjuefni, en ég er nokkuð viss um að þú eigir að geta skrúfað allar í þennan kassa.
Aðalmálið er að setja ekki standa neins staðar undir móðurborðið þar sem þeir eiga ekki að vera, skiptir engu nema útlitslega ef þú setur fleiri sem koma ekki nálægt borðinu.