ASUS ábyrgðarviðgerðir
-
Höfundur - Gúrú
- Póstar: 539
- Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
- Staða: Ótengdur
ASUS ábyrgðarviðgerðir
Er að spekúlera hver sér um ASUS ábyrgðarviðgerðir hér á landi. Er það Boðeind?
Einnig var ég að spá hvort einhver hafi lent í því að fartölva/spjaldtalva eða eitthvað frá ASUS sem hefur verið keyft beint að utan, td US, hafi bilað og hvernig hafi gengið að fá gert við hér á landi?
Ástæðan er sú að eg er að velta fyrir mér kaupum á spjaldtölvu frá ASUS beint frá US og eins og mér skilst þá er 1 árs "alheimsábyrgð" á þeim en ég vildi gjarnan heyra reynslusögur
Einnig var ég að spá hvort einhver hafi lent í því að fartölva/spjaldtalva eða eitthvað frá ASUS sem hefur verið keyft beint að utan, td US, hafi bilað og hvernig hafi gengið að fá gert við hér á landi?
Ástæðan er sú að eg er að velta fyrir mér kaupum á spjaldtölvu frá ASUS beint frá US og eins og mér skilst þá er 1 árs "alheimsábyrgð" á þeim en ég vildi gjarnan heyra reynslusögur
Re: ASUS ábyrgðarviðgerðir
Keypti frá DK, bilaði og þeir vildu ekki snerta hana.
Re: ASUS ábyrgðarviðgerðir
Samkvæmt minni reynslu bæði sem kúnni og sem viðgerðarmaður á tölvuverkstæði þá er ekkert til á Íslandi sem viðurkennist sem Alheimsábyrgð og það er alveg sama hvað einhver erl. söluaðili segir um það hún gildir ekki jafnvel þó um umboðsaðila á Íslandi sé að ræða, undarlegt já, en svona var þetta og ég á ekki von á að það hafi breyst.
Þegar þú kaupir td. Dell fartölvu í útlöndum þá færðu ekki neina ábyrgð á hana á Íslandi nema fylla út sérstakt eyðublað hjá EJS áður
en ábyrgðin rennur út. Þá gildir sami ábyrgðartími á vörunni og þú færð í því landi sem þú keyptir hana í (oft 1 ár í USA) og AÐEINS á varahlutnum sjálfum en ekki vinnu.
Þegar þú kaupir td. Dell fartölvu í útlöndum þá færðu ekki neina ábyrgð á hana á Íslandi nema fylla út sérstakt eyðublað hjá EJS áður
en ábyrgðin rennur út. Þá gildir sami ábyrgðartími á vörunni og þú færð í því landi sem þú keyptir hana í (oft 1 ár í USA) og AÐEINS á varahlutnum sjálfum en ekki vinnu.
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.
Re: ASUS ábyrgðarviðgerðir
Skoðaðu þetta, gildir t.d. um eee pad spjaldtölvu: http://support.asus.com/warranty.aspx?S ... I8dvWJzhdV" onclick="window.open(this.href);return false;
-
- has spoken...
- Póstar: 174
- Skráði sig: Sun 15. Jan 2006 23:53
- Staðsetning: Rvk
- Staða: Ótengdur
Re: ASUS ábyrgðarviðgerðir
Tek undir með lukkuláka að alheimsábyrgð er ekki sama og alheimsábyrgð. Varðandi viðgerðir hér á landi þá skiptir engu máli hvað söluaðili erlendis segir, það sem skiptir máli er hvernig samkomulag íslenski viðgerðaraðlilinn hefur við framleiðandann.
Segjum að þú labbir inná verkstæði með bilaða Asus tölvu keypta í útlöndum og hún sé ennþá í 'alheimsábyrgð'. Það eina sem skiptir verkstæðinu máli er hver borgar fyrir herlegheitin. Þeir gera hvað sem er fyrir hvern sem er, að því gefnu að þeir fá borgað fyrir það. Sjálfboðavinna er ekki á dagskrá.
Þannig að ef verkstæðið hefur samning við Asus sem segir að verkstæðið fær vinnu og varahluti bætta þegar þeir gera við Asus tæki sem eru í alheimsábyrgð - til hamingju, tækið er í ábyrgð. Ef slíkt samkomulag er hinsvegar ekki fyrir hendi - óheppinn, allur viðgerðarkostnaður fellur á þig.
Segjum að þú labbir inná verkstæði með bilaða Asus tölvu keypta í útlöndum og hún sé ennþá í 'alheimsábyrgð'. Það eina sem skiptir verkstæðinu máli er hver borgar fyrir herlegheitin. Þeir gera hvað sem er fyrir hvern sem er, að því gefnu að þeir fá borgað fyrir það. Sjálfboðavinna er ekki á dagskrá.
Þannig að ef verkstæðið hefur samning við Asus sem segir að verkstæðið fær vinnu og varahluti bætta þegar þeir gera við Asus tæki sem eru í alheimsábyrgð - til hamingju, tækið er í ábyrgð. Ef slíkt samkomulag er hinsvegar ekki fyrir hendi - óheppinn, allur viðgerðarkostnaður fellur á þig.
____________________
Starfsmaður @ hvergi
Starfsmaður @ hvergi
Re: ASUS ábyrgðarviðgerðir
Umboðsaðili fyrir Asus á Íslandi er IOD síðast þegar ég vissi , IOD = Tölvulistinn = Tölvuverkstæðið , efast um að þeir tækli alheimsábyrgðir fyrir Asus
Re: ASUS ábyrgðarviðgerðir
Það sem Lukkuláki segir er hárrétt, í raun ekkert til sem heitir alheimsábyrgð þó framleiðandinn segi það þar sem þú kaupir gripinn. Markaðssvæðin eru mismunandi, Ameríka, Kanada, Ástralía, Asía, Evrópa, Afríka, Indland etc. Kannski skiptist þetta þó eitthvað mismunandi milli framleiðanda.
Mín reynsla er sú að það er líklegast að fá gripinn þjónustaðan á Íslandi ef hann er keyptur í Evrópu. Það er allavega sama markaðssvæði.
En þetta er alltaf áhætta sem fólk tekur þegar það kaupir búnað erlendis, ábyrgðin er oft engin og ekkert sem það getur tuðað í umboðsaðilanum hér á landi um það - þeir eru ekki framleiðandinn.
Mín reynsla er sú að það er líklegast að fá gripinn þjónustaðan á Íslandi ef hann er keyptur í Evrópu. Það er allavega sama markaðssvæði.
En þetta er alltaf áhætta sem fólk tekur þegar það kaupir búnað erlendis, ábyrgðin er oft engin og ekkert sem það getur tuðað í umboðsaðilanum hér á landi um það - þeir eru ekki framleiðandinn.
Re: ASUS ábyrgðarviðgerðir
Ég hef sent ASUS fartölvur keyptar erlendis til vottaðs-verkstæðis í Svíþjóð en það var meira en að segja það.roadwarrior skrifaði:Er að spekúlera hver sér um ASUS ábyrgðarviðgerðir hér á landi. Er það Boðeind?
Einnig var ég að spá hvort einhver hafi lent í því að fartölva/spjaldtalva eða eitthvað frá ASUS sem hefur verið keyft beint að utan, td US, hafi bilað og hvernig hafi gengið að fá gert við hér á landi?
Ástæðan er sú að eg er að velta fyrir mér kaupum á spjaldtölvu frá ASUS beint frá US og eins og mér skilst þá er 1 árs "alheimsábyrgð" á þeim en ég vildi gjarnan heyra reynslusögur
Hringja út, fá málsnúmer, senda e-mail með þessu málsnúmeri á og útlistun á því hvað var að, hvar tölvan hefði verið keypt o.s.frv.
Bíða eftir svörum, fjör fjör fjör, loksins hægt að senda tölvurnar út, fékk e-mail um að þær væru ekki í ábyrgð því þær væru orðnar eldri en 24 mánaða, ég benti þeim á sölunótuna sem ég lét fylgja bæði öllum e-mailunum og ofan á lyklaborðinu á öllum tölvunum og þá loksins var þetta viðgert og sent til baka.
Við borguðum sendingu út, þeir heim, það er oftast þannig, ódýrast að senda bara með Íslandspósti og hefur hingað til allavega ekki klikkað með allar mínar RMA sendingar.
Þetta ferli tók að mínu mati allt of langan tíma, hef sent bilaða íhluti til ca. 15 mismunandi framleiðanda, á eftir MSI, Western Digital og EVGA voru ASUS erfiðastir.
Þetta er yfirleitt þumalputta-reglan, en ekki algilt.lukkuláki skrifaði:Samkvæmt minni reynslu bæði sem kúnni og sem viðgerðarmaður á tölvuverkstæði þá er ekkert til á Íslandi sem viðurkennist sem Alheimsábyrgð og það er alveg sama hvað einhver erl. söluaðili segir um það hún gildir ekki jafnvel þó um umboðsaðila á Íslandi sé að ræða, undarlegt já, en svona var þetta og ég á ekki von á að það hafi breyst.
Ég veit t.d. ekki betur en að Nördinn geti þjónustað ALLAR Toshiba vélar undir ábyrgð.
Varðandi alheimsábyrgðina að öðru leiti með framleiðendur sem hafa ekki umboðsaðila hér heima, að þá er t.d. mjög lítið mál að senda til eftirfarandi fyrirtækja:
Seagate - Sent á DHL droppoint í Svíþjóð
Samsung harðir diskar - Sent þjónustuaðila í USA, er nú búið að sameinast Seagate svo ég býst við að það fari á sama DHL droppoint í Svíþjóð.
PNY - Sent til PNY í Frakklandi
XFX - Sent til XFX í USA
Þetta eru þeir sem ég man eftir að sé mjög einfalt að senda til í fljótu bragði
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
www.ferdaleit.is
-
Höfundur - Gúrú
- Póstar: 539
- Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
- Staða: Ótengdur
Re: ASUS ábyrgðarviðgerðir
Þakka góð svör og reynslusögur. Gaman að heyra hvernig þetta hefur gengið hjá fólki með hluti sem ekki hafa verð keyptir hér á landi.
Eitt sem ég hef verið að velta fyrir mér í framhaldi af þessum þræði er hvort ekki væri hægt að hafa þráð þar sem væri talið upp hvaða fyrirtæki væru með hvaða umboð, og hvernig þjónustu væri háttað :
Td:
Dell----> EJS---->svo kæmi hér fyrir aftan hvort þeir þjónustuðu Dell búnað keyptan utan Íslands og hvaða undantekningar/skilyrði væru á því
Einnig mættu fyrirtæki setja á heimasíðurnar sýnar hvernig ábyrgðarmálum væri háttað hjá þeim en það er kannski að byðja um of mikið
Eitt sem ég hef verið að velta fyrir mér í framhaldi af þessum þræði er hvort ekki væri hægt að hafa þráð þar sem væri talið upp hvaða fyrirtæki væru með hvaða umboð, og hvernig þjónustu væri háttað :
Td:
Dell----> EJS---->svo kæmi hér fyrir aftan hvort þeir þjónustuðu Dell búnað keyptan utan Íslands og hvaða undantekningar/skilyrði væru á því
Einnig mættu fyrirtæki setja á heimasíðurnar sýnar hvernig ábyrgðarmálum væri háttað hjá þeim en það er kannski að byðja um of mikið
Re: ASUS ábyrgðarviðgerðir
Ég var með DELL laptop sem keyptur var í UK og hann var í ábyrgð hérna heima
PS4
Re: ASUS ábyrgðarviðgerðir
Þá hefur þjónustuverið eflaust flutt ábyrgðina en þú hlýtur að hafa þurft að borga vinnuna ?blitz skrifaði:Ég var með DELL laptop sem keyptur var í UK og hann var í ábyrgð hérna heima
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.