GullMoli skrifaði:Ekki það að ég fylgist eitthvað með þessum þáttum en hefurðu einhverja sönnun fyrir þessu sem þú segir eða er þetta bara svona því þú heldur það?
Þetta með að dómararnir sjálfir hlusti ekki á alla sem mæta í prufu er frekar basic. Ef 20 þúsund manns mæta í prufu þá þarf að brjóta þetta ferli niður á fleiri manns.
Það fer ekki einn inn í einu og syngur fyrir simon cowell og alla hina. Það er bara fólkið sem var dæmt nógu gott eða nógu lélegt en samt fyndið.
Ég veit síðan bara nóg um eftirvinnslu á sjónvarpsþáttum til að þess að átta mig á því að það sem er sýnt er ekki endilega það sem að gerðist heldur það sem að henntar þættinum best.
Ef einhver stendur sig hræðilega í áheyrnaprufu þá getur passað betur að finna skot af dómara þar sem hann er pirraður eða hneykslaður meðan á sama tíma var sá dómari kannski bara að deyja úr hlátri.
Þetta með hvernig salurinn fagnar er bara eitthvað sem ég reikna með. Ef þetta er actually salurinn að fagna þá er að minnstakosti skilti eða einhver sem segir salnum hvenær má fagna og hvenær ekki.
Þú verður að átt þig á því að það er verið að taka upp sjónvarpsþátt þarna og þessvegna má salurinn ekki vera með læti hvenær sem er heldur bara á ákveðnum mómentum því annars gæti það eyðilagt performansinn á sviðinu.
Ég ætla að skjóta á að þessu sé bara bætt við í eftirvinnslunni því það er auðveldara en þessu er að minnsta kosti stjórnað. Það er algjörlega víst.
Mæli með þessu myndbandi. Það sýnir ágætlega kaldhæðnina sem er fólgin í nafninu "raun"veruleika þættir;
http://www.youtube.com/watch?v=BBwepkVurCI" onclick="window.open(this.href);return false;