
Ég er alveg dauðhræddur um að ég sé að slá eitthvað inn vitlaust, búinn að segja inn shipping og invoice address oft, kreditkortanúmerið mjög oft. Hef notað þetta kort oft áður til að versla á Amazon en þurfti að slá inn nýjar upplýsingar núna...
Takk fyrir þetta, Mastercard er með eitthvað svipað skema, Securecode. Það er því miður ekki ástæðan, Amazon styður hvorugt (ég fletti því upp). Þetta er frekar kjánalegt, ég var að versla mér Humble bundle í dag og af Steam útsölunni, bara Amazon sem neita að taka af mér peninga.axyne skrifaði:Veit ekki hvort þetta hjálpar þér en ég lendi svipuðu með vísa kortið mitt þegar ég var að reyna að panta af einni síðu, fékk alltaf höfnun og einga ástæðu. Var ekki fyrren ég hringdi í bankann þar sem mér var tjáð afhverju kortinu var hafnað. Vottun vísa
FriðrikH skrifaði:Ég verslaði af amazon.com fyrir tæpum 2 vikum með mastercard korti vandræðalaust.
Hefði líklega gert það ef þetta væri enþá vandamál. Ég hafði samband við bankann, þeir höfðu samband við Borgun og ég fékk frekar furðulega skilaboð til baka. Í það minnsta sagði það mér frekar lítið, eitthvað varðandi "security code". Mögulega. Kannski.blitz skrifaði:Ertu búinn að hringja í Borgun og spyrja hversvegna færslunni er hafnað? Þau geta séð það.
Það gæti verið, en miðað við skilaboðin sem ég fékk frá Borgun þá var þetta vandamál í upplýsingum sem Amazon sendi en ekki heimdilarvandamál. Kortið hjá konunni ætti ekki að hafa hærri heimild, en þar rann þetta í gegn (það er reyndar VISA en ekki Mastercard, þessvegna prófaði ég það nú).Klaufi skrifaði:Gætir þurft að láta hækka heimildina til útlanda.
Lenti í þessu, það er sjálfkrafa alveg fáránlega lágt hámark útaf gjaldeyrishöftum.
Ég hafði samband við Valitor (Er með fyrirframgreitt Visa frá Arion) og þeir redduðu þessu á nokkrum sekúndum.