Vandamál með óhljóð í móðurborðinu!


Höfundur
dreki
Græningi
Póstar: 40
Skráði sig: Mán 19. Apr 2004 11:28
Staðsetning: Hérna
Staða: Ótengdur

Vandamál með óhljóð í móðurborðinu!

Póstur af dreki »

Sælir vaktmenn,

Ég var að setja saman nýja vél (P4 2.8 (800) og MSI neo2p platinium móðurborð) og vandamálið er að það er eitthvað surg sem kemur frá móbóinu sjálfu (ekki hátölurum) þegar maður er að vinna í tölvunni og er að nota músina. Þetta er sérstaklega áberandi þegar ég stækka/minnka glugga með músinni.

Kannast einhver við svona vandamál??? Ég er búinn að updeita bios en það hjálpaði ekki...

Ég talaði við computer.is (þar sem þetta var keypt) og þeir vilja að ég rífi móbóið úr og komi með það (urgh), ég vil helst sleppa við það þannig að ef einhver kann lausn á þessu þá er það vel þegið...

btw það er svolítið síðan ég var seinast með intel (major AMD maður :D )og var að spökulera hvort að load hiti ca 65 gráður sé ekki frekar í hærri kantinum??? (þetta er retail kæling)

pyro
Ofur-Nörd
Póstar: 204
Skráði sig: Fim 26. Feb 2004 10:04
Staðsetning: RtotheVtotheK
Staða: Ótengdur

Póstur af pyro »

ertu viss um að surgið sé ekki í vinnsluminninu?
AMD XP2500+@2.1Ghz, Abit AN7 , 512mb PC2100@264mhz, GF4 Ti4200 128mb@275/550 AGPx8

Höfundur
dreki
Græningi
Póstar: 40
Skráði sig: Mán 19. Apr 2004 11:28
Staðsetning: Hérna
Staða: Ótengdur

Póstur af dreki »

Hmmm... með hinni hávísindalegu aðferð eyra-við-móðurborðið þá finnst mér surgið koma einhverstaðar frá svæðinu í kringum örrann en minnið er svo sem ekki langt undan þannig að... :?:

Er með 2*512 ddr400 mushkin (basic), geta þeir verið vandamálið???

pyro
Ofur-Nörd
Póstar: 204
Skráði sig: Fim 26. Feb 2004 10:04
Staðsetning: RtotheVtotheK
Staða: Ótengdur

Póstur af pyro »

ég hef lent í því að minni fer að gefa frá sér óhljóð.. einmitt svona surg, en ég veit ekki hvort það er algengt eða hvað?

hvað segja aðrir?
AMD XP2500+@2.1Ghz, Abit AN7 , 512mb PC2100@264mhz, GF4 Ti4200 128mb@275/550 AGPx8

Höfundur
dreki
Græningi
Póstar: 40
Skráði sig: Mán 19. Apr 2004 11:28
Staðsetning: Hérna
Staða: Ótengdur

Póstur af dreki »

prófaði báða minniskubbana í sitthvoru lagi og í mismunandi raufum en surgið hvarf ekki! :(

Gæti svo sem líka verið að báðir kubbarnir eru fubar en ég hef ekki neina aðra kubba sem ég get prófað til að staðfesta það... (annars trúi ég því varla að báðir kubbarnir séu bilaðir!!! ástæðan fyrir því að ég fékk mér mushkin var svo að ég væri "öruggur") :?

pyro
Ofur-Nörd
Póstar: 204
Skráði sig: Fim 26. Feb 2004 10:04
Staðsetning: RtotheVtotheK
Staða: Ótengdur

Póstur af pyro »

jamm, þá eru þetta örugglega ekki minniskubbarnir.. eins og ég sagði, ég veit ekkert hvort þetta er algengt... ertu viss um að þetta sé ekki í harða disknum hjá þér?
AMD XP2500+@2.1Ghz, Abit AN7 , 512mb PC2100@264mhz, GF4 Ti4200 128mb@275/550 AGPx8

Höfundur
dreki
Græningi
Póstar: 40
Skráði sig: Mán 19. Apr 2004 11:28
Staðsetning: Hérna
Staða: Ótengdur

Póstur af dreki »

Jamm nokkuð viss... nýji fíni samsung diskurinn minn býr ekki til svona óhljóð sko :)

Þetta virðist vera að koma einhverstaðar úr efri hlutanum á móbóinu en hvar nákvæmlega get ég ekki sagt.
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af gnarr »

er þetta ekki bara viftan á skjákortinu?? testaðu að taka hana úr sambandi og starta tölvunni í 10 sekúndur.
"Give what you can, take what you need."

Höfundur
dreki
Græningi
Póstar: 40
Skráði sig: Mán 19. Apr 2004 11:28
Staðsetning: Hérna
Staða: Ótengdur

Póstur af dreki »

Nope, skjákortið er ekki sökudólgurinn (þó að sú vifta sé mesti hávaðavaldurinn í vélinni, komst að því einmitt með því að stoppa skjákortsviftuna).

Þetta er ekki stöðugt hljóð heldur kemur aðeins við ákveðnar aðstæður eins og t.d. þegar ég resiza windowsglugga eða þegar ég nota músina til þess að hlaupa yfir Start->All programs listann...

hmm... smá prófanir leiða í ljós að þetta kemur ekki þegar ég nota lyklaborðið til að renna yfir Start->All programs listann?!?!? Það virðist benda á að músin sé sökudólgurinn en ér er búinn samt að prófa aðra mús og updeita driverinn á þessari... :?
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af gnarr »

mér dettu rekkert í hug nema að þetta skjá skjákortið. skjákort eru með svoan innbygðann músar buffer (nokkurskoanr overlay). og fyrst þetta kemur bara þegar þú notar músina, þá er það eina sem me´r dettu rí hug. geturu testað annað skjákort?
"Give what you can, take what you need."

Höfundur
dreki
Græningi
Póstar: 40
Skráði sig: Mán 19. Apr 2004 11:28
Staðsetning: Hérna
Staða: Ótengdur

Póstur af dreki »

Aaaarggh!!

Mig er farið að gruna hvert "vandamálið" er! Eftir ýmsar prófanir s.s. vista stór skjöl, keyra demo, benchmark og leiki þá virðist þetta vera til staðar þegar það er einhver vinnsla á örranum, þyngri vinnsla = meira áberandi hljóð (að resiza glugga fram og aftur keyrir t.d. örrann alveg í botn)

Málið er að eitt mikilvægasta atriðið þegar ég byggði þessa tölvu var að reyna að hafa hana eins hljóðláta og mögulegt er (alveg búinn að gefast upp á "#$% þotuhreyflunum), antec sonotu kassi, silent psu, aðeins ein 120mm kassavifta fest með gúmmí, hd einangraður með gúmmí, passif kæling á NB o.s.frv. og fyrir utan gamla ti 4400 kortið þá er hún mjög hljóðlát. Fj@ndanns hávaðinn virðist því vera eitthvað vinnsluhljóð í örranum :shock: :oops: !!! Eitthvað sem maður hefur aldrei "heyrt" áður fyrir öllum skarkalanum í viftum og hdd etc í vélunum sem maður hefur átt áður.

Ég virðist vera fórnarlamb eigin velgegni...!!! :lol:

Amk held ég að þetta sé málið, hef ekki haft reynslu af svona hljóðlátari vél áður... :8) Spurning hvort að einhverjir aðrir sem eru með svona "silent" vélar kannist við þetta?

pyro
Ofur-Nörd
Póstar: 204
Skráði sig: Fim 26. Feb 2004 10:04
Staðsetning: RtotheVtotheK
Staða: Ótengdur

Póstur af pyro »

hehehe, ef það er málið þá er það snilld :D og óska ég þér þá til hamingju
AMD XP2500+@2.1Ghz, Abit AN7 , 512mb PC2100@264mhz, GF4 Ti4200 128mb@275/550 AGPx8
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af gnarr »

ertu búinn að prófa að starta vélinni með hd ekki í sambandi?
"Give what you can, take what you need."
Skjámynd

Spirou
has spoken...
Póstar: 154
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:22
Staða: Ótengdur

Póstur af Spirou »

Ég hef lennt í sama vandamáli með tvær mismunandi tölvur. Önnur er fartölvan og hin er turn tölva samsett af mér einmitt í þeim tilgangi að hafa hana eins hljóðláta eins og hægt er.

Fartölvan gefur frá sér hátíðni hljóð þegar hún er stillt á performance Power Properties sem er ótrúlega pirrandi. Þetta hljóð fer þegar maður setur hana í max battery sem gefur manni smá vísbendingu um að þetta sé tengt örgjörvanum, enda hoppar örgjörvinn niður um 400mhz í max battery. Það er líka einhver power stilling á skjákortinu en ég hef aldrei notað hana og veit ekki hvort windows gerir nokkuð í því að nýta sér það.

Á turntölvunni verð ég sérstaklega var við þetta þegar tölvan er að boota sér, þá alltaf á sama stað,einhverstaðar þar sem skjádriverinn byrjar að kicka inn, svo það er möguleiki að þetta sé í skjákortinu.

Þessi hljóð koma ekki úr hátölurnum en það eru önnur hljóð sem trufla mig meira sem er eitthvað helvítis tikk sem kemur ef ég er með hljóðið stillt hátt og þau koma frá hátölurnum. Örgjörvinn að trufa hljóðkorti ? Hver veit, þetta er allt saman mjög dularfullt. Núna er ég bara hættur að spá í þessu og hlusta bara á tónlist og passa mig að stilla volume ekki of hátt :roll:

axyne
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1695
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Póstur af axyne »

þetta er svona hjá mér líka ég er með amd xp 2000 örgjörva.

tók fyrst eftir þessu þegar ég var að kveikja og slökkva á prime95 þá bara WTF hvað er þetta. þetta er samt geðveikt látt og böggar mig alls ekki neitt. :8)
Electronic and Computer Engineer

Hlynzi
FanBoy
Póstar: 767
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Póstur af Hlynzi »

Ég lenti í frekar svipuðu með Asus A7A266 móðurborð.

Þá var þetta einhver kjarnalaus spóla sem suðaði alltaf í, en mjög lágt, komst að því þegar ég smellti því í samband til að prófa það..allt viftulaust, og örgjörvann vantaði líka.
Hlynur
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af gnarr »

greinilega spólur eða þéttar sem eru að gefa þetta hljóð frá sér.. mjög furðulegt.
"Give what you can, take what you need."
Skjámynd

bizz
Nörd
Póstar: 134
Skráði sig: Fim 07. Ágú 2003 23:19
Staða: Ótengdur

Póstur af bizz »

ég skipti einmitt um þétta á mínu móðurborði....hef nú aldrei heyrt að spólur gefi sig á móðurborðum :?

Höfundur
dreki
Græningi
Póstar: 40
Skráði sig: Mán 19. Apr 2004 11:28
Staðsetning: Hérna
Staða: Ótengdur

Póstur af dreki »

Ég tek reyndar mjög lítið eftir þessu og þá aðalega ef það eru engin önnur hljóð í gangi (tónlist, tv osfrv) þannig að ég held ég reyni bara að lifa með þessu. Þetta er ekki nærri því nógu böggandi til þess að ég nenni að rífa alla vélina í sundur til að fara með móbóið í eitthvað tékk á verkstæðinu sem tekur amk viku og þeir á verkstæðinu gætu síðan barasta ekki "fundið" neitt að borðinu hvort sem er!!! og myndu síðan rukka mann um feitan skoðunarreikning!!! :roll:

Maður hafði aðalega áhyggjur af því að þetta gæti á endanum leitt til þess að móbóið gæti brætt úr sér eða sumthing... en wtf, það er 2 ára ábyrgð á borðinu þannig að þá fær maður bara nýtt :wink:

En ég þakka samt kærlega fyrir hjálpina... :8)
Skjámynd

arnarj
Gúrú
Póstar: 548
Skráði sig: Mán 28. Okt 2002 22:40
Staðsetning: 113 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af arnarj »

Af hverju ferðu ekki bara með tölvuna í heilu lagi og lætur þá skoða hana þannig ? Meikar amk meira sens mundi ég halda. Fyst þú ert að pósta þessu hérna fer þetta örugglega eitthvað í taugarnar á þér, ég mundi frekar vilja fá svona í lag í staðinn fyrir að lifa með þessu. Þetta á eftir að leggjast á sálina :)

Ef örrinn og móbóið eru bæði frá þeim þá ættirðu að vera safe með ábyrgð fyrst þú ert búin að útilloka allt annað.
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af gnarr »

ég keypti einusinni tölvu í pörtum frá tæknibæ, móðurborð, örgjörva, minni, skjákort og harðann disk. svo var eithvað fokk með þetta, ekkert post og fullt af bíbum. svo ég talaði við þá og spurði hvort ég fengi ekki að koma með allt heila klabbið til þeirra, en þeir sögðu ða ábyrgðin væri bara fyrir hvern hlut en ekki fyrir allt sett saman. svo ég neiddist til að koma bara með hlutinn sem ég hélt að væri bilaður (ég var ekki viss hvort það væri örri eða móðurborð) og vonast til að það væri rétt giskað á bilaðann hlut hjá mér. ef ég hefði giskað vitlaust hefði ég þurft að borga skoðunargjald (ég spurði gaurinn). og ef ég vildi koma með bæði móbóið og örrann, þá hefði ég þurft að borga eins og ég hefði komið með hluti sem voru ekki í ábyrgð á verkstæðið :p
"Give what you can, take what you need."
Skjámynd

Bendill
spjallið.is
Póstar: 415
Skráði sig: Lau 25. Okt 2003 03:06
Staðsetning: Mosfellsbær
Staða: Ótengdur

Póstur af Bendill »

ég myndi trúa að þetta væri suð sem kæmi frá spennustýringunni fyrir örgjörvann. En stundum getur tíðnin frá móðurborði og örgjörva haft skrýtin áhrif á málma og efni í kringum sig...
OC fanboy
Skjámynd

RadoN
spjallið.is
Póstar: 403
Skráði sig: Fim 09. Okt 2003 22:38
Staðsetning: 600 Akueyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af RadoN »

ef þú villt losna við window-resize hlóðið hakaru bara úr "show window content while draging" minnir mig, get ekki checkað það núna vegna þess að ég er ekki á windows vél, vona samt að þú fattir hvað ég meina :)

Snorrmund
Of mikill frítími
Póstar: 1802
Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
Staða: Ótengdur

Póstur af Snorrmund »

já gleðileg jól radon!
Skjámynd

Hörde
Ofur-Nörd
Póstar: 242
Skráði sig: Mið 12. Feb 2003 15:31
Staða: Ótengdur

Póstur af Hörde »

Merkilegt nokk var ég að uppfæra örrann minn upp í 2500. Ég fæ svipuð hljóð, nema hjá mér er það þannig að þegar tölvan idlear kemur skrítið hátíðnihljóð, sem hverfur ef ég set einhverja vinnslu á örrann. Skrítnast af öllu er að það hverfur ef ég undirklukka hann niður í 133mhz fsb. Ég á eftir að athuga hvort það sé viftan, en hún gefur frá sér mjög leiðinlegt (hátíðni)hljóð í allri vinnslu.

Spurning hvort það sé ekki bara tilfellið, að þegar örrinn nær vissu hitastigi þá keyri viftann örlítið hraðar eða hægar, og gefi frá sér öðruvísi hljóð?
Svara