Nennir einhver að láta mig fá link eða eitthvað á forrit (ef það er til) sem segir manni system Temp? Ég er nefnilega mjög hræddur við ofhitnun og svona og þarf mjög mikið að vita hitann, til að sjá hvort að ég þarf betri viftur. Ég er með Gigabyta AMD móðurborð og (auðvitað) AMD örgjörva. Takk fyrir!
þar sem að þú ert með gygabite m´obó ætti að hafa fylgt forrit sem þú getur fylgst með þessu í, minnir að það heiti eitthvað "tune"samt ekki viss. Þetta ætti að vera á driver disknum sem fylgdi móbóinu.
Breytt aftur: Ok, ég kann núna á þetta. System temp er 44°C og CPU temp er 58°C. Er þetta of heitt? Ætti ég að fjárfesta í 120mm viftum? (Þetta er án hliðanna. Ég kem með update á hvað ég er með mikið með hliðunum á)
Update: Með báðum hliðum á er system temp. rokið upp um 2 gráður, eða 46°C. Er þetta of mikið? Ég hef mestar áhyggjur af örranum. Hann er alveg tæpar 60 gráður!
Það eru ekki fleiri festingar ("Hardpoints" ) fyrir kassaviftur. Ég er með tvær SilentX 80mm viftur. Ætti ég kannski bara að fjárfesta í tveim 120mm viftumí staðinn? Og hvernig hækkar maður RPM á viftum? Því þetta EasyTune4 er að gefa mér warning út af fan RPM
ertu þá viss um að það kvikni á þeim viftum sem eru í kassanum nú þegar? prófaðu að starta tölvunni opinni og athuga hvort það kviknar örugglega á þeim?
Ég er alveg viss. Ég hef oft og mörgum sinnum tékkað og báðar vifturnar eru á, ja, næstum því fullu (held ég). En hvernig get ég þá boostað hraðann á þeim?
Hvaða hita mælið þið með að miðast við, ég meina þegar maður er að spila leiki þá rýkur hitinn upp. Hvenær á maður að fara að hafa áhyggjur, hvenær bræða þessar druslur úr sér. Hvenær má búast við brennu?
Ég er með eina Dell 8500 fartölvu og CPU temp er um 50°C (yfirleitt+5°) og HD temp einnig um 50°C. En CPU loadið er aðeins 8%. Þetta er nú bara geðvieiki.
EInn daginn hlýtur druslan að bræða úr sér og þangað til þá set ég bara kælipoka á lyklaborðið.
Samkvæmt tölvunni eru þær alltaf á 2500-3000RPM. Og ég er nokkuð viss um að þær séu tengdar í móbóið. En mig vantar ennþá að vita hvernig maður boosti RPMið á viftunum!
Rainmaker skrifaði:Samkvæmt tölvunni eru þær alltaf á 2500-3000RPM. Og ég er nokkuð viss um að þær séu tengdar í móbóið. En mig vantar ennþá að vita hvernig maður boosti RPMið á viftunum!
Já, tweakaðu þetta í svona 15000rpm, það er fínt. Passaðu bara að hafa ekki fætur á kassanum, þá gæti þetta flogið eitthvað í burtu frá þér. Myndi líka vera flottur hárblásari fyrir fólk með sítt hár.
Alltaf sami djókarinn, halli. Jæja, ég þarf samt ennþá að fá að vita hvernig maður hraðar þessu upp...og ég veit að 2500-3000 er ekki lítið, það er samt að gefa mér warning. Hef ekki hugmynd afhverju...
Flestir örgjörvar eru(voru allavega) gefnir upp sem 90°C max, og það er örugglega nokkuð lægri tala heldur en þeir hafa verið prufaðir við, þ.e. framleiðendur vilja vera safe.
Ef að þú vilt boost'a hraðan á viftunum yfir standard hraða(náttla ekkert mál að auka hraðan ef að maður er þegar með viftusýringu) þá geturru gert tvennt:
1. Aukið volt'in, en til þess þarftu væntanlega að breyta DC yfir í AC(? yfir í riðstraum) hækka voltinn með spennubreyti, og aftur úr AC í DC
2. Auka amper, þarft að opna viftuna, taka viðnámið úr og setja eitthvað lægra viðnám í.
Við þetta fyrrist ábyrgðin örugglega og ég efa að viftan þoli mikla hraða aukningu, en þú gætir prófað