Replacement router fyrir router símans

Svara
Skjámynd

Höfundur
Tiger
Besserwisser
Póstar: 3773
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Staða: Ótengdur

Replacement router fyrir router símans

Póstur af Tiger »

Sælir meistara. Ég er búinn að leita hérna með hinum og þessum stikkorðum til að athuga hvort það sé einhverstaðar svar við þessari spurningu minni en finn ekkert.
Ég er með router frá símanum og er með sjónvarp símans líka. En hann er bara með 802.11g þráðlausu og bara 100mbit og er því flöskuháls þegar ég tengi tölvur heimilisins við hann sem eru allar með gbit-lan, er líka með þráðlaust tæki sem er 802.11n, mig langar í gbit router sem er með "n" wi-fi staðlinum. Er einhver leið að skipta honum út og halda sjónvarpi símans líka? Og ef svo er, með hverju mælið þið?
Mynd
Skjámynd

mic
spjallið.is
Póstar: 423
Skráði sig: Mán 28. Jan 2008 17:14
Staðsetning: Hér og þar aðalega þar.
Staða: Ótengdur

Re: Replacement router fyrir router símans

Póstur af mic »

Þeir eru komir með hann hjá símanum :D
Phanteks Eclipse P600S - Corsair RM850x - Rog Strix Z370-H - I7-8700K - Arctic Liquid Freezer II 280 - CORSAIR Vengeance ddr4 16GB 2 x 8GB - Asus GTX2080 Strix - OCZ Vertex4 128GB - 2 x Corsair 480GB ForceLE SSD - W10 64 bit - Razer Viper Ultimate - Razer BlackWidow Elite - Acer Predator 34-inch Curved UltraWide 120 Hz .
Skjámynd

mind
</Snillingur>
Póstar: 1073
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Staða: Ótengdur

Re: Replacement router fyrir router símans

Póstur af mind »

Þetta er hægt.

Auðveldasta lausnin er einmitt að fá þennan nýja hjá símanum.

Ef þú varst að hugsa skipta út fyrir annan framleiðanda þá þyrftirðu að fara útí að stilla og binda VLAN á ákveðin port á þeim router fyrir ADSL-Sjónvarpið. Geranlegt, en ekki eins auðvelt og að segja það.

Þá væri næst auðveldasta lausnin eflaust að kaupa bara broadband router(er með WAN porti í stað RJ-11/símalínu).

Svo nota og hafa hann bakvið Speedtouch routerinn(drepur samt á þráðlausa á speedtouch). Þú nýtir hvort eð er bara þessa mögulegu hraðaaukningu innanhúss. Það er þó mismunandi eftir routerum hversu vel þeir taka í að vera raðtengdir.

Algengustu routerarnir á íslandi eru eflaust Zyxel og Speedtouch. Kemur líklega til með að þurfa spreða 15-25þús til að fá alminnilega ADSL/Broadband router. Allt undir því ertu væntanlega einungis á fá sambærilegan búnað.
Skjámynd

Höfundur
Tiger
Besserwisser
Póstar: 3773
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Staða: Ótengdur

Re: Replacement router fyrir router símans

Póstur af Tiger »

Já ok þannig að síminn er kominn með gbit og n staðal routera? Nú þá er málið leyst :).

Takk :)
Mynd
Skjámynd

Höfundur
Tiger
Besserwisser
Póstar: 3773
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Staða: Ótengdur

Re: Replacement router fyrir router símans

Póstur af Tiger »

Þeir eru nátturulega hvergi til hjá Simanum og ekkert vitað hvenær þeir eru væntanlegir, what a surprice. Og mér var sagt að þeir afhenda gömlu eins lengi og þeir geta og eiga.
Mynd

ohara
Fiktari
Póstar: 93
Skráði sig: Sun 15. Feb 2009 17:25
Staða: Ótengdur

Re: Replacement router fyrir router símans

Póstur af ohara »

Þessu nýju routerar eru ekki með gigabit lani, en eru n þráðlausum staðli. Að vísu hefur mér ekki tekist að fá það til að virka.
EVGA nForce 730i, Intel 8400, Kingston 4GB, MSI 5770 Hawk
64GB Kingston Solid State Drive, Win Home Server 3TB
Skjámynd

Höfundur
Tiger
Besserwisser
Póstar: 3773
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Staða: Ótengdur

Re: Replacement router fyrir router símans

Póstur af Tiger »

Ég hef á tilfinningunni að upower86 eigi eftir að hverfa héðan nokkuð hratt =D>
Mynd
Skjámynd

viddi
Stjórnandi
Póstar: 1306
Skráði sig: Mán 03. Nóv 2003 12:50
Staðsetning: <?php
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Replacement router fyrir router símans

Póstur af viddi »

Snuddi skrifaði:Ég hef á tilfinningunni að upower86 eigi eftir að hverfa héðan nokkuð hratt =D>
Búinn að losa okkur við hann, helv bottar

A Magnificent Beast of PC Master Race
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Replacement router fyrir router símans

Póstur af GuðjónR »

Ég frétti af þessum nýja router fyrir stuttu, hann rýkur út eins og heitar lummur en síminn fær reglulega sendingar.
Hringdu í 8007000 daglega og fáðu þá til að hafa samband við smárann/kringluna og tékka hvort þeir eigi þessa routera.
Farðu svo STRAX á staðinn og náðu í einn þegar þú færð grænt ljós.

Ég náði einum, þurfti reyndar tvær ferðir en það var þess virði, hann er nettari, hvítur og grár á lit, með 2x loftentum og n-staðli.
Hann er líka hraðari út á netið og stabílli.

Gamli routerinn þoldi t.d. ekki 6 þráðlaust tæki, þá slitnaði netsambandið hægri/vinstri, einnig þoldi gamli router ekki dl speed yfir 700 án þess að pixla TV'ið en þessi rýkur upp í 1.4Mbs án þess að pixla Tv og hingað til hefur hann aldrei slitið netsambandið.
7-9-13.

akarnid
Ofur-Nörd
Póstar: 233
Skráði sig: Lau 04. Nóv 2006 22:35
Staða: Ótengdur

Re: Replacement router fyrir router símans

Póstur af akarnid »

Fyrir þá sem hafa sérstakan áhuga á því, þá er þessi router að synca mikið betur en fyrri búnaður. Ég sjálfur fór upp um heil 4 Mb í sync bara við að setja hann í samband, og hann heldur sambandi mikið betur.

DMT línuaðlögunarbúnaðurin í þessum er mun betri en áður. Hærra sync=meiri möguleiki á hærri hröðum því það skilur eftir meira svigrúm eftir að búið er að taka protocol overhead frá.

halldors78
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Fim 27. Okt 2011 15:56
Staða: Ótengdur

Re: Replacement router fyrir router símans

Póstur af halldors78 »

tómt rugl með þessa routera, maður fær bara nýjan ef maður er að byrja með tenginu ef maður er heppin, og getur bara skipt út 858 v5, þannig ég keypti mér bara router sjálfur til að þurfa ekki að borga þessa leigu heldur og þá er eitthvað vesen að setja hann upp fyrir sjónvarpið, það er náttúrulega bara rugl að þetta sjónvarp virki bara fyrir þessa thomson routera. er einhver með upplýsingar hvernig á að setja upp sjónvarpið fyrir Zyxel p-870hn-51b???? væri mjög vel þegið
Skjámynd

Blues-
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 353
Skráði sig: Þri 09. Maí 2006 01:16
Staðsetning: /usr/local
Staða: Ótengdur

Re: Replacement router fyrir router símans

Póstur af Blues- »

ahh .. those were the days .. þegar mar tengdist netinu í gegnum koparvír og horfði á stamandi sjónvarp í gegnum adsl.
Húrra fyrir ljósleiðaranum ...

:sleezyjoe Sorry gat ekki hamið mig eftir að hafa lesið þennan þráð :)

wicket
FanBoy
Póstar: 722
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Staða: Ótengdur

Re: Replacement router fyrir router símans

Póstur af wicket »

IPTV virkar á fullt af öðrum routerum en bara Thomson / Alcatel.

Allt bara spurning um að endabúnaðurinn þinn styðji þá staðla sem notast er við.

Ég er t.d. með Zyxel router á Ljósnetinu og sjónvarpið hefur aldrei pixlast þrátt fyrir að torrentið sé að öskrast áfram.

@halldors78
Ég hef oft skipt um routera hjá Símanum. Skipti út Thomson 585V6 fyrir Thomson TG585n (sem er þessi hvíti sem GuðjónR talar um) og fékk svo Thomson TG589 minnir mig á Ljósnetinu og fékk honum svo skipt út fyrir Zyxel router. Allt í gegnum Símann í þeirra verslunum, ekkert kvabb, engin klíka eða neitt. Vissulega þurfti ég að fara fleiri en eina ferð því að verslunin átti ekki þá týpu sem ég vildi fá í það og það skiptið en þetta reddaðist allt á endanum og ekkert vesen.

Ég er hrikalega ánægður með þennan Zyxel router, hann er með full admin GUI þannig að maður þarf ekki að nota terminal eins og á Thomson og hann er multimode þannig að 802.11n tæki tengjast á þann staðal og 802.11g tækið (þetta eina) á heimilinu tengist á 11g í stað þess að draga allt niður í 802.11g eins og margir routerar gera.

e330
Græningi
Póstar: 28
Skráði sig: Fös 08. Okt 2010 22:12
Staða: Ótengdur

Re: Replacement router fyrir router símans

Póstur af e330 »

GuðjónR skrifaði:Ég frétti af þessum nýja router fyrir stuttu, hann rýkur út eins og heitar lummur en síminn fær reglulega sendingar.
Hringdu í 8007000 daglega og fáðu þá til að hafa samband við smárann/kringluna og tékka hvort þeir eigi þessa routera.
Farðu svo STRAX á staðinn og náðu í einn þegar þú færð grænt ljós.
Bíddu, ertu ekki viðskiptavinur Hringdu?

halldors78
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Fim 27. Okt 2011 15:56
Staða: Ótengdur

Re: Replacement router fyrir router símans

Póstur af halldors78 »

vélbúnaðarnýðingur: sælir, ég keypti þenna router hjá tölvulistanum sem eiga að þjónusta símann, en fann samt síðu http://heildsala.siminn.is/servlet/file ... _ID=184011" onclick="window.open(this.href);return false;, þarna stendur að þessi router Zyxel p-870hn-51b eigi að virka fyrir sjónvarp símans, en svo vita þessir gaurar í 8007000 ekki neitt um hvaða tölur eiga að vera eða geta ekki sent manni þetta config í gegnum mail eða neitt. er náttúrulega algjör þvæla að sjónvarpið eigi bara að virka hjá routerum frá þeim. en ef einhver hefur náð að tengja sjónvarpið í gegnum sona router þá væri vel þegið að fá upplýsingar. takk fyrir
Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2010
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Staða: Ótengdur

Re: Replacement router fyrir router símans

Póstur af tdog »

Mér finnst þessi ZyXEL router ekkert spes. Ég prófaði hann á frekar leiðinlegri línu, um 600m í VDSL skápinn og Thomsoninn plummaði sig betur. Myndin í sjónvarpinu var bara ekki eins skýr.
MacBook Pro, Late 2011. 2.2 Ghz i7, 8GB 1333Mhz
rafvirki/hljóðmaður/IP-gúrú
Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3065
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Staða: Ótengdur

Re: Replacement router fyrir router símans

Póstur af beatmaster »

e330 skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Ég frétti af þessum nýja router fyrir stuttu, hann rýkur út eins og heitar lummur en síminn fær reglulega sendingar.
Hringdu í 8007000 daglega og fáðu þá til að hafa samband við smárann/kringluna og tékka hvort þeir eigi þessa routera.
Farðu svo STRAX á staðinn og náðu í einn þegar þú færð grænt ljós.
Bíddu, ertu ekki viðskiptavinur Hringdu?
Þetta er tæplega 2 ára gamall þráður...
Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Replacement router fyrir router símans

Póstur af GuðjónR »

e330 skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Ég frétti af þessum nýja router fyrir stuttu, hann rýkur út eins og heitar lummur en síminn fær reglulega sendingar.
Hringdu í 8007000 daglega og fáðu þá til að hafa samband við smárann/kringluna og tékka hvort þeir eigi þessa routera.
Farðu svo STRAX á staðinn og náðu í einn þegar þú færð grænt ljós.
Bíddu, ertu ekki viðskiptavinur Hringdu?

:face
Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 623
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Replacement router fyrir router símans

Póstur af natti »

halldors78 skrifaði:vélbúnaðarnýðingur: sælir, ég keypti þenna router hjá tölvulistanum sem eiga að þjónusta símann, en fann samt síðu http://heildsala.siminn.is/servlet/file ... _ID=184011" onclick="window.open(this.href);return false;, þarna stendur að þessi router Zyxel p-870hn-51b eigi að virka fyrir sjónvarp símans, en svo vita þessir gaurar í 8007000 ekki neitt um hvaða tölur eiga að vera eða geta ekki sent manni þetta config í gegnum mail eða neitt. er náttúrulega algjör þvæla að sjónvarpið eigi bara að virka hjá routerum frá þeim. en ef einhver hefur náð að tengja sjónvarpið í gegnum sona router þá væri vel þegið að fá upplýsingar. takk fyrir
Burtséð frá því að það er stórundarlegt hversu litlar upplýsingar Síminn er tilbúinn til að veita þeim sem eru ekki með router frá Símanum.
T.d. samanborið við Vodafone sem að þangað til "eftir kreppu" var hægt að fá góðar upplýsingar frá Vodafone.

Þá er samt hálf kjánalegt hjá þér að finna eitthvað blað sem að snýr að heildsölu, þar sem meðal annars er bent á að fyrir þau fyrirtæki sem ætla í samstarf með Símanum þá geti þau haft samband við heildsöluna og fengið config, að kvarta yfir að einstaklingsþjónusta (8007000) sé ekki með allt á hreinu eða geti sent þér config.

Þetta snýst ekki um að "sjónvarpið eigi bara að virka hjá routerum frá þeim" heldur að Síminn hefur ákveðið að fókusa á að þjónusta sína viðskiptavini, sem eru með router frá þeim, en ekki alla sem vilja gera e-ð öðruvísi og "eru með vesen".

En þetta eru rásir 7/48, 7/50 og 7/51 (til að vera safe) sem þú þarft að brúa yfir á eitthvað eitt ethernet port til að fá Sjónvarp símans til að virka.
Það er hægt að gera þetta á ótalmörgum routerum.
Mkay.
Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2010
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Staða: Ótengdur

Re: Replacement router fyrir router símans

Póstur af tdog »

Best er að routa þessum sýndarrásum á sér vlan, og beina portunum á vlanið. Það þarf líka að búa til dhcp client fyrir sjónvarpsþjónustuna og stilla QoS.
MacBook Pro, Late 2011. 2.2 Ghz i7, 8GB 1333Mhz
rafvirki/hljóðmaður/IP-gúrú

halldors78
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Fim 27. Okt 2011 15:56
Staða: Ótengdur

Re: Replacement router fyrir router símans

Póstur af halldors78 »

natti: sælir, takk fyrir þetta, gott að vita allavega hvaða rásir þetta eru og sona, er samt ekki alveg klár á þessu, prufa að fikta eitthvað í þessu þegar ég nenni því. samt soldið þreytandi að geta ekki verið með eiginn router fyrir sjónvarpið, sérstaklega þar sem hann virkar fínt fyrir netið og eins ef maður tímir ekki að borga leigu til þeirra.
en ég spæja þetta, danke schön.
Svara