Fékk mér eitt svona external IDE box USB2 og Firewire en það fylgdu bara leiðbeiningar um driver uppsetningu og ekkert um hvernig á að tengja. Finn engar leiðbeiningar á google. Málið er að power vírin getur verið á 2 vegu svo ef einhver á svona box þá endilega látið mig vita hvernig vírin á að snúa.
í stýrispjaldinu eru 3 pinnar, en á móti eru bara 2 kellingar, rauð og hvít.
Ef ég kíki á þetta núna þá virðast mestar líkur á að þetta sé bara tengt í ljós svo þetta er kanski ekki svo critical en væri helst til í að fá þetta á hreint.