Hvernig er þægilegast að setja upp umhverfið hérna heima?
Ég á ekki Android tablet og í raun ekki flatskjá enn, en stefnan er tekin á að fara versla þetta inn svona hægt og bítandi.
Ég hefði haldið að best væri að vera með einhverskonar NAS sem tölvan gæti DL inná og HTPC vél gæti þá lesið af (hafa HDD hávaðaseggina e-h staðar EKKI inní stofu).
Þá væri ég með e-h litla HTPC sem sniðugt væri að taka yfir með e-h 7-14" tablet í gegnum innra netið uppá að velja myndir eða tónlist hverju sinni.
m.v. hvað margir hérna eru vel græjaðir þá hlítur einhver að vera búinn að jarða þetta til helvítis og þekkja "einu réttu leiðina".
Hver er sú leið? (ég á ekki pening til að gera þetta vitlaust
