Fartölvan mín er með sama örgjörva, sama skjákort, jafn mikið í vinnsluminni, sömu stærð af skjá og sömu upplausn. http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=1979" onclick="window.open(this.href);return false;
Ég verð að segja að ég er mjöööög ánægður með tölvuna mína. Þessi Toshiba tölva ætti að afkasta svipuðu þannig ég myndi skella mér á hana .
ég á toshiba satellite með i5 reyndar og eini gallinn við hana finnst mér hvað hún verður fáránlega heit, hún fer upp í 75-80C þegar hún er í mikilli vinnslu sem er rosalega heitt :/
Nú er það spurningin hvort ég eigi að taka Toshiba Satellite P750-136 (sem ég linkaði hér fyrir ofan) eða DreamWare frá start.is!
Það virðist enginn hér á spjallinu vera með reynslusögu af þessum Dreamware :/
1366 x 768 er ekki að heilla mig nóg :/ Langar í 1920x1080 dreamware tölvuna með i7 2630, 8gb ram & 500GB Seagate Momentus XT 7200rpm SATA2 32MB Solid State Hybrid Drive 4GB SSD
BBergs skrifaði:Svalt! En hvernig fannst þér touchpadinn og lyklaborðið?
Var lítill space-bar á þinni? Mér finnst það helvíti lélegt þar sem ég nota hægri þumalinn til að ýta á space-bar :-/
Touchpad og lyklaborðið trufluðu mig ekkert, nema kanski eins og þegar maður var í cs og svona þá voru takkarnir nær hvor öðrum en ég var vanur en auðvitað eru lyklaborð bara smekksatriði. Myndi fara og prófa bara, þú venst því á endanum. Ekkert láta lyklaborðið snúast þér hugur, hinsvegar hef ég enga reynslu af Dreamware en þetta er nú samt sniðugt dæmi.
Ef þyngdin skiptir máli þá ferðu alls ekki í Asus tölvuna sem þú linkaðir á buy.is. Hún er 4Kg..... Annars eru mjög flottir speccar sem þú ert búinn að setja saman í þessari dreamware vél, en hinsvegar hef ekki heyrt neinar reynslusögur um þessar vélar, hvernig þær eru að virka og þess háttar.
Þyngdin skiptir í raun litlu máli! Verð með þessa í bakpoka sem fer mun betur með bakið en hliðartaska ;-) Svo er maður nú engin smásmíði ( 118 kg og 2 m )
BBergs skrifaði:Þyngdin skiptir í raun litlu máli! Verð með þessa í bakpoka sem fer mun betur með bakið en hliðartaska ;-) Svo er maður nú engin smásmíði ( 118 kg og 2 m )
Þá ertu ekki að tala um alvöru fartölvu. Athugaðu samt eitt ef þú ætlar að nota "leikjavél" í skólanum, að viftan sé hljóðlát þegar þú ert bara í skólavinnu, fátt meira pirrandi en þyrla í flugtaki þegar allir eru að einbeita sér.
Daz skrifaði:Þá ertu ekki að tala um alvöru fartölvu. Athugaðu samt eitt ef þú ætlar að nota "leikjavél" í skólanum, að viftan sé hljóðlát þegar þú ert bara í skólavinnu, fátt meira pirrandi en þyrla í flugtaki þegar allir eru að einbeita sér.
Afsakið ;-) Ég er með 24" BenQ skjá sem ég myndi styðjast við heima - þannig ég þarf ekkert stórann skjá.
Já ég einmitt las að Asus-inn sé hljóðlátur þegar þú ert með hann á "chill" stillingunni :-)