Já, en ég hef séð menn draga sig upp úr alvarlegri áfengisneyslu til margra ára og koma vel heilbrigðir út úr því.
Ath, ég er ekki að fara ða rökræða þetta efni neitt mikið, hef aldrei notað það og það heillar mig ekki.
En ég hef unnið með nokkrum sem nota / notuðu þetta.
3 af þeim höfðu reykt í meira en fimm ár, og voru gjörsamlega skemmdir.
Einn reykti nánast upp á dag í tvö ár en var nokkuð skarpur fyrir utan minni, hann vildi kenna því um. ( Ath. kemur frá honum ekki mér.) Hann mundi engin nöfn (vinnufélagar til tveggja ára meðtaldir), aldrei hvað hann átti að kaupa, þurfti að skrifa allt niður.
Tveir voru í neyslu 3-7 sinnum í viku og þeir voru ekki viðræðuhæfir, notuðu ekki í vinnu, en á flestum kvöldum eftir vinnu. Þeir mundu ekki neitt, gátu ekki gert neitt sálfstætt.
Geri mér vel grein fyrir því að þetta er eitthvað persónubundið, en þeir sem ég hef hitt sem hafa reykt í lengri tíma fundust þeir sjálfir vera vel viðræðuhæfir en voru það enganveginn..
Þetta er mitt innlegg, og mín reynsla af þessu, ætla ekki að rökræða þetta meira þar sem þetta kemur mér ekkert við og mér er alveg sama hvort þetta sé bannað eða ekki.
*Bætt við* Það er til misnotkun á öllum vímugjöfum, ég drekk oft bjór, en sjaldan verð ég sótölvaður. ég er að tala um menn sem notuðu flesta daga.