Er einhver sem tekur að sér uppsetningu á hackintosh?

Svara
Skjámynd

Höfundur
skarih
Nörd
Póstar: 149
Skráði sig: Mið 06. Apr 2011 21:42
Staða: Ótengdur

Er einhver sem tekur að sér uppsetningu á hackintosh?

Póstur af skarih »

Ég er að uppfæra allsvakalega og er að safna að mér pörtum í hana núna þessa dagana.

Það sem ég er kominn með í hendur (eða búinn að kaupa og er á leiðinni) er:

Intel i7 2600k

Corsair 120 Gig SSD Force series

Tvo skjái sem kannski skipta ekki öllu hvaða, (22" og 24" ) en þeir þurfa samt að virka.

Ég á eftir að kaupa skjákort, það verður ekkert fancy bara eitthvað sem virkar þar sem að þessi vél verður bara notuð í ljósmyndavinnu, engir leikir eða 3d vinsla eða annað.

sama gildir um móbóið, ég hugsa að það þurfi heldur ekkert að vera neitt agalega fansý þar sem ég er ekki að keira neitt nema stuttar renderingar í gegnum þetta og photoshop og lightroom og annað. Bara það ódýrasta sem virkar og er hackintosh compatible.

og ég kaupi þessi minni á morgun.
Corsair 1333MHz 8GB (2x4GB) XMS3
http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=6294" onclick="window.open(this.href);return false;

Er einhver sem tekur að sér að skella svona uppsetningu upp? þar sem ég hreinlega nenni ekki að standa í einhverju brasi við þetta sjálfur, þar sem að þetta er oftar en ekki tómt bras að ná öllu í gang, hljóðið dettur út í staðin fyrir lan og lan fyrir hljóð og blaahh.. og ég nenni ekki að sitja fyrir framan google í 8 klukkutíma hár-reittur.

Hefur einhver reynslu á þessu hérna?
intel i7 2600k @ 3,9ghrz, 2TB WD, 8 GIG ram, 120GB Corsair Force SSD, BENQ 24"photo sense HD, Hanns G 22" [color=#FF0000]<3[/color]
Skjámynd

Black
Vaktari
Póstar: 2277
Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
Staða: Ótengdur

Re: Er einhver sem tekur að sér uppsetningu á hackintosh?

Póstur af Black »

ég er búinn að vera skoða hackintosh í mjög langan tíma og aldrei látið verða að því. En ef ég er að skilja þig rétt þá viltu s.s setja upp mac os stýrikerfi á tölvuna þína til að geta unnið í photoshop og hljóðvinnslu.. þá hugsaru mögulega útaf mac er betra í það, ég heyrði að mac sé betra útaf driverarnir eru meira stable, hackintosh verður aldrei gott það er bara þannig, það er ekki eins og apple tölvur með mac stýrikerfi.ég myndi frekar kaupa löglegt windows 7 ultimate og setja upp photoshop lightroom,hljóðvinnsluforrit etc. þar að segja ef þú hefur það í huga að mac sé betra í hljóðvinnslu.

mbk.Blámaðurinn
CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:Asus 1080ti strix | RAM: 16gb 3200 Corsair | PSU: RM650x | Case:Corsair 275R |
Skjámynd

Höfundur
skarih
Nörd
Póstar: 149
Skráði sig: Mið 06. Apr 2011 21:42
Staða: Ótengdur

Re: Er einhver sem tekur að sér uppsetningu á hackintosh?

Póstur af skarih »

Maður getur farið út í endalausar vangaveltur upp á hvort sé betra og ekki betra, ég er bara að vinna í þannig að umhverfi að mac sé ráðandi og mér finst persónulegra bara þæginlegra að vinna á það, ekkert endilega afþví að það sé betra frammistöðulega séð.

Ég er að vinna á Windows 7 núna eftir að hafa verið að vinna á Mac og hreinlega er bara að fíla hitt betur.

+ það að ég er stundum að vinna í í Finalcut og það er bara hjá mac.

En aðal ástæðan að ég er með þessa PC vél er að ef ég ætlaði að fá mér sambærilega Mac-vél þá þyrfti ég væntanlega að senda foreldra mína á götuna og veðsetja húsið þeirra.

Vildi náttúrulega helst að Adobe myndu drattast til að gera pakka fyrir Linux notendur, það væri náttúrulega osom fyrir allan peningin.

fíla Ubuntu mjög vel. Ég prufaði að vera með photoshop á Virtual vél í gegnum það, en þá er ég hvort eð er ekkert að fullnýta vélina mína.
intel i7 2600k @ 3,9ghrz, 2TB WD, 8 GIG ram, 120GB Corsair Force SSD, BENQ 24"photo sense HD, Hanns G 22" [color=#FF0000]<3[/color]
Skjámynd

Black
Vaktari
Póstar: 2277
Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
Staða: Ótengdur

Re: Er einhver sem tekur að sér uppsetningu á hackintosh?

Póstur af Black »

skarih skrifaði:Maður getur farið út í endalausar vangaveltur upp á hvort sé betra og ekki betra, ég er bara að vinna í þannig að umhverfi að mac sé ráðandi og mér finst persónulegra bara þæginlegra að vinna á það, ekkert endilega afþví að það sé betra frammistöðulega séð.

Ég er að vinna á Windows 7 núna eftir að hafa verið að vinna á Mac og hreinlega er bara að fíla hitt betur.

+ það að ég er stundum að vinna í í Finalcut og það er bara hjá mac.

En aðal ástæðan að ég er með þessa PC vél er að ef ég ætlaði að fá mér sambærilega Mac-vél þá þyrfti ég væntanlega að senda foreldra mína á götuna og veðsetja húsið þeirra.

Vildi náttúrulega helst að Adobe myndu drattast til að gera pakka fyrir Linux notendur, það væri náttúrulega osom fyrir allan peningin.

fíla Ubuntu mjög vel. Ég prufaði að vera með photoshop á Virtual vél í gegnum það, en þá er ég hvort eð er ekkert að fullnýta vélina mína.
ég skil þig fullkomnlega. en já photoshop á ubuntu það er bara draumur! en bara eins og ég segi þá er rosaleg driver vandamál með hackintosh, sem gætu orðið það mikið vesen að það væri einfaldara að vinna við þetta á windows :uhh1
CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:Asus 1080ti strix | RAM: 16gb 3200 Corsair | PSU: RM650x | Case:Corsair 275R |
Skjámynd

Höfundur
skarih
Nörd
Póstar: 149
Skráði sig: Mið 06. Apr 2011 21:42
Staða: Ótengdur

Re: Er einhver sem tekur að sér uppsetningu á hackintosh?

Póstur af skarih »

já, þessvegna er ég nú að pósta þessum þræði, ég er gagngert að kaupa þetta build til að búa til nokkuð stable Hackintosh.

og ég hef ekki það góða tölvuþekkingu að ég nenni að hanga sólahringum saman í gegnum þúsundir spjallborða í leit að rétta svarinu mínu bara afþví að í kunnáttuleisi mínu keipti eitthvað vitlaust eða gerði.

það hlýtur að vera einhver sem hefur eða er að setja saman i7 2600k hackintosh
intel i7 2600k @ 3,9ghrz, 2TB WD, 8 GIG ram, 120GB Corsair Force SSD, BENQ 24"photo sense HD, Hanns G 22" [color=#FF0000]<3[/color]

Matti21
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 304
Skráði sig: Fim 01. Nóv 2007 19:03
Staða: Ótengdur

Re: Er einhver sem tekur að sér uppsetningu á hackintosh?

Póstur af Matti21 »

Ehh...hefði nú látið Sandy Bridge örgjörvana vera fyrir Hackintosh. Þeir eru ekki komnir í makkann svo Osx er ekkert að styðja þá enþá. Reglan er ef makkinn er ekki með það ekki nota það í hackintosh vélina þína...
Veit nú reyndar alveg af dæmum þar sem gaurum hefur tekist að setja upp Hackintosh á Sandy bridge örgjörva en það er á experimental stigi og krefst auka vesens og það er ennþá svakalega lítill stuðningur fyrir þessi móðurborð.
Ég stefni á nýjann hackintosh turn vonandi í lok sumars en þá eftir að Apple eru búnir að uppfæra Imac-inn og komnir með innbyggðan Sandy Bridge stuðning. Svo er þetta bara spurning um að velja réttu íhlutina.

Ég mundi nú ekki fá bara einhvern dúdda til þess að setja þetta upp fyrir mig. Jújú það er leiðinlegt að koma sér inn í þetta en ef þú villt að tölvan virki almennilega og sé stable þá seturðu hana upp sjálfur. Það verður alltaf eitthvað vesen og ef þú veist ekki hvernig tölvan var upphaflega sett upp þá geturðu aldrei gert neitt í því. Reyndu að finna móðurborð fyrir örgjörvann þinn sem einhver annar hefur notað og fengið til að virka og gerðu eins. Nóg af upplýsingum um þetta á netinu.

Mæli virkilega með http://www.tonymacx86.com/" onclick="window.open(this.href);return false;
og svo síðum eins og http://wiki.osx86project.org" onclick="window.open(this.href);return false;
Eina leiðin til þess að gera þetta rétt er að læra þetta. Þannig er það bara...
-Q6600/Thermalright Ultra 120 Extreme/Gigabyte P35-DS3R/4GB Corsair 800Mhz/Nvidia 8600GTS/Corsair HX620/Coolermaster CM690/BenQ G2400W --Hackintosh!--
-Macbook Pro 13" -2010
Skjámynd

einarhr
Of mikill frítími
Póstar: 1819
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Er einhver sem tekur að sér uppsetningu á hackintosh?

Póstur af einarhr »

Er þetta ekki á mjög gráu svæði að auglýsa eftir uppsettningu á ólöglegu stýrikerfi hérna ? !! [-X
| Ryzen 7 1800X 16GB Gainward GeForce RTX 3060 Pegasus 12GB| Plex i5 6600K 16GB | Mi Poco X3 | Mi Box S |
Skjámynd

Höfundur
skarih
Nörd
Póstar: 149
Skráði sig: Mið 06. Apr 2011 21:42
Staða: Ótengdur

Re: Er einhver sem tekur að sér uppsetningu á hackintosh?

Póstur af skarih »

Matti21 skrifaði:Ehh...hefði nú látið Sandy Bridge örgjörvana vera fyrir Hackintosh. Þeir eru ekki komnir í makkann svo Osx er ekkert að styðja þá enþá. Reglan er ef makkinn er ekki með það ekki nota það í hackintosh vélina þína...
Veit nú reyndar alveg af dæmum þar sem gaurum hefur tekist að setja upp Hackintosh á Sandy bridge örgjörva en það er á experimental stigi og krefst auka vesens og það er ennþá svakalega lítill stuðningur fyrir þessi móðurborð.
Ég stefni á nýjann hackintosh turn vonandi í lok sumars en þá eftir að Apple eru búnir að uppfæra Imac-inn og komnir með innbyggðan Sandy Bridge stuðning. Svo er þetta bara spurning um að velja réttu íhlutina.

Ég mundi nú ekki fá bara einhvern dúdda til þess að setja þetta upp fyrir mig. Jújú það er leiðinlegt að koma sér inn í þetta en ef þú villt að tölvan virki almennilega og sé stable þá seturðu hana upp sjálfur. Það verður alltaf eitthvað vesen og ef þú veist ekki hvernig tölvan var upphaflega sett upp þá geturðu aldrei gert neitt í því. Reyndu að finna móðurborð fyrir örgjörvann þinn sem einhver annar hefur notað og fengið til að virka og gerðu eins. Nóg af upplýsingum um þetta á netinu.

Mæli virkilega með http://www.tonymacx86.com/" onclick="window.open(this.href);return false;
og svo síðum eins og http://wiki.osx86project.org" onclick="window.open(this.href);return false;
Eina leiðin til þess að gera þetta rétt er að læra þetta. Þannig er það bara...
Ég hugsa að það verði örugglega ekki bara "einhver dúddi" hugsa að það sé nú ekkert að því að athuga hvort að einhver annar sé í sömu sporum og ég. Ég veit að það er helling af gaurum sem hafa gert Hackintosh, og ég er allveg til í að ræða við réttan aðila sem kann að setja svona upp.

En já ég er einmitt búinn að vera að skoða þessar síður og þar er þetta allveg mögulegt, þeas sandy-bridge.
einarhr skrifaði:Er þetta ekki á mjög gráu svæði að auglýsa eftir uppsettningu á ólöglegu stýrikerfi hérna ? !! [-X
Það er ekkert ólöglegt við þetta, ég kaupi stýrikerfið af apple. Ekkert sem að segir að það sé bannað að reyna að setja það upp á þinn eigin vélbúnað..

Mynd
intel i7 2600k @ 3,9ghrz, 2TB WD, 8 GIG ram, 120GB Corsair Force SSD, BENQ 24"photo sense HD, Hanns G 22" [color=#FF0000]<3[/color]
Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: Er einhver sem tekur að sér uppsetningu á hackintosh?

Póstur af dori »

Þetta brýtur gegn EULA sem þú samþykkir þegar þú setur þetta upp en það er náttúrulega aldrei "ólöglegt".
Skjámynd

Höfundur
skarih
Nörd
Póstar: 149
Skráði sig: Mið 06. Apr 2011 21:42
Staða: Ótengdur

Re: Er einhver sem tekur að sér uppsetningu á hackintosh?

Póstur af skarih »

dori skrifaði:Þetta brýtur gegn EULA sem þú samþykkir þegar þú setur þetta upp en það er náttúrulega aldrei "ólöglegt".
já allavegana er þetta ekki " ólöglegt stýrikerfi " eins og hann var að tala um og þar af leiðandi ekki að brjóta neinar reglur..

En - Back on topic -

Er ekki einhver sem er að brasa við þetta?
intel i7 2600k @ 3,9ghrz, 2TB WD, 8 GIG ram, 120GB Corsair Force SSD, BENQ 24"photo sense HD, Hanns G 22" [color=#FF0000]<3[/color]
Skjámynd

teitan
Ofur-Nörd
Póstar: 238
Skráði sig: Mið 10. Mar 2010 10:23
Staða: Ótengdur

Re: Er einhver sem tekur að sér uppsetningu á hackintosh?

Póstur af teitan »

Ég er með Mac OS X Snow Leopard uppsett á vélina sem er í undirskriftinni og gat sett þetta upp og uppfært í 10.6.5 án stórra vandræða (hef ekki ennþá nennt að uppfæra í nýjustu uppfærsluna en það á samt ekki að vera neinn hausverkur)... þurfti að ná mér í einhver hökkuð kexts til að fá allt til að virka en þetta var frekar easy bara. Hefur sennilega tekið mig allt í allt einhverja 3-4 tíma.

Varðandi það sem þú átt eftir að kaupa þá skaltu bara skoða á http://www.tonymacx86.com" onclick="window.open(this.href);return false; hvaða skjákort og móðurborð menn eru búnir að prófa og einnig er gott að renna í gegnum nýjustu póstana hjá Tony á http://www.tonymacx86.blogspot.com" onclick="window.open(this.href);return false; til að fá upplýsingar um það nýjasta sem er að gerast varðandi Sandy Bridge.

Ég get allavega lofað þér því að þú getur með rétta vélbúnaðinum fengið stable og góða hackintosh vél sem gefur alvöru Apple tölvu ekkert eftir... en ég veit ekki alveg hversu mikið vesen þetta er með Sandy Bridge eina sem ég veit er að það er komið native support í uppfærslu 10.6.7... :-k

En ef þú heldur að ég geti aðstoðað þig eitthvað við þetta þá skaltu bara hafa samband... er alveg til í að hjálpa mönnum í svona dútli :)
Skjámynd

Höfundur
skarih
Nörd
Póstar: 149
Skráði sig: Mið 06. Apr 2011 21:42
Staða: Ótengdur

Re: Er einhver sem tekur að sér uppsetningu á hackintosh?

Póstur af skarih »

teitan skrifaði:Ég er með Mac OS X Snow Leopard uppsett á vélina sem er í undirskriftinni og gat sett þetta upp og uppfært í 10.6.5 án stórra vandræða (hef ekki ennþá nennt að uppfæra í nýjustu uppfærsluna en það á samt ekki að vera neinn hausverkur)... þurfti að ná mér í einhver hökkuð kexts til að fá allt til að virka en þetta var frekar easy bara. Hefur sennilega tekið mig allt í allt einhverja 3-4 tíma.

Varðandi það sem þú átt eftir að kaupa þá skaltu bara skoða á http://www.tonymacx86.com" onclick="window.open(this.href);return false; hvaða skjákort og móðurborð menn eru búnir að prófa og einnig er gott að renna í gegnum nýjustu póstana hjá Tony á http://www.tonymacx86.blogspot.com" onclick="window.open(this.href);return false; til að fá upplýsingar um það nýjasta sem er að gerast varðandi Sandy Bridge.

Ég get allavega lofað þér því að þú getur með rétta vélbúnaðinum fengið stable og góða hackintosh vél sem gefur alvöru Apple tölvu ekkert eftir... en ég veit ekki alveg hversu mikið vesen þetta er með Sandy Bridge eina sem ég veit er að það er komið native support í uppfærslu 10.6.7... :-k

En ef þú heldur að ég geti aðstoðað þig eitthvað við þetta þá skaltu bara hafa samband... er alveg til í að hjálpa mönnum í svona dútli :)
Takk fyrir það :)

Ég er allveg kominn "óvart" :-" langt yfir budget í að kaupa örran, ssd diskin og skjáina,(ætlaði að fara í i5, 60gig ssd og einn 22") þannig að ég sætti mig við allveg bare minimum kröfur í móðurborð og skjákorti, þar sem að ég veit að ég þarf ekki eitthvað rosalegt skjákort.

Ég er spenntur að sjá hvort að einhver hér hafi reynt að fara Sandy-bridge leiðina, það er nokkuð um þræði á Tonymac um það að menn hafi sett þetta upp, en það er þó alltaf með smá brasi.
Ég get alltaf bara sett upp Windows á vélina, en ég vil helst ekki þurfa að gera það..

EDIT:

Ég hugsa að ég fari bara í það ódýrasta sem ég veit að er compatible,,

Þetta móðurborð

http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=27710" onclick="window.open(this.href);return false;

og Þetta skjákort:

http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=4553" onclick="window.open(this.href);return false;

Hugsa nú að allir nörrarnir hér fái shokk, en ég veit ekki betur en að þetta nægji mér bara allveg..

( nema að þið getið komið með rök í hina áttina? )
intel i7 2600k @ 3,9ghrz, 2TB WD, 8 GIG ram, 120GB Corsair Force SSD, BENQ 24"photo sense HD, Hanns G 22" [color=#FF0000]<3[/color]
Skjámynd

Höfundur
skarih
Nörd
Póstar: 149
Skráði sig: Mið 06. Apr 2011 21:42
Staða: Ótengdur

Re: Er einhver sem tekur að sér uppsetningu á hackintosh?

Póstur af skarih »

Við nánari athugun sýnist mér að þetta sé betra, upp á compatibly og að geta OC 2600k-inn

Gigabyte S1155 GA-P67A-UD3-B3 DDR3

hvað segiði, er enginn í sömu sporum ?

TTT
intel i7 2600k @ 3,9ghrz, 2TB WD, 8 GIG ram, 120GB Corsair Force SSD, BENQ 24"photo sense HD, Hanns G 22" [color=#FF0000]<3[/color]

lethal3
Græningi
Póstar: 45
Skráði sig: Sun 25. Júl 2010 21:15
Staðsetning: Ísland
Staða: Ótengdur

Re: Er einhver sem tekur að sér uppsetningu á hackintosh?

Póstur af lethal3 »

enginn sem hefur áhuga á að taka það að sér að setja svona upp fyrir mann, borgun að sjálfsögðu og keypt software
Cooler Master HAF 932/m led viftum - Intel Core i7-930 @ 3.0GHz - Gigabyte X58A-UD3R - 2x SLi NVIDIA GeForce GTX470 1280MB - Cooler Master Hyper N520 - Mushkin 6x4GB DDR3 1600MHz Blackline - Crucial RealSSD 128GB - 8x 1TB diskar - 2xSamsung P2770H 27" - Sennheiser HD500
Skjámynd

Höfundur
skarih
Nörd
Póstar: 149
Skráði sig: Mið 06. Apr 2011 21:42
Staða: Ótengdur

Re: Er einhver sem tekur að sér uppsetningu á hackintosh?

Póstur af skarih »

spurning um að bumpa þessum þræði aftur í gang þar sem ég fékk endanlega ógeð á windows áðan..

Þegar ég var spurður um að installa forriti frá windows, sem ég villdi ekki inn á tölvuna mína, en gaf mér bara möguleikana " now " eða " remind me in ten days "

vinsamlegast ekki fleima þetta með Windows er best og Mac er gay umræðum, I simply dont care..

Aðal spurningin er, er einhver sem er að gera þetta og langar að fá smá aukapening ?
intel i7 2600k @ 3,9ghrz, 2TB WD, 8 GIG ram, 120GB Corsair Force SSD, BENQ 24"photo sense HD, Hanns G 22" [color=#FF0000]<3[/color]
Skjámynd

Höfundur
skarih
Nörd
Póstar: 149
Skráði sig: Mið 06. Apr 2011 21:42
Staða: Ótengdur

Re: Er einhver sem tekur að sér uppsetningu á hackintosh?

Póstur af skarih »

TTT

:happy
intel i7 2600k @ 3,9ghrz, 2TB WD, 8 GIG ram, 120GB Corsair Force SSD, BENQ 24"photo sense HD, Hanns G 22" [color=#FF0000]<3[/color]
Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3525
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er einhver sem tekur að sér uppsetningu á hackintosh?

Póstur af urban »

ég verð að spurja, hvaða forrit var með svona helvítis frekju ? :)
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Skjámynd

Höfundur
skarih
Nörd
Póstar: 149
Skráði sig: Mið 06. Apr 2011 21:42
Staða: Ótengdur

Re: Er einhver sem tekur að sér uppsetningu á hackintosh?

Póstur af skarih »

Heitir Splash-dot og er frá microsoft..
intel i7 2600k @ 3,9ghrz, 2TB WD, 8 GIG ram, 120GB Corsair Force SSD, BENQ 24"photo sense HD, Hanns G 22" [color=#FF0000]<3[/color]
Skjámynd

Höfundur
skarih
Nörd
Póstar: 149
Skráði sig: Mið 06. Apr 2011 21:42
Staða: Ótengdur

Re: Er einhver sem tekur að sér uppsetningu á hackintosh?

Póstur af skarih »

En og aftur árétta ég þessa spurningu.,.,

Er einhver, eða þekkir einhver einhvern sem er að gera svona..
intel i7 2600k @ 3,9ghrz, 2TB WD, 8 GIG ram, 120GB Corsair Force SSD, BENQ 24"photo sense HD, Hanns G 22" [color=#FF0000]<3[/color]
Skjámynd

Eiiki
/dev/null
Póstar: 1403
Skráði sig: Þri 09. Nóv 2010 14:23
Staðsetning: 1101101
Staða: Ótengdur

Re: Er einhver sem tekur að sér uppsetningu á hackintosh?

Póstur af Eiiki »

Er það nokkuð stórmál að fikta sig áfram? Verður samt eiginlega að hafa aðra tölvu í gangi og vera á netinu á henni á meðan þú ert að setja hackintoshið upp :D
Asrock Z68 Pro3-M | i7 2600k | Intel 520 Series 120 GB | GTX 560-Ti | 8GB 1866Mhz | Home made Mahogany case |Custom Water Cooling
Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=47846
Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4264
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Staða: Ótengdur

Re: Er einhver sem tekur að sér uppsetningu á hackintosh?

Póstur af chaplin »

Ég gerði Hackingtosh með i3-540 ásamt öðrum búnaði, heppnaðist mjög vel og var mun léttar en ég hélt, ég tók þá strax eftir því að stór ástæða afhverju ég myndi fá mér Mac í stað þess að "hacka" stýrikerfið er skjárinn, maður getur auðvita notað góðan IPS skjá en verður samt aldrei sami fílingurinn.
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
Skjámynd

Höfundur
skarih
Nörd
Póstar: 149
Skráði sig: Mið 06. Apr 2011 21:42
Staða: Ótengdur

Re: Er einhver sem tekur að sér uppsetningu á hackintosh?

Póstur af skarih »

það er örugglega ekkert mál að fikra sig áfram í þessu ef maður hefur basic þekkingu á þessu umhverfi, ég hef hana ekki, tja eða ekki næginlega, ég nenni hreinlega ekki að sitja við Google í marga klukkutíma að leita að einhverju sem einhver veit kannski hvað er..

Frekar er ég tilbúinn að borga fyrir það, sem ég ætla að gera því ég fann einn sem er til í að gera þetta fyrir mig :)
intel i7 2600k @ 3,9ghrz, 2TB WD, 8 GIG ram, 120GB Corsair Force SSD, BENQ 24"photo sense HD, Hanns G 22" [color=#FF0000]<3[/color]

BlackX
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Lau 27. Ágú 2011 16:44
Staða: Ótengdur

Re: Er einhver sem tekur að sér uppsetningu á hackintosh?

Póstur af BlackX »

Hackintosh málið er ágætt að flestu leyti. Er búin að gera átta svona vélar mismunandi spekkar og útfærslur. Eru allar í pro vinnslu og reynast vel.
Lykilaðtriði að velja rétt hardware í verkefnið, svo þetta sé almennilegt.
Getur fengið upplýsingar og / eða aðstoð ef á þarf að halda :megasmile
B.

Holy Smoke
Nörd
Póstar: 109
Skráði sig: Þri 22. Jún 2004 19:34
Staða: Ótengdur

Re: Er einhver sem tekur að sér uppsetningu á hackintosh?

Póstur af Holy Smoke »

Ef þú hefur tækifæri til þá myndi ég amk reyna að fylgjast með uppsetningunni. Þú hreinlega þarft að kunna að troubleshoota hakkað stýrikerfið ef þú ætlar að nota þetta til langs tima. Fyrr eða síðar áttu eftir að keyra inn einhverja uppfærslu sem brýtur compatibility við uppsetninguna (ef hún yfirskrifar t.d. einhvern hakkaðan driver) og þá þarftu að kunna að laga það.

Ég mæli líka sterklega með því að þú haldir til bootable USB kubb með uppsetningardisknum og tilheyrandi driverum og bootloader. Það er í raun hundauðvelt að setja kerfið upp þegar þú veist hvaða driver componenta þú þarft. Ég er sjálfur búinn að fara úr Leopard í gegnum allar Snow Leopard uppfærslur og nú síðast í Lion án mikilla vandræða, en það er hins vegar allt sem þú lærir í byrjun sem skiptir máli.
Svara