ljósnet símanns?

Svara

Höfundur
Halldór
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 331
Skráði sig: Lau 30. Apr 2011 22:27
Staða: Ótengdur

ljósnet símanns?

Póstur af Halldór »

Hvað finnst ykkur um ljósnet símanns? Er það þess virði? Eru einhverjir gallar við það? Og bara hvað finnst ykkur bara almennt um það?
i7 2600k | Corsair H80 með 2x Gentle Typhoon AP-15 1850RPM | Gigabyte Z68X-UD7-B3 | G.Skill sniper 2x4GB @ 1600 MHz | Sapphire Radeon 6950 Flex edition | Corsair 750D | SSD: OCZ Vertex 3 MAX IOPS 120 GB| 1TB Seagate Barracuda | Corsair AX1200 | W7 x64
Skjámynd

halli7
Geek
Póstar: 823
Skráði sig: Fim 13. Jan 2011 01:04
Staðsetning: Grafarvogur
Staða: Ótengdur

Re: ljósnet símanns?

Póstur af halli7 »

það er vel þess virði en ljósleiðari er samt betri.

Þetta samt er margfalt betra en adsl.

og mín reynla er sú að það séu engir gallar.
Haf X- i7 2600k @ 4,4 ghz - Noctua NH-D14 - Asus p8p67pro - 2x4GB Kingston - Sapphire HD 6970 2GB - Corsair HX 850w - 120gb SSD

Gerbill
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 317
Skráði sig: Mán 22. Sep 2008 16:36
Staða: Ótengdur

Re: ljósnet símanns?

Póstur af Gerbill »

Hvernig virkar þetta ljósnet, þarf að vera ljósleiðaratengi í götunni?
Hvað þarf maður til að geta fengið það.
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: ljósnet símanns?

Póstur af Sallarólegur »

Gerbill skrifaði:Hvernig virkar þetta ljósnet, þarf að vera ljósleiðaratengi í götunni?
Hvað þarf maður til að geta fengið það.


Ef heimilið þitt var tengt breiðbandinu er það komið í þína götu, eða á leiðinni (RVK).
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller

blackanese
Græningi
Póstar: 48
Skráði sig: Fös 19. Ágú 2011 18:24
Staða: Ótengdur

Re: ljósnet símanns?

Póstur af blackanese »

búinn að vera með þetta í svona eitt ár, eina sem ég get samt slæmt um þetta er frekar slappur svartími,
eitthvað um 20ms á hop 1 sem er mun lakara heldur en ég fékk á adsl.
Pingið er svona almennt +10 miðað við adsl hjá símanum.
Skjámynd

ponzer
Kerfisstjóri
Póstar: 1268
Skráði sig: Þri 07. Sep 2004 18:18
Staðsetning: Router(config)#
Staða: Ótengdur

Re: ljósnet símanns?

Póstur af ponzer »

blackanese skrifaði:búinn að vera með þetta í svona eitt ár, eina sem ég get samt slæmt um þetta er frekar slappur svartími,
eitthvað um 20ms á hop 1 sem er mun lakara heldur en ég fékk á adsl.
Pingið er svona almennt +10 miðað við adsl hjá símanum.


Já hef tekið eftir þessu (er reyndar ekki með Ljósnetið), frekar skrítið :thumbsd
Specs: Tölva, skjár, lyklaborð, mús og internet.
Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: ljósnet símanns?

Póstur af intenz »

i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64

yumyum
Nýliði
Póstar: 24
Skráði sig: Sun 01. Mar 2009 01:40
Staða: Ótengdur

Re: ljósnet símanns?

Póstur af yumyum »

lelegt ping til margra staða í uk og í evropu(miðað við adsl hja vodafone og ljósleiðarann).

Annars er alveg tussufínn hraði á þessu á torrent og svona, ekkert hægt að kvarta i sambandi við það.

Útaf lelegu pingi m.a. á Íslenskum serverum í leikjum(alveg 10-15ms hærra en þegar eg var með adsl) og erlendum í mörgum af leikjunum sem eg spila. Þá er eg buinn að segja þessu upp og ljósleiðarinn á bara að detta inn á næstu dögum samkvæmt upplýsingum frá vodafone. Get ekki mælt með þessu ef þú spilar mikið af online leikjum(þar sem ping skiptir miklu máli).

Ef torrent og bara hangs á netinu er þinn tebolli og ekkert mikið að spila online, gæti eg alveg sagt að þetta er frábært net.

Jim
spjallið.is
Póstar: 494
Skráði sig: Mán 23. Ágú 2010 14:40
Staða: Ótengdur

Re: ljósnet símanns?

Póstur af Jim »

Afsakið fáfræði mína, en hver er munurinn á ljósleiðara og ljósaneti? Ég hélt að þetta væri sami hluturinn.
Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2179
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Staða: Ótengdur

Re: ljósnet símanns?

Póstur af kizi86 »

ljósnet, er byggt á ljósleiðara að götuskáp og svo kopar inn í hús í flestum tilfellum, þarft vdsl router, en ljósleiðarakerfi GR (gagnaveita reykjavíkur) er byggt á ljósleiðaraþráðum inn í hús, þar færðu endabúnað sem ljósþráðurinn er tengdur í og í þann búnað er routerinn (accesspoint) tengdur við..

ljósleiðari býður upp á 100mbit hraða í báðar áttir, en vdsl (ljósnetið) er með að mig minnir 40-50mbit niður og 20mbit upp..
AsRock TRX40 Taichi AMD Threadripper 3960X Asus GTX 980OC Strix 4GB G.Skill (4x8GB) Trident Neo 3600MHz DDR4 Western Digital RED 4TB stýrikerfi: 2x Corsair MP600 1TB raid0 50" Panasonic Plasma TV WD RED 4TB

wicket
FanBoy
Póstar: 722
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Staða: Ótengdur

Re: ljósnet símanns?

Póstur af wicket »

kizi86 skrifaði:ljósnet, er byggt á ljósleiðara að götuskáp og svo kopar inn í hús í flestum tilfellum, þarft vdsl router, en ljósleiðarakerfi GR (gagnaveita reykjavíkur) er byggt á ljósleiðaraþráðum inn í hús, þar færðu endabúnað sem ljósþráðurinn er tengdur í og í þann búnað er routerinn (accesspoint) tengdur við..

ljósleiðari býður upp á 100mbit hraða í báðar áttir, en vdsl (ljósnetið) er með að mig minnir 40-50mbit niður og 20mbit upp..


Ljósnetið býður upp á 100mbit líka niður og getur farið miklu miklu hærra en Síminn einhverra hluta vegna hefur fest þetta í 50mbit, væntanlega af því að það voru allir hinir að bjóða 50mbit þegar þeir fóru af stað. Uploadið er 25mbit en það er fast.

Annars er Ljósnetið samnefnari yfir ljósleiðaraþjónustur Símans. Ég t.d. er með VDSL2 en bróðir minn er með gpon frá Símanum sem er eins og kerfi gagnaveitunnar.

Ég er að spila BF2 og CS1.6 og get ekki kvartað neitt yfir pinginu, skil ekki kvart með það. Er hrikalega sáttur við þessa þjónustu þar sem að Gagnaveitan mun eflaust aldrei koma með ljósleiðarann sinn til mín. Og ekki skemmir fyrir að þetta er ódýrara en ADSL einhverra hluta vegna.

Jss
Fiktari
Póstar: 53
Skráði sig: Fim 07. Maí 2009 11:38
Staða: Ótengdur

Re: ljósnet símanns?

Póstur af Jss »

wicket skrifaði:
kizi86 skrifaði:ljósnet, er byggt á ljósleiðara að götuskáp og svo kopar inn í hús í flestum tilfellum, þarft vdsl router, en ljósleiðarakerfi GR (gagnaveita reykjavíkur) er byggt á ljósleiðaraþráðum inn í hús, þar færðu endabúnað sem ljósþráðurinn er tengdur í og í þann búnað er routerinn (accesspoint) tengdur við..

ljósleiðari býður upp á 100mbit hraða í báðar áttir, en vdsl (ljósnetið) er með að mig minnir 40-50mbit niður og 20mbit upp..


Ljósnetið býður upp á 100mbit líka niður og getur farið miklu miklu hærra en Síminn einhverra hluta vegna hefur fest þetta í 50mbit, væntanlega af því að það voru allir hinir að bjóða 50mbit þegar þeir fóru af stað. Uploadið er 25mbit en það er fast.

Annars er Ljósnetið samnefnari yfir ljósleiðaraþjónustur Símans. Ég t.d. er með VDSL2 en bróðir minn er með gpon frá Símanum sem er eins og kerfi gagnaveitunnar.

Ég er að spila BF2 og CS1.6 og get ekki kvartað neitt yfir pinginu, skil ekki kvart með það. Er hrikalega sáttur við þessa þjónustu þar sem að Gagnaveitan mun eflaust aldrei koma með ljósleiðarann sinn til mín. Og ekki skemmir fyrir að þetta er ódýrara en ADSL einhverra hluta vegna.


Ég tek eftir að hérna er verið að blanda nokkrum hlutum saman.

Það kann að hljóma furðulega að Síminn segi Ljósnetið vera samnefnari fyrir Ljósleiðaraþjónustur sínar. Langflestum þeirra sem stendur Ljósnet til boða nýta VDSL2 tækni þ.e. ljósleiðara í götuskáp en heimtaugin er alltaf kopar. VDSL2 er bara ný útgáfa af DSL tækni og ef það er ljósleiðarakerfi þá má allt eins kalla ADSL ljósleiðarakerfi. Flöskuhálsinn í VDSL kerfi (eins og í ADSL kerfi) er ávallt koparheimtaugin og það fer eftir vegalengdinni frá götuskáp inn í heimili hvert upload og download eru. Fullyrðingar um 100 mbit download og fast 25mbit upload eru því rangar. Besta dæmið um þetta eru auglýsingar Símans eru alltaf með fyrirvara um að með Ljósneti bjóðast „allt að“ 50 mbit download og 25 upload“. Það er einfaldlega vegna þess að í flestum tilfellum geta þeir ekki staðið við 50 mbit niður og 25 upp.

GR leggur ljósleiðaranet til heimila með „point2point“ aðferðarfræði. Það er önnur aðferðarfræði en GPON (sem er eina „ljósleiðaraþjónusta“ Símans) sem gengur út á að samnýta ljósleiðara í grunnnetinu. Point2point gengur út á að hvert heimili er með sérstaka ljósleiðaraþræði alveg inn í tengipunkt (sviss). Point2point er kerfi sem skalast betur og á auðveldara með að mæta væntri eftirspurn eftir bandvídd en Gpon.

Kv.
Jóhann
Starfsmaður Gagnaveitu Reykjavíkur
Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2010
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Staða: Ótengdur

Re: ljósnet símanns?

Póstur af tdog »

Jss skrifaði:GR leggur ljósleiðaranet til heimila með „point2point“ aðferðarfræði. Það er önnur aðferðarfræði en GPON (sem er eina „ljósleiðaraþjónusta“ Símans) sem gengur út á að samnýta ljósleiðara í grunnnetinu. Point2point gengur út á að hvert heimili er með sérstaka ljósleiðaraþræði alveg inn í tengipunkt (sviss). Point2point er kerfi sem skalast betur og á auðveldara með að mæta væntri eftirspurn eftir bandvídd en Gpon.

Kv.
Jóhann
Starfsmaður Gagnaveitu Reykjavíkur


Mættir alveg bæta því við að Po2Po er muuun dýrari aðferð en G.PON.

Og mátt líka alveg bæta því við að OR má ekki við frekari bruðli...
MacBook Pro, Late 2011. 2.2 Ghz i7, 8GB 1333Mhz
rafvirki/hljóðmaður/IP-gúrú

Blackened
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
Staðsetning: Babýlon norðursins
Staða: Ótengdur

Re: ljósnet símanns?

Póstur af Blackened »

tdog skrifaði:
Og mátt líka alveg bæta því við að OR má ekki við frekari bruðli...


OR og GR ekki sama fyrirtækið? eða er ég að misskilja?
Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2010
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Staða: Ótengdur

Re: ljósnet símanns?

Póstur af tdog »

OR á GR.
MacBook Pro, Late 2011. 2.2 Ghz i7, 8GB 1333Mhz
rafvirki/hljóðmaður/IP-gúrú
Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 623
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: ljósnet símanns?

Póstur af natti »

Jss skrifaði:VDSL2 er bara ný útgáfa af DSL tækni og ef það er ljósleiðarakerfi þá má allt eins kalla ADSL ljósleiðarakerfi. Flöskuhálsinn í VDSL kerfi (eins og í ADSL kerfi) er ávallt koparheimtaugin og það fer eftir vegalengdinni frá götuskáp inn í heimili hvert upload og download eru.




Það er nú töluverður munur á því hvort að þú ert að keyra DSL tæknina nokkur hundruð metra (VDSL yfir í götuskáp) eða yfir kílómeter (ADSL yfir í símstöð).
Flöskuhálsinn er nefninlega ekki bara koparinn frá götuskáp og inn á heimilið. Sum heimili eru þannig staðsett að lengdin frá viðkomandi heimili og í næstu símstöð (kopar-lagnalegaséð) er gífurlega löng, og ADSL nánast ónothæft á þeim heimilum.
Koparinn frá götuskáp fyrir það hverfi og inn í íbúðirnar eru hinsvegar nægilega góðar til að keyra VDSL, og hvaða markaðsnafni sem að Síminn ákveðnur að nefna þetta, þá taka heimili í þessum hverfum opnum örmum við ljósneti Símans (eða hverju sem er til að losna við ADSL).
Þannig að flöskuhálsinn er ekki "ávallt" koparinn frá götuskáp og inn á heimili.


Jss skrifaði:
GR leggur ljósleiðaranet til heimila með „point2point“ aðferðarfræði. Það er önnur aðferðarfræði en GPON (sem er eina „ljósleiðaraþjónusta“ Símans) sem gengur út á að samnýta ljósleiðara í grunnnetinu. Point2point gengur út á að hvert heimili er með sérstaka ljósleiðaraþræði alveg inn í tengipunkt (sviss). Point2point er kerfi sem skalast betur og á auðveldara með að mæta væntri eftirspurn eftir bandvídd en Gpon.

Kv.
Jóhann
Starfsmaður Gagnaveitu Reykjavíkur


Það er nú samt enginn gífurlegur stigsmunur á ykkur og Símanum hvað þetta varðar annað en að Síminn notar kopar hluta af leiðinni.
Ljósnets-notandi Símans notar sinn kopar út í götuskáp, og þar er tengt inn á ljósleiðarakerfi Símans sem að er "samnýtt".
Ljósleiðara-notandi er með ljóstengingu út í rafmagnsskáp hverfisins og tengist þar inn á sviss, sem að tengist inn á ljóskerfi sem að er "samnýttur" með nærliggjandi hverfum eða bæjarhluta.

Bæði kerfin hafa sína kosti og galla.

blackanesi skrifaði:eitthvað um 20ms á hop 1 sem er mun lakara heldur en ég fékk á adsl.

Veðja á: http://www.google.is/#hl=en&q=vdsl+interleave


Sbr 11. gr, þá skal það tekið fram að ég er starfsmaður dótturfyrirtæki Símans, en kem hvergi nálægt þessum kerfum (öðruvísi en að vera notandi) né hef einhverra hagsmuna að gæta í þessari umræðu.
Mkay.

wicket
FanBoy
Póstar: 722
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Staða: Ótengdur

Re: ljósnet símanns?

Póstur af wicket »

Kæri starfsmaður Gagnaveitu Reykjavíkur.

VDSL2 er vissulega ljósleiðaratækni. Þegar talað er um Fiber tengingar er þeim skipt niður í nokkra flokka. Fiber to the home, fiber to the basement/building og fiber to the curb. ADSL er ekki hægt að kalla ljósleiðaratækni enda ekki ljósleiðari sem að snertir notandann frá tengipunkti, þetta áttu að vita og ert að reyna einhverja smjörklípu aðferð við samkeppnisaðila þinn. Það er ljótt og ekki fallega gert.

VDSL2 sem Síminn og reyndar fleiri ISPar bjóða upp á byggist á þessu Fiber to the curb concepti. Standardinn fyrir ljósleiðaratengingar flokkar þetta svona niður og þá er það þannig. Gponið þeirra er svo Fiber to the home. Þetta ættir þú að vita enda kærði vinnuveitandi þinn Símann fyrir að kalla þetta Ljósnet, máli sem þið töpuðuð enda úrskurðað að vissulega væru þetta ljósleiðaratengingar. Meira um það mál hér : http://www.neytendastofa.is/Pages/13?NewsID=1335

Mér finnst afskaplega ófaglegt og í raun bara afskaplega glatað af þér, starfsmanni Gagnaveitu Reykjavíkur að koma hér inn á opinn vef og tjá þig um þessi mál til þess eins að tala niður samkeppnina. Frábært ef þú kemur með góð innlegg í umræðuna, svarar fyrirspurnum um ykkar þjónustu en í guðanna bænum ekki tala niður aðra. Þú veist alveg að slíkt eiga menn ekki að gera.

Tek fram að ég er ekki og hef ekki verið starfsmaður Símans eða dótturfyrirtækja. Þekki þessi mál ágætlega starfs mín vegna og vildi þess vegna leggja orð í belg.
Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: ljósnet símanns?

Póstur af intenz »

Mynd
i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64

einarth
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 343
Skráði sig: Þri 26. Okt 2010 15:01
Staða: Ótengdur

Re: ljósnet símanns?

Póstur af einarth »

Kæri "wicket"

Maður getur varla orða bundist yfir þessum reiðilestri þínum - og rangfærslum sem þarfnast leiðréttinga.
Tek það þó strax fram að ég er einnig starfsmaður GR - en skrifa þessa færslu í eigin nafni.

wicket skrifaði:VDSL2 er vissulega ljósleiðaratækni. Þegar talað er um Fiber tengingar er þeim skipt niður í nokkra flokka. Fiber to the home, fiber to the basement/building og fiber to the curb. ADSL er ekki hægt að kalla ljósleiðaratækni enda ekki ljósleiðari sem að snertir notandann frá tengipunkti, þetta áttu að vita og ert að reyna einhverja smjörklípu aðferð við samkeppnisaðila þinn. Það er ljótt og ekki fallega gert.


Ég verð að viðurkenna að ég skil enganvegin hvað þú ert að segja hérna.
Í ADSL liggur kopar heimtaug frá heimili inní símstöð þar sem hún endar í dslam - dslam er svo tengdur með ljósleiðara við restina af netkerfinu.
Í VDSL2 liggur koparheimtaug frá heimili í götukassa sem inniheldur dslam - dslam er svo tengdur með ljósleiðara við restina af netkerfinu.

Munurinn er vegalengdin á þessum kopar sem er mun styttri í VDSL2 - sem eins og Natti réttilega benti á skiptir öllu máli þegar um DSL tækni er að ræða. VDSL2 er ekkert meiri ljósleiðaratækni en annað DSL.


wicket skrifaði:VDSL2 sem Síminn og reyndar fleiri ISPar bjóða upp á byggist á þessu Fiber to the curb concepti. Standardinn fyrir ljósleiðaratengingar flokkar þetta svona niður og þá er það þannig. Gponið þeirra er svo Fiber to the home. Þetta ættir þú að vita enda kærði vinnuveitandi þinn Símann fyrir að kalla þetta Ljósnet, máli sem þið töpuðuð enda úrskurðað að vissulega væru þetta ljósleiðaratengingar. Meira um það mál hér : http://www.neytendastofa.is/Pages/13?NewsID=1335


Þeir sem lesa þennan úrskurð NS sjá að úrskurðað var að Síminn mætti kalla þetta ljósnet afþví að meiri hluti leiðarinnar er ljósleiðari. Ekki afþví VDSL2 sé ljósleiðaratækni. FTTX skilgreiningarnar eiga bara við þann hluta kerfisins sem er ljósleiðari. Þær skipta sér ekki af því hvað er svo tengt í framhaldinu.

wicket skrifaði:Mér finnst afskaplega ófaglegt og í raun bara afskaplega glatað af þér, starfsmanni Gagnaveitu Reykjavíkur að koma hér inn á opinn vef og tjá þig um þessi mál til þess eins að tala niður samkeppnina. Frábært ef þú kemur með góð innlegg í umræðuna, svarar fyrirspurnum um ykkar þjónustu en í guðanna bænum ekki tala niður aðra. Þú veist alveg að slíkt eiga menn ekki að gera.


Það er jákvætt þegar þjónustufyrirtæki taka þátt í umræðunni á netinu og bjóða jafnvel fram aðstoð á þeim vettvangi. Starfsmönnum þeirra hlýtur þó að vera frjálst að tjá sína skoðun á málunum án þess að þeir séu að rita í nafni vinnuveitanda síns. Reglur þessa spjallborðs krefjast þess þó að slík tengsl séu sjáanleg og það er ágætt.

Ég ætla allavegana ekki að liggja á minni skoðun bara afþví ég tengist fyrirtæki sem um er rætt. Ef menn telja að það sem ég er að segja sé ósatt er mjög auðvelt að finna þessar upplýsingar á netinu.

wicket skrifaði:Tek fram að ég er ekki og hef ekki verið starfsmaður Símans eða dótturfyrirtækja. Þekki þessi mál ágætlega starfs mín vegna og vildi þess vegna leggja orð í belg.


Að lokum langar mig að segja að VDSL2 er fín tækni. Hún gerir heimilum sem áður höfðu aðeins möguleika á ADSL kleift að fá fínan hraða á tengingum við netið og er mjög fín viðbót við framboðið af internet tengingum. Það þarf ekkert að kalla hana ljósleiðaratækni til að hún sé flott. Það að ná svona mikið meiri hraða yfir gömlu símalínurnar er bara mjög töff og ef ég hefði ekki kost á ljósleiðara væri ég tengdur á VDSL2.

Kv, Einar.
Starfsmaður Gagnaveitu Reykjavíkur.

Jss
Fiktari
Póstar: 53
Skráði sig: Fim 07. Maí 2009 11:38
Staða: Ótengdur

Re: ljósnet símanns?

Póstur af Jss »

@wicket
Í þræðinum kom fram sá skilningur lesanda að enginn munur væri á Ljósneti og Ljósleiðara GR. Iðulega koma upp dæmi um það að viðskiptavinir segja frá fullyrðingum Símans í þá veru. Þeir sem til þekkja vita að þarna á milli er mikill munur og var ég einfaldlega að benda á það.

@tdog
Greinendur og hagsmunaaðilar í bransanum hafa skoðað þetta ítrekað og er það almennt niðurstaðan að GPON henti frekar þeim fyrirtækjum sem hafa verið í lengri tíma rekstri á fjarskiptainnviðum og geta byggt á fyrirliggjandi innviðum. Þetta á við um gömlu ríkis telco-ana. Hinsvegar er það almennt talið hentugra og arðsamara til framtíðar að byggja P2P net sé verið að leggja netið frá grunni eins og við á með Ljósleiðara GR. FTTH Council birtir reglulega greiningar og kynningar á cost-benefit samanburði á þessum 2 leiðum. Þar hefur komið fram að P2P sé 3-5% dýrari í fjárfestingu. Hinsvegar sé rekstarkostnaður lægri í P2P sem vinnur upp mismuninn á skömmum tíma. Enda erum við hjá GR mjög ánægðir að hafa valið P2P.

Varðandi fullyrðingar um bruðl þá vil ég benda á að GR er sjálfstætt félag. GR fjármagnar sig sjálft á fjármagnsmarkaði og hefur gert það um skeið í ljósi þess að lánveitendur telja fjárfestingar félagsins arðsamar og rekstur félagsins traustan.

Kv.
Jóhann
Starfsmaður Gagnaveitu Reykjavíkur

Cikster
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 383
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 13:02
Staða: Ótengdur

Re: ljósnet símanns?

Póstur af Cikster »

Jss skrifaði:@wicket
Varðandi fullyrðingar um bruðl þá vil ég benda á að GR er sjálfstætt félag. GR fjármagnar sig sjálft á fjármagnsmarkaði og hefur gert það um skeið í ljósi þess að lánveitendur telja fjárfestingar félagsins arðsamar og rekstur félagsins traustan.


Svona í tilefni þess að þetta er svona "sjálfstætt félag" þá ákvað ég að grafa upp 2 staðreyndir

http://www.visir.is/gagnrynir-lanveitin ... 1110818913

Sem kemur fram að GR skuldar OR 5-6 milljarða og er jafnvel ekki að borga af því þessa dagana.

http://feeds.mbl.is/frettir/innlent/201 ... kad_um_90/

Þar sem kemur fram að OR fær lán frá Reykjavíkurborg upp á 7.4 milljarða á þessu ári.

Ástæðan fyrir þessu láni sem OR fékk frá Reykjavíkurborg er örugglega ekki að OR sé að fá svona rosalega góðan díl hjá fjármálastofnunum. Þessir 5-6 milljarðar sem GR skuldar OR hefði nú örugglega ekki verið fengið að láni ef fjármálastofnanir væri að gefa þeim betri díl.

Þannig að niðurstaðan er að... ?

sigurfr
Græningi
Póstar: 46
Skráði sig: Sun 13. Mar 2011 23:41
Staða: Ótengdur

Re: ljósnet símanns?

Póstur af sigurfr »

Cikster skrifaði:
Jss skrifaði:@wicket
Varðandi fullyrðingar um bruðl þá vil ég benda á að GR er sjálfstætt félag. GR fjármagnar sig sjálft á fjármagnsmarkaði og hefur gert það um skeið í ljósi þess að lánveitendur telja fjárfestingar félagsins arðsamar og rekstur félagsins traustan.


Svona í tilefni þess að þetta er svona "sjálfstætt félag" þá ákvað ég að grafa upp 2 staðreyndir

http://www.visir.is/gagnrynir-lanveitin ... 1110818913

Sem kemur fram að GR skuldar OR 5-6 milljarða og er jafnvel ekki að borga af því þessa dagana.

http://feeds.mbl.is/frettir/innlent/201 ... kad_um_90/

Þar sem kemur fram að OR fær lán frá Reykjavíkurborg upp á 7.4 milljarða á þessu ári.

Ástæðan fyrir þessu láni sem OR fékk frá Reykjavíkurborg er örugglega ekki að OR sé að fá svona rosalega góðan díl hjá fjármálastofnunum. Þessir 5-6 milljarðar sem GR skuldar OR hefði nú örugglega ekki verið fengið að láni ef fjármálastofnanir væri að gefa þeim betri díl.

Þannig að niðurstaðan er að... ?


Síðast liðin ár hefur Gagnaveitan fengið lán á hefðbundnum lánamarkaði, meðan erfiðara er fyrir Orkuveituna að fá lán enda fjárhagsstaða OR erfið í dag. Þannig ætti það að segja eitthvað um tiltrú lánveitanda á áætlanir GR um ljósleiðaravæðingu heimilanna og að fjárhagurinn lítur vel út.

Ég er hissa á að Kjartan Magnússon sem er Sjálfstæðismaður skuli gagnrýna að verið sé að fjárfesta í verklegum framkvæmdum sem:
1. Lánveitendur eru tilbúnir að fjárfesta í.
2. Skapar mörg störf á meðan framkvæmdin á sér stað, ekki er vanþörf á í dag.
3. Mun skilja eftir sig fullkomnasta fjarskiptakerfi sem völ er á í fyrirsjáanlegri framtíð og mun ná til u.þ.b. helming allra heimila á landinu.

Oftast heyrir maður Sjálfstæðismenn gagnrýni núverandi yfirvöld fyrir að ekki „koma hjólum atvinnulífsins af stað“ með fjárfestingum í mannvirkjagerð.

En ég skil ekki hvað þú átt við með seinni linkinum og textanum sem fylgir í kjölfarið. En ef þú ert að ýja að því að OR hefði ekki þurft að fá 7,4 milljarða lán frá RVK ef OR hefði aldrei farið af stað með ljósleiðaravæðinguna, þá er það rangt. Því einn af liðunum til að koma OR í gegnum þessa tímabundnu erfiðleika er einmitt að selja GR.

Kveðja Sigurður
Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2010
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Staða: Ótengdur

Re: ljósnet símanns?

Póstur af tdog »

Ég er á því að Míla verði aðskilin Skiptum og Míla og GR verði sameinuð. "Míla" ætti þannig séð að vera eign Ríkisins finnst mér.
MacBook Pro, Late 2011. 2.2 Ghz i7, 8GB 1333Mhz
rafvirki/hljóðmaður/IP-gúrú
Svara