Loksins sæmilegur Celeron

Svara

Höfundur
wICE_man
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Loksins sæmilegur Celeron

Póstur af wICE_man »

Jæja, þá hefur Intel loksins bætt sig í ódýru deildinni og eru nú að koma út með endurbættan Celeron byggðan á prescott kjarnanum.

Þeir sem hafa fylgst með hafa kanski séð að Prescott kjarninn afkastar síður en svo meiru en Northwood svo í hverju eru endurbæturnar fólgnar?

Til að byrja með hafa Intel menn aukið L2 skyndiminnið frá 128KB upp í 256KB sem er algjört lágmark fyrir forrit í dag, gamli Celeron gjörvinn var alltaf að skíta á sig vegna þess að þegar BPið (branch prediction) klikkaði þá voru miklar líkur á "L2 cache miss", þ.e. örgjörvinn þarf skyndilega upplýsingar sem er ekki að finna í skyndiminni. Intel gjörvar hafa langan biðtíma fyrir gögn í minni (vel yfir 100ns) og hann eykst til muna fyrir gjörva á 400MHz gagnabraut (150-200ns). Mönnum kann að finnast þetta lítill tími en þegar slíkt gerist á 100-200ns fresti (ekki óalgengt í örgjörva sem gerir 2-3 aðgerðir á ns) þá getur forritsbútur tekið 2-3svar sinnum lengri tíma að keyrast en ella.

Til að bæta um betur hefur gagnabrautinni verið hraðað og gengur nú á 533MHz, þetta lækkar tímann sem tekur að ná í gögn í minni og stittir biðtímann eitthvað.

Útkoman er örgjörvi sem getur hugsanlega keppt við gömlu AthlonXP gjörvana í ódýru deildinni, 2.4GHz (prescott) Celeron hefur sennilega svipaða afkastagetu og XP2200+ eða XP2400+ yfir heildina litið og mun sennilega yfirklukkast mjög vel. Áætlað verð verður í kringum 70 evrur þ.e. ca. 10þús komnir upp á klakann.

Fyrir þá sem kunna frönsku, aðrir verða að nota bablefish:

http://www.x86-secret.com/popups/articl ... php?id=101

Höfundur
wICE_man
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af wICE_man »

Láðist að nefna að hann kemur ekki á markað fyrr en í sumar og þá lægst sem 2.53GHz týpa, áætlað verð á þeim er semsagt 70 evrur.
Skjámynd

Nemesis
Ofur-Nörd
Póstar: 297
Skráði sig: Mið 29. Okt 2003 01:46
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af Nemesis »

Góður póstur, gaman að lesa rjómann af vélbúnaðarfréttum á íslensku hérna á vaktinni :).

Annars kostar Athlon XP 2500+ 7.750 kr. í dag, hann verður þá líklega jafnvel enn ódýrari í sumar, þannig að mér sýnist AMD vera vænlegri í ódýrari hluta örgjörvamarkaðarins þrátt fyrir þetta útspil Intel.

Höfundur
wICE_man
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af wICE_man »

Já, það mun víst seint breytast, ekki það að Intel gætu hæglega lækkað verðin á Celeron línunni enn meir, sérstaklega þessum nýju enda kjarnarnir pínulittlir á 90nm process. Þeir munu samt sennilega ekki gera það.

Hlynzi
FanBoy
Póstar: 767
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Póstur af Hlynzi »

Haldiði ekki miðað við fyrri Prescott að þetta verði GrillMcGrill.
Hlynur
Svara