Aflgjafi

Svara
Skjámynd

Höfundur
MJJ
Ofur-Nörd
Póstar: 278
Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 18:20
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Aflgjafi

Póstur af MJJ »

Daginn,

Ég þarf að fjárfesta í PSU ég reiknaði út hvað ég þarf stórt að komst að raunum um að ég þarf 455w en er að nota 360w supply eins og er.
Svo að ég fór að skoða EBAY og fann þetta hér http://cgi.ebay.com/ws/eBayISAPI.dll?Vi ... gory=42021

Haldið þið að þetta sé eitthvað drasl eða hvað, þessum sölumanni er þó treystandi miðað við merkingar á honum á EBAY, hvað haldið þið endilega látið mig vita ef þið sjáið gott PSU á netinu á lítinn pening helst um 5000kr. [/url]
Intel P4 HT 2.6 @ 2.61, DFI Lanparty 875P, 512 DDR, GFx 5200 Ultra
Skjámynd

skipio
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Þri 02. Sep 2003 14:52
Staða: Ótengdur

Póstur af skipio »

Drasl!

En í sambandi við rafmagnsnotkun að þá er það kolröng hugsun að taka saman mestu rafmagnsnotkun á örranum, mestu rafmagnsnotkun á skjákortinu, mestu rafmagnsnotkun á hörðu diskunum o.s.frv. og halda því fram að uppgefinn vattatala á aflgjafanum megi ekki vera minni. Það er nefnilega svo að allir aflgjafar ráða við að senda frá sér mjög mikinn straum ef það er í mjög stuttan tíma og það kemur aldrei til þess að allir hlutirnir í tölvunni séu í hámarksnoktun samtímis nema í afar stuttan tíma.

Ég get lofað þér því að 360W aflgjafi er alvg nóg nema þú sért með mjög sérhæfðar þarfir eða ef aflgjafinn er mjög lélegur.

Annars er það með vattatölur á aflgjöfum eins og er með magnara að það skal taka þeim með góðum fyrirvara því framleiðendur eiga það til að ýkja mjög eða þá mæla aflið á afar "sérstakan" hátt. T.a.m. er það svo með magnara að margir framleiðendur gefa upp "peak" vattatöluna, þ.e. hve mikið afl hann getur gefið í augnablik. Virtir framleiðendur notast hinsvegar við hversu mikið afl magnarinn getur gefið frá sér í lengri tíma. Þannig koma þessar tölur að litlu gagni því góður 30W magnari getur verið margfalt öflugri og betri en lélegur 400W magnari. Þetta er svipað með aflgjafa; ég myndi t.a.m. miklu frekar hafa 300W Fortran eða Antec aflgjafa í tölvunni minni heldur en 600W noname aflgafa.
Last edited by skipio on Mið 07. Apr 2004 13:33, edited 1 time in total.
Skjámynd

Höfundur
MJJ
Ofur-Nörd
Póstar: 278
Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 18:20
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Póstur af MJJ »

þú ert semsagt að segja að það sé betra að halda 360w Chieftec ubersilent elskunni minni.
En ég ætla að spyrja Rafeindatækni kennaran minn útí þetta og fá hann til að reikna þetta út með mér
Intel P4 HT 2.6 @ 2.61, DFI Lanparty 875P, 512 DDR, GFx 5200 Ultra

Zaphod
Gúrú
Póstar: 562
Skráði sig: Sun 06. Apr 2003 17:13
Staðsetning: Omaha Beach
Staða: Ótengdur

Póstur af Zaphod »

En í sambandi við rafmagnsnotkun að þá er það kolröng hugsun að taka saman mestu rafmagnsnotkun á örranum, mestu rafmagnsnotkun á skjákortinu, mestu rafmagnsnotkun á hörðu diskunum o.s.frv. og halda því fram að uppgefinn vattatala á aflgjafanum megi ekki vera minni. Það er nefnilega svo að allir aflgjafar ráða við að senda frá sér mjög mikinn straum ef það er í mjög stuttan tíma og það kemur aldrei til þess að allir hlutirnir í tölvunni séu í hámarksnoktun samtímis nema í afar stuttan tíma.

Orð í tíma töluð . Það er búið að sannfæra alltof marga um það að tölvur virki ekkert án þess að vera með úber silver gold 600 w dual fan PSU .....

300 w er bara mjög passlegt í flestar tölvur (nema eitthvað meiriháttar rig) . Ég er einmitt með 300 w fortran sem virkar allavega vel hjá mér.
"You can fool some of the people all of the time, and all of the people some of the time, but you can not fool all of the people all of the time."
Skjámynd

Höfundur
MJJ
Ofur-Nörd
Póstar: 278
Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 18:20
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Póstur af MJJ »

Ég veit reyndar ekkert hvort ég þurfi svona stórt, ég er með 4 hdd, p4, móðurborð, GeforceFX, DVDRW, CDRW, TVKORT, AUGIGY2, Viftustýringu +5 viftur og eitt skítið ljós
Intel P4 HT 2.6 @ 2.61, DFI Lanparty 875P, 512 DDR, GFx 5200 Ultra
Skjámynd

skipio
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Þri 02. Sep 2003 14:52
Staða: Ótengdur

Póstur af skipio »

MJJ skrifaði:þú ert semsagt að segja að það sé betra að halda 360w Chieftec ubersilent elskunni minni.
Miklu betra - if it ain't broke, don't fix it!

pyro
Ofur-Nörd
Póstar: 204
Skráði sig: Fim 26. Feb 2004 10:04
Staðsetning: RtotheVtotheK
Staða: Ótengdur

Póstur af pyro »

hvernig eru 400w q-tec gulllitaðir að standa sig.. veit það einhver?
AMD XP2500+@2.1Ghz, Abit AN7 , 512mb PC2100@264mhz, GF4 Ti4200 128mb@275/550 AGPx8
Svara