Furðulegt vandamál, tölva frýs reglulega í mjög stuttan tíma

Skjámynd

Höfundur
FriðrikH
Geek
Póstar: 891
Skráði sig: Lau 22. Sep 2007 20:25
Staða: Ótengdur

Re: Furðulegt vandamál, tölva frýs reglulega í mjög stuttan tíma

Póstur af FriðrikH »

Jæja, nú lenti ég aftur í þessu,

Tók þetta skjáskot af task managernum, ég var búinn að láta tölvuna bara standa, þ.e.a.s. línuritið sýnir bara alveg idle tíma, ég var semsagt ekki að opna né loka neinu eða gera nokkurn skapaðan hlut á þeim tíma sem þetta línurit varð til:
Mynd

tók svo þetta skjáskot af network activity
Mynd
Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2010
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Staða: Ótengdur

Re: Furðulegt vandamál, tölva frýs reglulega í mjög stuttan tíma

Póstur af tdog »

Ég myndi ekki hika við að afrita diskinn eins fljótt og auðið er. Þú tryggir ekki eftir á
MacBook Pro, Late 2011. 2.2 Ghz i7, 8GB 1333Mhz
rafvirki/hljóðmaður/IP-gúrú
Skjámynd

Höfundur
FriðrikH
Geek
Póstar: 891
Skráði sig: Lau 22. Sep 2007 20:25
Staða: Ótengdur

Re: Furðulegt vandamál, tölva frýs reglulega í mjög stuttan tíma

Póstur af FriðrikH »

Ég er ekki með neitt heilagt á stýrikerfisdisknum, öll mikilvæg gögn eru á örðum diski, ég verð allavega duglegur við að halda því þannig þangað til ég finn út úr þessu.
En er þetta að benda til þess að diskurinn sé eitthvað að gefast upp?
Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2010
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Staða: Ótengdur

Re: Furðulegt vandamál, tölva frýs reglulega í mjög stuttan tíma

Póstur af tdog »

Svo sem ekki, gæti verið eitthvað leiðinda forrit hjá þér að teppa vinnsluna í þessa einu sekúndu...
MacBook Pro, Late 2011. 2.2 Ghz i7, 8GB 1333Mhz
rafvirki/hljóðmaður/IP-gúrú
Skjámynd

mundivalur
Vaktari
Póstar: 2324
Skráði sig: Fim 02. Apr 2009 13:16
Staðsetning: South side
Staða: Ótengdur

Re: Furðulegt vandamál, tölva frýs reglulega í mjög stuttan tíma

Póstur af mundivalur »

Ertu með win7,ertu búinn að breyta í power settings ss. velja high performance annars er tölvan alltaf að slökkva á hdd á 20mín fresti,bara hugmynd :idea:
Skjámynd

Höfundur
FriðrikH
Geek
Póstar: 891
Skráði sig: Lau 22. Sep 2007 20:25
Staða: Ótengdur

Re: Furðulegt vandamál, tölva frýs reglulega í mjög stuttan tíma

Póstur af FriðrikH »

Tékka kannski á því, en í síðustu 2-3 skipti sem þetta hefur gerst þá hefur þetta gerst nánast strax eftir að ég hef kveikt á henni.
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Furðulegt vandamál, tölva frýs reglulega í mjög stuttan tíma

Póstur af Daz »

Hefði verið áhugavert að sjá Disk activity skjámynd líka.
Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3065
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Staða: Ótengdur

Re: Furðulegt vandamál, tölva frýs reglulega í mjög stuttan tíma

Póstur af beatmaster »

Hefurðu prufað að taka eitthvað IDE tengt úr sambandi (ef að þú ert með eitthvað IDE tengt) og keyra vélina þannig

Ég átti fartölvu sem að lét nákvæmlega svona ef að Optical drifið var tengt en ekki ef að ég tók það úr, IDE getur valdið verulegum vandræðum ef að það er ekki í góðu lagi

Þú tapar allavega ekki á að prufa það :)
Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.
Skjámynd

Höfundur
FriðrikH
Geek
Póstar: 891
Skráði sig: Lau 22. Sep 2007 20:25
Staða: Ótengdur

Re: Furðulegt vandamál, tölva frýs reglulega í mjög stuttan tíma

Póstur af FriðrikH »

beatmaster skrifaði:Hefurðu prufað að taka eitthvað IDE tengt úr sambandi (ef að þú ert með eitthvað IDE tengt) og keyra vélina þannig

Ég átti fartölvu sem að lét nákvæmlega svona ef að Optical drifið var tengt en ekki ef að ég tók það úr, IDE getur valdið verulegum vandræðum ef að það er ekki í góðu lagi

Þú tapar allavega ekki á að prufa það :)
Ég prófaði á sínum tíma að aftengja geisladrifið, það virkaði því miður ekki, það er held ég það eina sem er IDE tengt hjá mér.
Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1726
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Furðulegt vandamál, tölva frýs reglulega í mjög stuttan tíma

Póstur af Danni V8 »

Ég lenti í svipuðu vandamáli einusinni á gömlu tölvunni minni. Byrjaði með svona hangsi í nokrar sek, síðan fór músin sjálf að stoppa líka, síðan fór þetta að gerast oftar og oftar og á endanum þá gerðist þetta einusinni eftir restart og síðan datt einn harði diskurinn út úr listanum þegar tölvan tók við sér aftur! Kom alltaf aftur inn eftir að hafa haft slökkt á tölvunni í nokkrar mínútur en síðan gerðist þetta aftur.

Þá tók ég diskinn sem hvarf úr tölvunni og setti í flakkarabox til að tengja við fartölvuna sem var þá með nóg laust pláss og fara í backup, nema hvað að diskurinn kláraði að færa öll 230gb yfir og virkaði við fartölvuna alveg eins lengi og ég nennti að hafa kveikt á honum.

Svo ég útskýrði þetta vandamál á einu erlendu spjallborði og þar var með bent á að skipta út SATA snúrunni. Ég reyndar átti ekki auka SATA snúru en prófaði að svissa henni á milli diska, ss. setti "ónýta" diskinn aftur í tölvuna og tengdi sata snúruna sem var í honum við annan disk og viti menn, vandamálið var enn til staðar en í staðinn var það annar diskur sem datt út.

Svo ég fór í Tölvulistann og keypti nýjan Sata kapal og tölvan var til friðs síðan og harði diskurinn er ennþá í notkun í dag.

Mæli með að þú að minnsta kosti prófir þetta ef þú hefur tök á, áður en þú ferð að splæsa í annan harðan disk.

En taktu samt backup af disknum ef svo vill til að þetta er hann sem er að klikka
Mynd
Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x
Skjámynd

Höfundur
FriðrikH
Geek
Póstar: 891
Skráði sig: Lau 22. Sep 2007 20:25
Staða: Ótengdur

Re: Furðulegt vandamál, tölva frýs reglulega í mjög stuttan tíma

Póstur af FriðrikH »

Danni V8 skrifaði:Ég lenti í svipuðu vandamáli einusinni á gömlu tölvunni minni. Byrjaði með svona hangsi í nokrar sek, síðan fór músin sjálf að stoppa líka, síðan fór þetta að gerast oftar og oftar og á endanum þá gerðist þetta einusinni eftir restart og síðan datt einn harði diskurinn út úr listanum þegar tölvan tók við sér aftur! Kom alltaf aftur inn eftir að hafa haft slökkt á tölvunni í nokkrar mínútur en síðan gerðist þetta aftur.

Þá tók ég diskinn sem hvarf úr tölvunni og setti í flakkarabox til að tengja við fartölvuna sem var þá með nóg laust pláss og fara í backup, nema hvað að diskurinn kláraði að færa öll 230gb yfir og virkaði við fartölvuna alveg eins lengi og ég nennti að hafa kveikt á honum.

Svo ég útskýrði þetta vandamál á einu erlendu spjallborði og þar var með bent á að skipta út SATA snúrunni. Ég reyndar átti ekki auka SATA snúru en prófaði að svissa henni á milli diska, ss. setti "ónýta" diskinn aftur í tölvuna og tengdi sata snúruna sem var í honum við annan disk og viti menn, vandamálið var enn til staðar en í staðinn var það annar diskur sem datt út.

Svo ég fór í Tölvulistann og keypti nýjan Sata kapal og tölvan var til friðs síðan og harði diskurinn er ennþá í notkun í dag.

Mæli með að þú að minnsta kosti prófir þetta ef þú hefur tök á, áður en þú ferð að splæsa í annan harðan disk.

En taktu samt backup af disknum ef svo vill til að þetta er hann sem er að klikka
:happy prófa þetta, takk fyrir
Skjámynd

Höfundur
FriðrikH
Geek
Póstar: 891
Skráði sig: Lau 22. Sep 2007 20:25
Staða: Ótengdur

Re: Furðulegt vandamál, tölva frýs reglulega í mjög stuttan tíma

Póstur af FriðrikH »

Jæja, þá kom þetta aftur fyrir, hér er mynd af disk activity, var búinn að láta tölvuna idla þannig að grafið sýnir hana bara í idli.

Mynd
Skjámynd

Höfundur
FriðrikH
Geek
Póstar: 891
Skráði sig: Lau 22. Sep 2007 20:25
Staða: Ótengdur

Re: Furðulegt vandamál, tölva frýs reglulega í mjög stuttan tíma

Póstur af FriðrikH »

Bömpiddí bömp. Er þetta disk activity að segja manni eitthvað?
Þetta var líka að gerast aftur rétt í þessu, en þegar frostið kemur þá hefur það ekki áhrif á hljóð (var að spila mússík), þetta hefur ekki heldur áhrif á músina, en ég get hinsvegar ekki skrifað neitt á lyklaborðið á meðan.
Skjámynd

Höfundur
FriðrikH
Geek
Póstar: 891
Skráði sig: Lau 22. Sep 2007 20:25
Staða: Ótengdur

Re: Furðulegt vandamál, tölva frýs reglulega í mjög stuttan tíma

Póstur af FriðrikH »

Koma svo vaktarar, er enginn að sjá einhverja tengingu í þessu?
Skjámynd

mundivalur
Vaktari
Póstar: 2324
Skráði sig: Fim 02. Apr 2009 13:16
Staðsetning: South side
Staða: Ótengdur

Re: Furðulegt vandamál, tölva frýs reglulega í mjög stuttan tíma

Póstur af mundivalur »

Þú verður að gera einhverjar breytingar, td clona win. yfir á annan hdd og prufa nota hann,aftengja allt líka inní turninum sem er ekki nauðsýnlegt!
Hvaða týpa af disk er þetta?
Skjámynd

Höfundur
FriðrikH
Geek
Póstar: 891
Skráði sig: Lau 22. Sep 2007 20:25
Staða: Ótengdur

Re: Furðulegt vandamál, tölva frýs reglulega í mjög stuttan tíma

Póstur af FriðrikH »

Já, ég verð víst að fara í eitthvað drastískt, þetta er Samsung spinpoint, 4 ára gamall.
En þessir spækar sem koma í disk activity-ið, benda þeir eitthvað sérstaklega á að það sé líklegra að þetta sé harði diskurinn frekar en annað? Gæti líka eitthvað driver vandamál valdið svona spike?
Skjámynd

mundivalur
Vaktari
Póstar: 2324
Skráði sig: Fim 02. Apr 2009 13:16
Staðsetning: South side
Staða: Ótengdur

Re: Furðulegt vandamál, tölva frýs reglulega í mjög stuttan tíma

Póstur af mundivalur »

Veit ekki, en oft þarf ekki mikið svo að windows verði með alskonar rugl :japsmile

Bioeight
Gúrú
Póstar: 524
Skráði sig: Þri 31. Mar 2009 22:41
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Furðulegt vandamál, tölva frýs reglulega í mjög stuttan tíma

Póstur af Bioeight »

Oftast er svona hökt hörðum diskum að kenna, en til að hafa það á hreinu þá þarf það ekkert endilega að vera stýrikerfisdiskur sem veldur því, getur verið hvaða diskur sem er, jafnvel usb eða minnislykill. Þar sem þetta vandamál virðist koma og fara þá er erfitt að greina það ef þú finnur ekkert mynstur. Þetta disk activity segir mér ekkert, það lítur bara svipað út og hjá mér svo ég sé ekkert skrýtið út úr því.

Þá er bara spurning um hvort þetta sé ekki bara eitthvað conflict í gangi milli íhluta/tengdra hluta í tölvunni eða einhver hlutur tengdur við tölvuna sem er bara einfaldlega bilaður eða þarf að hressa upp á uppsetninguna á honum. Þá er ég líka að tala um USB og hvaðeina. Hefurðu náð að endurskapa vandamálið með allt aftengt nema lyklaborð og mús? Disableað netkortið? Öll kort úr vélinni nema skjákort? Alla diska úr nema stýrikerfisdisk?

Þar sem þetta lítur ekki út fyrir að vera harði diskurinn og kom ekki upp í Ubuntu þá myndi ég fara út í þetta að taka allt úr sambandi og reyna að endurskapa vandamálið með sem minnst tengt. Ef það tekst þá myndi ég reyna að skipta út þeim hlutum sem eru þá í gangi(netkort, lyklaborð, mús, skjákort) eða hressa upp á uppsetninguna á þeim.
Corsair Carbide 400Q|Gigabyte Nvidia 1070|AMD R7 2700X|Gigabyte X470 Aorus Gaming 5|EVGA SuperNOVA 750 G3
Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 991
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Staða: Ótengdur

Re: Furðulegt vandamál, tölva frýs reglulega í mjög stuttan tíma

Póstur af upg8 »

Lendi í svipuðu rugli ef ég tengi WD Green við tölvuna, þó ég tengi bara með USB. Farið að setja svo mikið af óþolandi diskum með power saving eiginlekum, alltaf að slökkva á sér...

Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"
Skjámynd

Höfundur
FriðrikH
Geek
Póstar: 891
Skráði sig: Lau 22. Sep 2007 20:25
Staða: Ótengdur

Re: Furðulegt vandamál, tölva frýs reglulega í mjög stuttan tíma

Póstur af FriðrikH »

Ég verð þá væntanlega bara að taka þetta á þolinmæðinni, vandamálið er nefnilega að stundum kemur þetta ekkert fyrir í 1-2 vikur, og síðan kannski einu sinni á dag í einhvern tíma, hef ekki fundið neitt pattern. Það getur því tekið laaangann tíma fyrir mig að útiloka hvern og einn hlut :?
Svara