Vantar smá OC aðstoð með Q6600.

Svara

Höfundur
Snikkari
spjallið.is
Póstar: 472
Skráði sig: Mið 19. Nóv 2003 21:58
Staðsetning: Hfj.
Staða: Ótengdur

Vantar smá OC aðstoð með Q6600.

Póstur af Snikkari »

Ég pósta þesu hérna vegna þess að það eru öruggleg einhverjir hérna búnir að eiga við þennan örgjörva.

Ég er með eftirfarandi:
Q6600 G0 m/CM hyper 212+
Gigabyte P45T-ES3G móðurborð.
2x4Gb Mushin DDR3 1.35V 9-9-9-24 1600mhz
HAF 922
700w CM Silent pro

Ég næ ekki örgjörvanum stöðugum á 3.2Ghz, ég keyri hann á 8x400 og er búin að prófa allt frá 1.35v uppí 1.425v.
Hann er þó stöðugur í 9x333 (3Ghz).
Það er spurning hvort minnið sé að conflicta þetta eitthvað, ég er ekki búin að fikta neitt í því, það er bara á auto.
Það á að vera mjög auðvelt að keyra hann á 3.2Ghz.

Allar ráðleggingar eru vel þegnar.
Last edited by Snikkari on Mán 15. Ágú 2011 01:25, edited 1 time in total.
CM Scout 2 | | | Corsair RM850x
G.Skill 2x8GB Trident Z 3200Mhz | Samsung 870 EVO plus M.2 1TB |
Skjámynd

BirkirEl
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 365
Skráði sig: Fim 10. Feb 2011 19:13
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Vantar smá OC aðstoð með Q6600.

Póstur af BirkirEl »

prófaðu að breyta ratioinu á minninu og hafa það sem næst 800mhz (eða hraðanum sem minnið er, sá ekki að þetta var ddr3 minni)

KristinnK
spjallið.is
Póstar: 461
Skráði sig: Sun 03. Apr 2011 00:28
Staða: Ótengdur

Re: Vantar smá OC aðstoð með Q6600.

Póstur af KristinnK »

BirkirEl skrifaði:prófaðu að breyta ratioinu á minninu og hafa það sem næst 800mhz (eða hraðanum sem minnið er, sá ekki að þetta var ddr3 minni)
Haha, þú rétt náðir að leiðrétta þig, ég ætlaði að benda á þetta væri DDR3.

En er örgjörvinn G0 stepping? Ef hann er B3 er nær vonlaust að yfirklukka hann mikið.
Clevo P170EM | Intel i7-3720QM @ 3.6GHz | 4x4GB DDR3 @ 1600MHz | 256GB SSD + 1TB HDD | GeForce GTX 680M @ 855MHz/2300MHz
Skjámynd

BirkirEl
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 365
Skráði sig: Fim 10. Feb 2011 19:13
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Vantar smá OC aðstoð með Q6600.

Póstur af BirkirEl »

KristinnK skrifaði:En er örgjörvinn G0 stepping? Ef hann er B3 er nær vonlaust að yfirklukka hann mikið.
G0 já
Skjámynd

mundivalur
Vaktari
Póstar: 2324
Skráði sig: Fim 02. Apr 2009 13:16
Staðsetning: South side
Staða: Ótengdur

Re: Vantar smá OC aðstoð með Q6600.

Póstur af mundivalur »

Ekki hafa minnin í auto,hafðu þau nálægt 1600mhz(ef þetta eru 1600) og hvort rétt volt séu á minnunum,volt á örgjörvanum nálægt 1.4v
en allavegna skoðaðu minnin

Höfundur
Snikkari
spjallið.is
Póstar: 472
Skráði sig: Mið 19. Nóv 2003 21:58
Staðsetning: Hfj.
Staða: Ótengdur

Re: Vantar smá OC aðstoð með Q6600.

Póstur af Snikkari »

Ok, Ég er búin að setja minnið í manual .. það er 9-9-9-24,
Það er spurning um að hraða á þessu eitthvað eða er best að halda þessum stillingum ?

Ég hef samt sem áður voltin í auto, þessi minni sem ég er með eru 1.35V en það minnsta sem ég get valið í Bios-num er 1.5V.
Ætli minniskubarnir höndli 1.5V, eða er best að hafa Voltin í auto ?

mundivalur skrifaði:Ekki hafa minnin í auto,hafðu þau nálægt 1600mhz(ef þetta eru 1600) og hvort rétt volt séu á minnunum,volt á örgjörvanum nálægt 1.4v
en allavegna skoðaðu minnin
CM Scout 2 | | | Corsair RM850x
G.Skill 2x8GB Trident Z 3200Mhz | Samsung 870 EVO plus M.2 1TB |

k0fuz
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Sun 05. Jún 2005 20:06
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Re: Vantar smá OC aðstoð með Q6600.

Póstur af k0fuz »

ég var með svona örgjörva og P35 móðurborðið frá gigabyte, þá var ég með 8x400 og vcore 1,33125v og +0,1v í bæði NB og SB minnir mig og svo +0,2v á minnum. Var með DDR2 800mhz minni og náði ratioinu í 1:1
ASRock Z390 Phantom Gaming 4S | Intel i5 9600KF @ 4.6GHz | Noctua NH-D14 | ASUS ROG STRIX GeForce GTX1070 8GB OC | 2x8GB Corsair Vengeance LPX 3200MHz | 240GB Corsair MP510 NVMe & 250GB Samsung 850 EVO SSD | 2TB & 3TB Seagate | Philips 24" 242G 144Hz | 650W Corsair RM650x PSU.
Svara