Nýlega fór ég hinsvegar að lesa þræði á erlendum spjallborðum þar sem menn voru að smíða sína eigin standa á tiltölulega lítinn pening með hlutum sem er hægt að finna í flestum byggingavöruverslunum. Vandamálið er hinsvegar það að ég hef nákvæmlega ekki neitt verkvit en ég er álíka góður og flest leikskólabörn í að nota hamar og sög. Ég lét það hinsvegar ekki aftra mér og þar sem ég vinn nú í Húsasmiðjunni og kannaðist við flesta af þessum hlutum sem menn voru að nota ákvað ég að sjá hvort ég gæti ekki að minnsta kosti tékkað hvort það væri einhver möguleiki fyrir mig að gera þetta.
Og hér kemur niðurstaðan.
Efni:
- TODO: Á eftir að taka saman allt efnið sem fór í þetta
Myndir
- Byrjaði á því að kaupa efnið sem ég taldi mig þurfa í þetta. Af því sem sést á myndinni þá endaði ég á að nota allar rauðbrúnu stangirnar og tvær af þeim bláu. Ég notaði einnig tengistykkin milli stanganna sem sjást þarna og stykkið sem var boltað við borðið.
- Hér er ég búinn að púsla saman rammanum eins og hann mun nokkurnvegin líta út. Einnig er hægt að sjá þarna hvernig skjásetupið hjá mér leit út áður en ég gerði þetta.
- Hér var ég búinn að bora í borðið fyrir boltunum sem festa standin niður og búinn að fitta þessu ágætlega í.
- Burðarstöngin
- Ég fann mér spítu til þess að setja undir borðið til að auka stöðugleika og burðargetu.
- Búið að smella þessu öllu saman, sést nokkuð vel hvernig standurinn sjálfur mun koma út.
- Ein af útfærslunum sem ég reyndi var að nota þessa stálplatta til þess að festa skjáina við standinn. Þeir reyndust illa, lenti í heilmiklu veseni því ég var svo tregur við að losa mig við þá. Þeir voru of þungir, of stórir og skjáirnir enduðu alltaf á því að vera skakkir þegar ég var búinn að festa þá á. Endaði á því að nota mun einfaldari lausn.
- Hér sést hvernig ég festi plattana við standinn. Efri boltarnir skrúfast beint inn í festinguna á skjánum en ég þurfti að snúa boltunum á neðri öfugt og þetta endaði alltaf á því að vera skakkt og þetta festist ekki nógu vel þannig að skjáirnir snerust á festingunni.
- Hér sést aðeins betur hvernig plattarnir voru fastir við skjáinn. Bætti við róm á milli plattans og skjásins til að reyna að stilla hallan á skjánum aðeins en það gekk aldrei neitt.
- Ástæðan fyrir því að það virkaði ekki að nota stálplattana:
- Vinna í því að spreyja allt matt svart
- Setja þetta upp eftir að hafa spreyjað þetta
- Hér er ég búinn að setja þetta upp, skjáirnir eru þó mjög skakkir þótt það sjáist illa á myndinni
- Myndir aftan frá. Þarna sjást festingarnar sem fara úr rörunum í skjáina. Sést líka skelfilegt cable management, en ég þarf að kaupa mér lengri dvi snúrur til að gera þetta almennilega
- Closeup.
- Þarna sést að skjáirnir eru allir í svipaðri hæð. Tók ágætis tíma að stilla þetta þannig að það passaði almennilega.
- Loka shot af öllu.
Mun á morgun setja inn lista yfir það sem ég keypti auk vörunúmera(í húsasmiðjunni) fyrir þá sem vilja smíða þetta sjálfir. Ég keypti þetta allt í Húsasmiðjunni í Skútuvogi og get nánast tryggt að þetta er allt til hjá þeim.
Vill svo að lokum linka í þráðin með upprunalegu hugmyndinni:
http://www.overclock.net/other-hardware ... mount.html" onclick="window.open(this.href);return false;