Jæja , ætla loksins að gefas ut á gamla sony walkman símanum mínum þar sem hann á það til að detta úr sambandi við umheiminn.
Svo veit ekki neitt um þetta er að leita mér að snjall síma en veit ekki hvar ég að byrja , veit ekki hvort ég á að tíma 100 þús eða hvort ég á að láta mér nægja 40 þús.
hverju mæliði með og afhverju ?
þannig það er aðal málið að fara í samsung galaxy eða iphone, hafa htc símarnir ekki komið vel út ? var að skoða htc Desier z, þar sem hann er með lyklaborði sem ég get notað í e-mails og á meðan ég venst touch :S
Jon1 skrifaði:þannig það er aðal málið að fara í samsung galaxy eða iphone, hafa htc símarnir ekki komið vel út ? var að skoða htc Desier z, þar sem hann er með lyklaborði sem ég get notað í e-mails og á meðan ég venst touch :S
HTC símar eru mjög flottir, ef þú ætlar í einhvern öflugann myndi ég skoða Desire HD/Desire S. ég hef sjálfur ekki mikla reynslu af símum með lyklaborði en það er eflaust mjög gott þegar þú venst því.
Farðu bara beint í Galaxy S II. Það eru snilldar símar og á eftir að endast lengi þar sem hann er nú þegar með topp hardware. Það hefur enginn sími komið ennþá sem skákar honum almennilega og allir símar sem koma á næstu mánuðum koma til með að reyna að jafna hann eða vera betri um nokkur prósent.
Það verður engin stór bylting í snjallsímum á næstunni nema að rafhlöðu tæknin taki einhver stór stökk framávið.
Tek það fram að ég á ekki Galaxy II og hef engum hagsmunum að gæta varðandi þennan síma. Hann er bara góður og vinsæll með mikinn stuðning "Custom ROM" gaura.
audiophile skrifaði:Farðu bara beint í Galaxy S II. Það eru snilldar símar og á eftir að endast lengi þar sem hann er nú þegar með topp hardware. Það hefur enginn sími komið ennþá sem skákar honum almennilega og allir símar sem koma á næstu mánuðum koma til með að reyna að jafna hann eða vera betri um nokkur prósent.
Það verður engin stór bylting í snjallsímum á næstunni nema að rafhlöðu tæknin taki einhver stór stökk framávið.
Tek það fram að ég á ekki Galaxy II og hef engum hagsmunum að gæta varðandi þennan síma. Hann er bara góður og vinsæll með mikinn stuðning "Custom ROM" gaura.
QuadCore held ég að verði ekkert stórt stökk frá DualCore, alveg eins og á PC þurfa forritin og stýrikerfið að þróast með. Það er ekki fyrr en núna að QuadCore er orðið eitthvað vit á PC, mörgum árum eftir að þeir komu á markað.
QuadCore verður kannski eitthvað öflugra, en á kostnað rafhlöðu. Þetta snýst allt um að rafhlaðan endist sem lengst.