Furðulegt vandamál, tölva frýs reglulega í mjög stuttan tíma
Furðulegt vandamál, tölva frýs reglulega í mjög stuttan tíma
Ég er búinn að eiga við nokkuð furðulegt og þreytandi vandamál í nokkurn tíma. Það kemur fyrir að tölvan hjá mér frjósi, eða öllu heldur hangi í svona 1 sekúndu á ca. 5 sekúndna fresti, þá get ég ekkert gert í þessa einu sekúndu, ekki skrifað og ekki valið neitt, get þó hreyft músina. Þetta kemur ekki oft upp, ca 2-8 sinnum í mánuði e.t.v. og ég hef ekki orðið var við að þetta gerist þegar ég er að gera eitthvað sérstakt.
Eina ráðið til að laga þetta hefur verið að endurræsa tölvuna. Ég er núna með windows 7 64bit, var áður með windows vista 32bita og þetta var líka að gerast þá. En þetta var ekki að gerast á Ubuntu.
helsta hardware er: Asrock A779DE+ móðurborð, AMD Phenom II X4 955, 512MB GeForce GTS 250, 500W earthwatts PSU (4 ára gamall).
Eina ráðið til að laga þetta hefur verið að endurræsa tölvuna. Ég er núna með windows 7 64bit, var áður með windows vista 32bita og þetta var líka að gerast þá. En þetta var ekki að gerast á Ubuntu.
helsta hardware er: Asrock A779DE+ móðurborð, AMD Phenom II X4 955, 512MB GeForce GTS 250, 500W earthwatts PSU (4 ára gamall).
-
- Vaktari
- Póstar: 2324
- Skráði sig: Fim 02. Apr 2009 13:16
- Staðsetning: South side
- Staða: Ótengdur
Re: Furðulegt vandamál, tölva frýs reglulega í mjög stuttan tíma
En harði diskurinn ? búinn að prófa hann eitthvað prufaðu http://www.hdtune.com/files/hdtune_255.exe" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Furðulegt vandamál, tölva frýs reglulega í mjög stuttan tíma
takk fyrir það mundivalur, sótti þetta og keyrði, þetta eru niðurstöðurnar;
Segir þetta mér eitthvað um hvort hann sé að fail-a? Ég keyrði líka error scan og það kom ekker damaged út úr því. Ég fann engan fídus í health flipanum til að gera eitthvað health-tékk með þessu forriti.
Segir þetta mér eitthvað um hvort hann sé að fail-a? Ég keyrði líka error scan og það kom ekker damaged út úr því. Ég fann engan fídus í health flipanum til að gera eitthvað health-tékk með þessu forriti.
-
- 1+1=10
- Póstar: 1162
- Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
- Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
- Staða: Ótengdur
Re: Furðulegt vandamál, tölva frýs reglulega í mjög stuttan tíma
Sýnist það vera eitthvað af disknum hjá þér....
23MB/Sec er fáránlega lítið, hvað segir health tab hjá þér?
Það er ekkert test, það eru bara upplýsingar frá SMART þar sem koma beint frá harða diskinum...ef það eru einhverjar gular línur þá er eitthvað mechanical að bila í disknum.
23MB/Sec er fáránlega lítið, hvað segir health tab hjá þér?
Það er ekkert test, það eru bara upplýsingar frá SMART þar sem koma beint frá harða diskinum...ef það eru einhverjar gular línur þá er eitthvað mechanical að bila í disknum.
Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það
Re: Furðulegt vandamál, tölva frýs reglulega í mjög stuttan tíma
Keyrði þetta aftur og fékk:
HD Tune: SAMSUNG HD501LJ Benchmark
Transfer Rate Minimum : 2.2 MB/sec
Transfer Rate Maximum : 85.0 MB/sec
Transfer Rate Average : 58.7 MB/sec
Access Time : 15.1 ms
Burst Rate : 116.8 MB/sec
CPU Usage : -1.0%
Það kemur nefnilega ekki neitt fram í "health" flipanum.
HD Tune: SAMSUNG HD501LJ Benchmark
Transfer Rate Minimum : 2.2 MB/sec
Transfer Rate Maximum : 85.0 MB/sec
Transfer Rate Average : 58.7 MB/sec
Access Time : 15.1 ms
Burst Rate : 116.8 MB/sec
CPU Usage : -1.0%
Það kemur nefnilega ekki neitt fram í "health" flipanum.
-
- Geek
- Póstar: 809
- Skráði sig: Mið 13. Júl 2011 12:46
- Staðsetning: Now back to the bottom
- Staða: Ótengdur
Re: Furðulegt vandamál, tölva frýs reglulega í mjög stuttan tíma
Sælir.
Náðu í og settu upp annaðhvort:
WinDlg (Til að leita eftir bad sectors on smart villum frá Western Digital).
http://support.wdc.com/product/download ... =3&lang=en" onclick="window.open(this.href);return false;
SeaTools. (Sama og ofan nema frá Seagate)
http://www.seagate.com/ww/v/index.jsp?l ... 04090aRCRD" onclick="window.open(this.href);return false;
ES-Tool (Samsung testing tool, Hef ekki notað það áður).
http://www.samsung.com/global/business/ ... in_es.html" onclick="window.open(this.href);return false;
Þarna ættiru að sjá hvort að villur koma fram á disknum. Gerðu "extended test" t.d. í Windlg. Þá les forritið hvern einasta sector og sýnir þér hvort að um skemmdir á þeim sé að ræða.
Náðu í og settu upp annaðhvort:
WinDlg (Til að leita eftir bad sectors on smart villum frá Western Digital).
http://support.wdc.com/product/download ... =3&lang=en" onclick="window.open(this.href);return false;
SeaTools. (Sama og ofan nema frá Seagate)
http://www.seagate.com/ww/v/index.jsp?l ... 04090aRCRD" onclick="window.open(this.href);return false;
ES-Tool (Samsung testing tool, Hef ekki notað það áður).
http://www.samsung.com/global/business/ ... in_es.html" onclick="window.open(this.href);return false;
Þarna ættiru að sjá hvort að villur koma fram á disknum. Gerðu "extended test" t.d. í Windlg. Þá les forritið hvern einasta sector og sýnir þér hvort að um skemmdir á þeim sé að ræða.
Now look at the location
Re: Furðulegt vandamál, tölva frýs reglulega í mjög stuttan tíma
Takk fyrir þetta Trausti, ég leit á Samsung forritið þar sem að þetta er Samsung diskur sem ég er með, en það er eitthvað svaka vesen, útbúa bootable floppy disk og álíka vesen. WD forritið lítur út fyrir að vera aðeins nútímalegra, er hægt að nota WD forritið fyrir diska sem eru ekki WD?
Re: Furðulegt vandamál, tölva frýs reglulega í mjög stuttan tíma
Lenti í svipuðum, EventView-er í Windows sýndi fullt af diskavillum. Náði í forrit sem heitir HDD Regenerator (eina sem virkaði af öllum þeim sem ég prófaði), fann fullt af bad sector, þú getur keypt þetta forrit og þá lagar það sector-ana. Í fríu útgáfunni þá getur þú skannað diskinn, en þarft að kaupa það til að laga diskinn.
http://www.abstradrome.com/hdd.html
http://www.abstradrome.com/hdd.html
-
- Geek
- Póstar: 809
- Skráði sig: Mið 13. Júl 2011 12:46
- Staðsetning: Now back to the bottom
- Staða: Ótengdur
Re: Furðulegt vandamál, tölva frýs reglulega í mjög stuttan tíma
Já Friðrik.. Þú átt að geta skoðað disinnn með WinDlg. Ég held að ég hafi notað hann oftast á flestar tegundir diska.kjarrig skrifaði:Lenti í svipuðum, EventView-er í Windows sýndi fullt af diskavillum. Náði í forrit sem heitir HDD Regenerator (eina sem virkaði af öllum þeim sem ég prófaði), fann fullt af bad sector, þú getur keypt þetta forrit og þá lagar það sector-ana. Í fríu útgáfunni þá getur þú skannað diskinn, en þarft að kaupa það til að laga diskinn.
http://www.abstradrome.com/hdd.html
Mér finnst frekar shaky að vera að gera við diska sem eru físískt bilaðir.. Hvernig hefur þetta verið að koma út nokkrum vikum/mánuðum eftir?.
Now look at the location
-
- Vaktari
- Póstar: 2324
- Skráði sig: Fim 02. Apr 2009 13:16
- Staðsetning: South side
- Staða: Ótengdur
Re: Furðulegt vandamál, tölva frýs reglulega í mjög stuttan tíma
prufa gera disk error-checking undir disk properties
Re: Furðulegt vandamál, tölva frýs reglulega í mjög stuttan tíma
Hér eru niðurstöðurnar úr windlg, er eitthvað í þessu sem ég ætti að hafa sérstakar áhyggjur af?
-
- Bannaður
- Póstar: 92
- Skráði sig: Fim 03. Mar 2011 07:43
- Staðsetning: 010100100101011001001011
- Staða: Ótengdur
Re: Furðulegt vandamál, tölva frýs reglulega í mjög stuttan tíma
Ubuntu ftw!FriðrikH skrifaði:Ég er búinn að eiga við nokkuð furðulegt og þreytandi vandamál í nokkurn tíma. Það kemur fyrir að tölvan hjá mér frjósi, eða öllu heldur hangi í svona 1 sekúndu á ca. 5 sekúndna fresti, þá get ég ekkert gert í þessa einu sekúndu, ekki skrifað og ekki valið neitt, get þó hreyft músina. Þetta kemur ekki oft upp, ca 2-8 sinnum í mánuði e.t.v. og ég hef ekki orðið var við að þetta gerist þegar ég er að gera eitthvað sérstakt.
Eina ráðið til að laga þetta hefur verið að endurræsa tölvuna. Ég er núna með windows 7 64bit, var áður með windows vista 32bita og þetta var líka að gerast þá. En þetta var ekki að gerast á Ubuntu.
helsta hardware er: Asrock A779DE+ móðurborð, AMD Phenom II X4 955, 512MB GeForce GTS 250, 500W earthwatts PSU (4 ára gamall).
*Burb*
-
- FanBoy
- Póstar: 773
- Skráði sig: Þri 08. Apr 2003 04:01
- Staðsetning: Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: Furðulegt vandamál, tölva frýs reglulega í mjög stuttan tíma
harðdiskurinn að gefa upp öndina.. fá þér nýjann og þú ert laus við þetta vandamál.
I9 10900k | Zotac RTX 3090 Trinity | Samsung Odyssey G7 32" | Corsair H100x | Gigabyte Z490 Aorus Elite | G.SKILL Trident Z 32GB @ 3600mhz | Lian-Li O11 XL ROG | XPG Pro 512GB | Seasonic Focus 850W Gold | Corsair K95 Platinum | Logitech G502 Hero | Steelseries Arctis Pro Wireless | Honda Civic Type R GT 2018
Re: Furðulegt vandamál, tölva frýs reglulega í mjög stuttan tíma
Er það örugglega málið? Lestu það út úr einhverjum af þessu tölum úr þessu testi? Hvaða tölum þá? Tölvan er nefnilega nokkuð fín þegar þetta kemur ekki upp, og þetta kemur alls ekki mjög oft upp, og kemur aldrei upp í Ubuntu. Mér finndist hálf skrýtið að áhrif af hardware failure kæmu bara fram í windows en ekki Ubuntu, meikar það einhvern sens? -Spyr sá sem ekki veitDaRKSTaR skrifaði:harðdiskurinn að gefa upp öndina.. fá þér nýjann og þú ert laus við þetta vandamál.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3697
- Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
- Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
- Staða: Ótengdur
Re: Furðulegt vandamál, tölva frýs reglulega í mjög stuttan tíma
Varðandi það að þetta gerist bara í windows, er notkunin þín EINS á milli kerfana, ertu að nota þau í álíka forrit í álíka tíma? Ertu að sækja í sömu gögn (mp3 safn, bíómyndir, ljóstmyndir, osfrv.)
-
- Bannaður
- Póstar: 92
- Skráði sig: Fim 03. Mar 2011 07:43
- Staðsetning: 010100100101011001001011
- Staða: Ótengdur
Re: Furðulegt vandamál, tölva frýs reglulega í mjög stuttan tíma
ég fékk ubuntu til að keyra áFriðrikH skrifaði:Er það örugglega málið? Lestu það út úr einhverjum af þessu tölum úr þessu testi? Hvaða tölum þá? Tölvan er nefnilega nokkuð fín þegar þetta kemur ekki upp, og þetta kemur alls ekki mjög oft upp, og kemur aldrei upp í Ubuntu. Mér finndist hálf skrýtið að áhrif af hardware failure kæmu bara fram í windows en ekki Ubuntu, meikar það einhvern sens? -Spyr sá sem ekki veitDaRKSTaR skrifaði:harðdiskurinn að gefa upp öndina.. fá þér nýjann og þú ert laus við þetta vandamál.
pentium II 600mhz örgjava
með 128mb í ram
og Gamlan fireball hdd 6gb
Og þetta hikstaði ekki.... (Mikið)
Hardware failiures hafa kanski minni áhrif á ubuntu. Ég meina ubuntu virðist ekki þurfa neitt svaðalegan hraða í hdd.
*Burb*
Re: Furðulegt vandamál, tölva frýs reglulega í mjög stuttan tíma
Í windows hefur þetta verið að gerast þegar ég er t.d. bara með firefox opinn er og bara að vafra eitthvað. Í win eru náttúrulega fleiri startup forrit að vinna á bakvið tjöldin, vírusvörn og þess háttar.Daz skrifaði:Varðandi það að þetta gerist bara í windows, er notkunin þín EINS á milli kerfana, ertu að nota þau í álíka forrit í álíka tíma? Ertu að sækja í sömu gögn (mp3 safn, bíómyndir, ljóstmyndir, osfrv.)
-
- Geek
- Póstar: 809
- Skráði sig: Mið 13. Júl 2011 12:46
- Staðsetning: Now back to the bottom
- Staða: Ótengdur
Re: Furðulegt vandamál, tölva frýs reglulega í mjög stuttan tíma
Þú getur líka prófað að downloada Geek Squad MRI V4.8 og láta hann fara yfir alla tölvuna. Hann scannar yfir allan vélbúnað og lætur þig vita ef eitthvað er að. Getur brennt það á disk eða sett á flash kubb.
Það er náttúrulega mjög þæginlegt ef þú getur útilokað allan vélbúnað strax..
Það er náttúrulega mjög þæginlegt ef þú getur útilokað allan vélbúnað strax..
Now look at the location
Re: Furðulegt vandamál, tölva frýs reglulega í mjög stuttan tíma
Þúsund þakkir, kíki á það.TraustiSig skrifaði:Þú getur líka prófað að downloada Geek Squad MRI V4.8 og láta hann fara yfir alla tölvuna. Hann scannar yfir allan vélbúnað og lætur þig vita ef eitthvað er að. Getur brennt það á disk eða sett á flash kubb.
Það er náttúrulega mjög þæginlegt ef þú getur útilokað allan vélbúnað strax..
-
- Vaktari
- Póstar: 2324
- Skráði sig: Fim 02. Apr 2009 13:16
- Staðsetning: South side
- Staða: Ótengdur
Re: Furðulegt vandamál, tölva frýs reglulega í mjög stuttan tíma
Þetta var svona hjá tengdamömmu að vísu í laptop ss. var að frjósa og maður tók vel eftir því einmitt þegar hún var að nota Firefox og það var HDD sem var orðinn slappur
Taktu allavegna afrit af gögnunum þínum ef þess þarf!
Taktu allavegna afrit af gögnunum þínum ef þess þarf!
Re: Furðulegt vandamál, tölva frýs reglulega í mjög stuttan tíma
Var það þá þannig að tölvan fraus alltaf bara tímabundið, ca. eina sekúndu, þiðnar svo í 4-6 sekúndur og frýs aftur í eina, gengur svo svona þangað til að hún er endurræst?mundivalur skrifaði:Þetta var svona hjá tengdamömmu að vísu í laptop ss. var að frjósa og maður tók vel eftir því einmitt þegar hún var að nota Firefox og það var HDD sem var orðinn slappur
Taktu allavegna afrit af gögnunum þínum ef þess þarf!
-
- Vaktari
- Póstar: 2324
- Skráði sig: Fim 02. Apr 2009 13:16
- Staðsetning: South side
- Staða: Ótengdur
Re: Furðulegt vandamál, tölva frýs reglulega í mjög stuttan tíma
Man það ekki alveg,allavegna oft (waiting for program to respond) skánaði í smá tíma eftir restart!
Sástu hvergi hvað HDD hefur verið notaður í marga tíma?
Sástu hvergi hvað HDD hefur verið notaður í marga tíma?
Re: Furðulegt vandamál, tölva frýs reglulega í mjög stuttan tíma
Nei, sá það ekki. Það kemur aldrei waiting to respond, not responding eða neitt þannig hjá mér. Það er meira svona eins og að kerfið bara "blikki" í smá stund. Ég er t.d. að skrifa texta og svo kemur svona frost, þá koma t.d. bara ekki 3-4 stafir sem ég sló inn akkúrat á þessari ca. 1 sekúndu á meðan kerfið var frosið, svo dettur það strax aftur inn og ég held áfram að geta skrifað. Svona "blikkar" kerfið með reglulegu millibili (alltaf nákvæmlega jafn löngu) og hvert "blikk" varir í nákvæmlega jafn langann tíma, ca. sekúndu. Sama blikk er í gangi ef ég slekk á FF eða hverju sem ég er í , ég sé það líka alltaf með því að horfa á bar-inn á glugganum í því forriti sem ég er í, þegar þetta "blikk" kemur, þá breytist liturinn á bar-inum og verður eins og hann er þegar sá gluggi er ekki í notkun, verður svona aðeins ljósari. Vonandi skiljast þetta lýsingar hjá mér
-
- Besserwisser
- Póstar: 3697
- Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
- Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
- Staða: Ótengdur
Re: Furðulegt vandamál, tölva frýs reglulega í mjög stuttan tíma
Búinn að vírusskanna? Hljómar alveg eins og það sé eitthvað forrit sem tekur priority í smá stund. Gæti verið driver, fyrir kannski netkort?
Prófaðu að opna task manager og skoða örgjörvanotkunar grafið. Í Win 7 geturðu séð CPU notkun frekar nákvæmlega í resource monitor (er ekki í Win 7 núna og man ekki hvað skjárinn heitir, en hann er partur af task manager dæminu). Athuga hvort það finnist forrit sem er mjög frekt á CPU tíma eða er að taka svona kippi. Ef ekki, þá er hægt að skoða lista yfir disk notkun líka, hann gæti bent þér á forrit sem eru að nota mikið af resourceum en kannski ekki mikinn CPU tíma.
Prófaðu að opna task manager og skoða örgjörvanotkunar grafið. Í Win 7 geturðu séð CPU notkun frekar nákvæmlega í resource monitor (er ekki í Win 7 núna og man ekki hvað skjárinn heitir, en hann er partur af task manager dæminu). Athuga hvort það finnist forrit sem er mjög frekt á CPU tíma eða er að taka svona kippi. Ef ekki, þá er hægt að skoða lista yfir disk notkun líka, hann gæti bent þér á forrit sem eru að nota mikið af resourceum en kannski ekki mikinn CPU tíma.
Re: Furðulegt vandamál, tölva frýs reglulega í mjög stuttan tíma
Takk fyrir þetta Daz, og .þið hinir líka. Ég tékka á þessu næst þegar ég lendi í þessu.Daz skrifaði:Búinn að vírusskanna? Hljómar alveg eins og það sé eitthvað forrit sem tekur priority í smá stund. Gæti verið driver, fyrir kannski netkort?
Prófaðu að opna task manager og skoða örgjörvanotkunar grafið. Í Win 7 geturðu séð CPU notkun frekar nákvæmlega í resource monitor (er ekki í Win 7 núna og man ekki hvað skjárinn heitir, en hann er partur af task manager dæminu). Athuga hvort það finnist forrit sem er mjög frekt á CPU tíma eða er að taka svona kippi. Ef ekki, þá er hægt að skoða lista yfir disk notkun líka, hann gæti bent þér á forrit sem eru að nota mikið af resourceum en kannski ekki mikinn CPU tíma.