Ég hef verið að leita að sæmilega flottum ATX kassa sem mætti vera í minni kantinum en mér finnst nánast allir kassar sem ég hef verið að skoða hjá búðunum vera alveg FUGLY, þessi, http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=1712 finnst mér frekar flottur en er bara mATX.
Getur einhver bent mér á hvar mögulegt væri að finna stílhreinann og flottann ATX kassa sem er ekki með neinum fermingar-ljósum, eða öðru diskó drasli
Já, þessir Lian Li kassar eru helvíti nettir. En hvernig eru þeir upp á annað en lookið að gera? Þekkirðu það eitthvað? Hljóðlátir, loftflæði og þess háttar.
FriðrikH skrifaði:Já, þessir Lian Li kassar eru helvíti nettir. En hvernig eru þeir upp á annað en lookið að gera? Þekkirðu það eitthvað? Hljóðlátir, loftflæði og þess háttar.
Antec P180/190 kassarnir eru mjög hljóðlátir(ef þú skiptir út viftunum sem fylgja með þeim) og loftflæðið í þeim er mjög fínt þót það séu margir með betra. Er með P182 og ég sé ekki eftir neinu. Yndislegur kassi.
FriðrikH skrifaði:Já, þessir Lian Li kassar eru helvíti nettir. En hvernig eru þeir upp á annað en lookið að gera? Þekkirðu það eitthvað? Hljóðlátir, loftflæði og þess háttar.
Góð hönnun, mjög hljóðlátir og gott loftflæði.
Hér er eitt vídeó á B10 kassan, smá dramatísk tónlist undir en sýnir vel hönnunina á kassanum http://www.youtube.com/watch?v=Qg8vXrbAkYo
| Ryzen 7 1800X 16GB Gainward GeForce RTX 3060 Pegasus 12GB| Plex i5 6600K 16GB | Mi Poco X3 | Mi Box S |