Vantar aðstoð með kaup á Media center

Svara

Höfundur
Slasher84
Nýliði
Póstar: 4
Skráði sig: Fös 05. Ágú 2011 21:11
Staða: Ótengdur

Vantar aðstoð með kaup á Media center

Póstur af Slasher84 »

Er að fara kaupa mér HTPC enn er ekki alveg nogu klár í þessum málum og var að velta því fyrir mér hvort að menn gæti mælt með eða bent á með þessa hér.

Gigabyte Element Q MediaCenter 1080P HD
Turnkassi - GIGABYTE Element Q MediaCenter með glæsilegri fjarstýringu
Örgjörvi - AMD Fusion E350 Dual Core örgjörvi, 1.6GHz og sérhæfðar media stýringar
Móðurborð - GIGABYTE AMD Fusion E-350 sérhæft margmiðlunarmóðurborð
Vinnsluminni - 4GB DUAL DDR3 1333MHz Mushkin vinnsluminni með lífstíðarábyrgð
Harðdiskur - 2TB Seagate SATA3 5900rpm 64MB NCQ hljóðlátur harðdiskur
Blu-Ray - BLU-RAY 4X hraða spilari sem spilar einnig CD og DVD diska
Skjákort - ATI Radeon HD6310 PCI-E2.0 DX11 grafískur kjarni með 512MB HyperMemory
Tengi - Gigabit netkort, 2xUSB3.0, 6xUSB2, 4xSATA3, HDMI, DVI, VGA, ljósleiðaratengi ofl.
Hjóðkort - 7.1+2 HD Dolby Digital DTS Connect hljóðstýring
Fjarstýring - Stórglæsileg Microsft MCE fjarstýring kemur með tölvunni
Annað - Ótrúlega flott sjónvarpstölva úr 5mm burstuðu áli með VFD upplýsingaskjá framan á tölvunni
Annað - BluRay spilari, margmiðlunarspilari, stafrænt upptökutæki o.fl.
Sjónvarpskort - GIGABYTE U7300 FULL HD 1080P Digital sjónvarpskort með MCE fjarstýringu
Stýrikerfi - XBMC Entertainment for digital Media uppsett og tilbúið með öllum helstu viðbótum
Stýrikerfi - Microsoft Windows 7 Home Premium 32 BIT
Ábyrgð - 2ja ára neytendaábyrgð

þessi er á 110k í tölvutek og er að velta fyrir mér hvort hún sé þess virði eða hvort að það sé eitthvað betra þarna úti fyrir þennan takk fyrir fram kv. Newbee tech support
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð með kaup á Media center

Póstur af AntiTrust »

Ætlaru að hýsa allt efnið á HTPC vélinni?
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.

Höfundur
Slasher84
Nýliði
Póstar: 4
Skráði sig: Fös 05. Ágú 2011 21:11
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð með kaup á Media center

Póstur af Slasher84 »

nei er reyndar með flest á flökkurum
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð með kaup á Media center

Póstur af AntiTrust »

Slasher84 skrifaði:nei er reyndar með flest á flökkurum
Þá myndi ég nú sleppa þessum 2TB disk og fara yfir í e-rn pínkulítinn SSD, upp á að hafa kassann sem hljóðlátastann.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.

Höfundur
Slasher84
Nýliði
Póstar: 4
Skráði sig: Fös 05. Ágú 2011 21:11
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð með kaup á Media center

Póstur af Slasher84 »

Ég þakka ábendinguna
Skjámynd

mind
</Snillingur>
Póstar: 1073
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð með kaup á Media center

Póstur af mind »

Þetta er smá dýr Media Center vél, aðallega útaf auka stýrikerfinu (windows) sem þú borgar örugglega 15-20þús fyrir.

Með XBMC þá þarftu hámark 2GB minni. Hæsta sem ég hef séð er 1,5GB minnisnotkun í 1080p
2GB auka saka ekki ef þú ætlar að gera fleira eins og youtube, torrent líka.

SSD er eins og bent var á góður hlutur ef þú tímir því, öll viðbrögð og allt verða meira jöfn í XBMC þegar þú keyrir það í library mode.

Skjákortið í þessari vél er ATI svo þú færð einungis hardware hröðun af skjákortinu í afspilun(það sem XBMC gerir) í windows kerfum. Ef þú ætlar að keyra linux / live útgáfu þá þarftu Nvidia.

Gætir viljað vita hvort er optical tengi á vélinni ef magnarinn þinn er ekki með HDMI, ef þú ætlar að nota þetta við magnara.

Hef ekki prufað reyndar að nota sjónvarpskort og MythTV backendið í XBMC svo hægt sé að horfa á/taka upp sjónvarpsútsendingu, sá aldrei tilgang í því þar sem allt hérna er í mjög slöppum gæðum og mikið textað.
Kannski hefur einhver annar prufað það og getur sagt frá sinni reynslu.
Skjámynd

kazzi
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 372
Skráði sig: Mið 04. Maí 2011 16:20
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð með kaup á Media center

Póstur af kazzi »

Held að ssd diskur sé óþarfur það er að segja EF þessi vél er í gangi 24/7 þar sem hann er aðallega til að keyra upp forrit .mér var allavega bent á það af manni sem ég treysti 110% að hann viti hvað hann er að segja.
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð með kaup á Media center

Póstur af AntiTrust »

kazzi skrifaði:Held að ssd diskur sé óþarfur það er að segja EF þessi vél er í gangi 24/7 þar sem hann er aðallega til að keyra upp forrit .mér var allavega bent á það af manni sem ég treysti 110% að hann viti hvað hann er að segja.
XBMC og þá sérstaklega Library mode er meira smooth á SSD, ég get staðfest það. Það verður allt hraðara á SSD, það er bara x mikið af hlutum sem fara í tímabundið minni.

Í HTPC vél er SSD jafn mikið upp á að hafa vélina hljóðlausa og hraða.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.

Höfundur
Slasher84
Nýliði
Póstar: 4
Skráði sig: Fös 05. Ágú 2011 21:11
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð með kaup á Media center

Póstur af Slasher84 »

Var að velta því fyrir mér hvort að allir hérna eru að nota XBMC og ef svo er hvernig likar ykkur það forrit sjálfur hef eg verið að nota Mediaportal og finnst það frekar einfalt og fint enn hef ekki notað eða kynnt mér XBMC og ef menn eru að nota eitthvað annað þá væri gaman að vita hvað og afhverju enn ég er afar þakklátur fyrir allar ábendingar
Skjámynd

Hjaltiatla
Vaktari
Póstar: 2671
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð með kaup á Media center

Póstur af Hjaltiatla »

Var að nota Xbmc þangað til ég skipti yfir í Boxee. Það sem mér finnst Boxee hafa fram yfir Xbmc er að það er social networking í boði þ.e.a.s þú getur addað vinum inn á accountinn þinn og rate-að myndir og komið með reccomandation fyrir þætti eða bíómyndir milli vina.
Það sem Xbmc hefur yfir Boxee hef ég heyrt er að leitin að detailum um þætti (sem sagt umfjöllun um þætti) er betri þar en sambærileg í leit af kvikmydnum og tónlist.
Bæði applicationin styðja við alla codeca sem þú ert með inná tölvunni. T.d ef þú ert með codec á tölvunni sem spilar Mkv skrár þá spilar bæði Xbmc og Boxee þær skrár.
Just do IT
  √
Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð með kaup á Media center

Póstur af hagur »

Var harður MediaPortal maður, en var alltaf að fikta við XBMC en var einhvernveginn aldrei alveg sáttur.

Svo fyrir stuttu ákvað ég að demba mér í XBMC aftur og þá fór ég alla leið, las mér til um þá hluti sem ég hafði strandað á áður, náði mér í almennilegan media manager og fékk loksins alla bíómyndirnar og þættina til að birtast rétt í XBMC með cover art ofl. Fékk Harmony One fjarstýringuna til að virka 100% með fullt af customizable keys, setti inn plugin til að spila NES leiki o.fl. ofl.

Núna er ég semsagt bæði með MediaPortal og XBMC, en nota XBMC orðið nánast eingöngu. Fæ líka alveg silky smooth 24p playback í því, með DXVA hröðun svo að 1080p er ekki að taka nema 10-20% CPU, og varla það. Þetta tókst mér aldrei að gera almennilega í MediaPortal. Svo er annar stór plús við XBMC og það er Audio delay fídusinn, ef ég lendi í því að lipsync-ið er ekki í lagi, þá er ég bara með customized takka á fjarstýringunni til að seinka eða flýta hljóðinu og málið er dautt.

Með XBMC Commander á iPhone/iPad og Web Interface-inu sem er byggt inn í XBMC verður setup-ið svo ennþá meira sexy.

Ég mæli hiklaust með XBMC. Það eina sem ég nota MediaPortal í núorðið er til að horfa á fótboltann af MyP2p en ég er með OnlineVideos plugin-ið til þess og það virkar flott. Hef ekki fundið sambærilegt fyrir XBMC ennþá.

eta
Fiktari
Póstar: 54
Skráði sig: Mið 20. Feb 2008 13:43
Staða: Ótengdur

Re: Vantar aðstoð með kaup á Media center

Póstur af eta »

Ef þú ert að spá í að nota Sjónvarpskortið þá er MediaPortal málið.
Hef prófað XMBC flott en styður ekki TV eins mikið og MediaPortal.

Er með þetta svona hjá mér:
Mediaportal 1.2.0 (TV Series, Moving Pictures, Online Videos, DVB-T tuner, IPTV strauma)
Android sem fjarstýringu, (líka Microsoft Remote/Harmony)

Nota mest Android síman sem fjarstýringu/skoðaefni/streama þætti/myndir beint í símann / horfa á sjónvarp ect. allt voða flott en maður notar kannski ekki stream mikið nema til að skoða.

Youtube myndband fyrir Android síman :) (reyndar stream ekki sýnt hér enda er það ný komið í gang)
http://www.youtube.com/watch?v=LjZjjoVPpqg" onclick="window.open(this.href);return false;

Hér er allt sem þið þurfið að vita ef þið viljið prófa Mediaportal 1.2.0 Beta á Android.

MediaPortal 1.2.0 Beta
http://sourceforge.net/projects/mediapo ... e/download" onclick="window.open(this.href);return false;

aMPdroid (forritið á Android og allt sem tengist því) (installa nokkur forrit héðan .NET 4, remote.. etc) (tip: Setja admin/admin í connection á símanum, það er default)
http://forum.team-mediaportal.com/webse ... ore-98563/" onclick="window.open(this.href);return false;

TV Series (fyrir þætti)
http://code.google.com/p/mptvseries/downloads/list" onclick="window.open(this.href);return false;
Sækja nýjasta fyrir Betuna

Moving Pictures (fyrir kvikmyndir)
http://code.google.com/p/moving-pictures/downloads/list" onclick="window.open(this.href);return false;
Sækja nýjasta fyrir Betuna
Svara