Sælir
Ég þarfnast aðstoðar og ég vona að finni hana hérna.
Ég var sem sagt að kaupa mér Argosy HV339T upptöku sjónvarpsflakkara frá Tölvutek og ég á að geta tengt hann þannig að ég geti bæði horft á fríu rásirnar (Rúv, ÍNN og N4) og afruglara rásirnar mínar (Stöð2Sport 1-5 og HD) í gegnum flakkarann og tekið því upp af öllum þessum rásum. Ég er sem sagt með HD Digital Ísland afruglara og á þriggja ára gamalt Phillips sjónvarp sem er með tveimur HDMI tengjum og nota ég þau bæði, annað í sjónvarpsflakkarann og hitt í HD afruglarann. Ég tengi síðan sjónvarpsflakkarann og afruglarann með RCA snúru. Ég næ alltaf að finna opnu rásirnar þegar ég tengi loftnetið við sjónvarpsflakkarann en ekki þær sem þarf að greiða fyrir. Ég finn síðan engar rásir þegar ég tengi loftnetið við afruglarann eins og mér var sagt að gera.
Fattar einhver hvað ég er að gera vitlaust?
Með fyrirfram þökk
Gunnar
Argosy HV339T (næ ekki að tengjast afruglaranum)
Argosy HV339T (næ ekki að tengjast afruglaranum)
Last edited by GTB1984 on Mán 25. Júl 2011 13:50, edited 1 time in total.
Re: Argosy HV359T (næ ekki að tengjast afruglaranum)
Er þetta flakkarinn? http://www.argosy.tw/product-detial.php?prod_id=145" onclick="window.open(this.href);return false;
Sýnist hann ekki hafa neitt loftnetstengi, hvað þá CAM rauf til að setja afruglarakort í.
Sýnist upptökumöguleikinn aðeins vera í gegnum composite video og RCA audio tengingarnar. Hvaða HD afruglara ertu með? Digital Ísland eða í gegnum Ljós/ADSL?
Þú þarft að tengja composite video (gula tengið) og stereo audio (rautt/hvítt) úr afruglaranum yfir í flakkarann og þá geturðu tekið upp allt sem þú sérð í gegnum afruglarann.
Sýnist hann ekki hafa neitt loftnetstengi, hvað þá CAM rauf til að setja afruglarakort í.
Sýnist upptökumöguleikinn aðeins vera í gegnum composite video og RCA audio tengingarnar. Hvaða HD afruglara ertu með? Digital Ísland eða í gegnum Ljós/ADSL?
Þú þarft að tengja composite video (gula tengið) og stereo audio (rautt/hvítt) úr afruglaranum yfir í flakkarann og þá geturðu tekið upp allt sem þú sérð í gegnum afruglarann.
Re: Argosy HV339T (næ ekki að tengjast afruglaranum)
Sæll
Ég gerði þetta að sjálfsögðu vitlaust. Flakkarinn sem ég keypti heitir 339T en ekki 359 eins og sést hér http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=27806" onclick="window.open(this.href);return false;.
Ég er annars með Digital Ísland HD lykil frá Vodafone: http://www.vodafone.is/sjonvarp/myndlyklar/kaonhd" onclick="window.open(this.href);return false;
Ég er með flakkarann tengdan við afruglarann með gulu, rauðu og hvítu snúrunum.
Ég gerði þetta að sjálfsögðu vitlaust. Flakkarinn sem ég keypti heitir 339T en ekki 359 eins og sést hér http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=27806" onclick="window.open(this.href);return false;.
Ég er annars með Digital Ísland HD lykil frá Vodafone: http://www.vodafone.is/sjonvarp/myndlyklar/kaonhd" onclick="window.open(this.href);return false;
Ég er með flakkarann tengdan við afruglarann með gulu, rauðu og hvítu snúrunum.
Re: Argosy HV339T (næ ekki að tengjast afruglaranum)
Ok, þá held ég að þetta sé rétt tengt hjá þér. Græðir lítið á því að tengja loftnetið við flakkarann, því þá myndirðu aðeins ná opnum rásum. Best að láta allt fara í gegnum afruglarann eins og þú ert að gera núna.
DÍ afruglarinn sendir út mynd og hljóð í gegnum gulu, rauðu og hvítu tengin samhliða HDMI og því ætti það ekki að vera vandamál - flakkarinn ætti að vera að fá signal inná sig. Ætli þetta sé ekki eitthvað stillingaratriði í flakkaranum þá, get því miður ekki hjálpað þér með það.
DÍ afruglarinn sendir út mynd og hljóð í gegnum gulu, rauðu og hvítu tengin samhliða HDMI og því ætti það ekki að vera vandamál - flakkarinn ætti að vera að fá signal inná sig. Ætli þetta sé ekki eitthvað stillingaratriði í flakkaranum þá, get því miður ekki hjálpað þér með það.
Re: Argosy HV339T (næ ekki að tengjast afruglaranum)
Þakka þér fyrir, skoða þetta enn betur í kvöld.
Re: Argosy HV339T (næ ekki að tengjast afruglaranum)
Sæll var mikið að skoða þetta í fyrra haust. Þessi flakkari var ekki með AV in þá (Composite) þá, og virðist ekki vera enn.
Það er þú getur ekki tekið upp eða horft á rásirnar frá afruglar (video tæki, DVD spilara ,gamalli videovél) í gegnum flakaran.
Ég endaði á að kaupa eftir mikla skoðun og verðsamanburð þennan http://www.egreatworld.com/en/product-detail-241.html" onclick="window.open(this.href);return false;
Fékk han hjá TRS á selfossi (íslensk 2 ára ábyrgð) kanski ekki sá besti í heimi en gerir allt sem ég var að leita að.
Það er þú getur ekki tekið upp eða horft á rásirnar frá afruglar (video tæki, DVD spilara ,gamalli videovél) í gegnum flakaran.
Ég endaði á að kaupa eftir mikla skoðun og verðsamanburð þennan http://www.egreatworld.com/en/product-detail-241.html" onclick="window.open(this.href);return false;
Fékk han hjá TRS á selfossi (íslensk 2 ára ábyrgð) kanski ekki sá besti í heimi en gerir allt sem ég var að leita að.
Re: Argosy HV339T (næ ekki að tengjast afruglaranum)
Ég fattaði loksins hvað ég var að gera rangt. Ég var búinn að tengja þetta rétt en ég átti ekki að nota "DTV" valmöguleikann í flakkaranum heldur "Video In" til að skipta yfir á afruglarann og þá get ég horft á og tekið upp af afruglaranum.
Re: Argosy HV339T (næ ekki að tengjast afruglaranum)
ég er í vandræðum með þetta. hvar er þessi video in möguleiki?