Þarf ég engar viftur í tölvuna mína? Er hún ekki að grillast

Svara

Höfundur
Any0ne
Fiktari
Póstar: 75
Skráði sig: Mið 20. Júl 2011 20:48
Staða: Ótengdur

Þarf ég engar viftur í tölvuna mína? Er hún ekki að grillast

Póstur af Any0ne »

Sælir, Ég fékk géfins tölvu frá vini mínum og það vantar allar viftur í hana ? Vinur minn sem er í tölvubransanum sagði það væri allt í lagi? Er það rétt? Eina viftan sem var í honum er þessi sem er á móðurborðinu.

Ég bætti nú þremur viftum í hana. Tvær blása inn frá hliðinni og ein blæs út að ofan. Engar síur eru akkurat núna.( Er must að hafa síur) Hvað mælið þið með?

Ég var að downloada Speedfan og eftirfarandi:

GPU 70-75C Hérna er eins og eldur merkis við hliðin á, Hvað þýðir það að Skjákortið sé að brenna?
TEMP1; 54C hérna er eins og eldur
Temp2; 34C Hérna er blátt merki niður
Temp3; 25C Hérna er blátt merki niður
Temp1;40C Hérna er grænt hak við
Core: 50 C

Ath: þetta er lesturinn eftir að ég bætti viftunum inn í. Var ég að steikja tölvuna áður fyrr?
Skjámynd

AncientGod
</Snillingur>
Póstar: 1002
Skráði sig: Mán 21. Feb 2011 22:38
Staðsetning: Hér og þar...
Staða: Ótengdur

Re: Þarf ég engar viftur í tölvuna mína? Er hún ekki að grillast

Póstur af AncientGod »

Það er allavega eithvað með skjákortið, hvernig skjákort er þetta ?
http://www.heatware.com/eval.php?id=80799
Skjámynd

Eiiki
/dev/null
Póstar: 1403
Skráði sig: Þri 09. Nóv 2010 14:23
Staðsetning: 1101101
Staða: Ótengdur

Re: Þarf ég engar viftur í tölvuna mína? Er hún ekki að grillast

Póstur af Eiiki »

Líklega hefðiru steikt hana ef þú hefðir haldið áfram að keyra hana án þess að vera með nokkrar viftur í henni. En endilega komdu með specs hvaða tölvubúnað þú ert með, hvernig turn og þannig.
En mikilvægast myndi ég telja að það væri vifta á örgjörvakælingunni og skjákortinu og ein vifta sem myndi blása út loftinu aftan á kassanum (þ.e. sem tæki við loftinu sem örgjörvakælingin blæs frá sér).
Asrock Z68 Pro3-M | i7 2600k | Intel 520 Series 120 GB | GTX 560-Ti | 8GB 1866Mhz | Home made Mahogany case |Custom Water Cooling
Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=47846
Skjámynd

AncientGod
</Snillingur>
Póstar: 1002
Skráði sig: Mán 21. Feb 2011 22:38
Staðsetning: Hér og þar...
Staða: Ótengdur

Re: Þarf ég engar viftur í tölvuna mína? Er hún ekki að grillast

Póstur af AncientGod »

Gætir prófað að skipta um kælikrem á CPU og GPU.
http://www.heatware.com/eval.php?id=80799
Skjámynd

bulldog
Besserwisser
Póstar: 3439
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 18:33
Staðsetning: 127.0.0.1
Staða: Ótengdur

Re: Þarf ég engar viftur í tölvuna mína? Er hún ekki að grillast

Póstur af bulldog »

það er nauðsynlegt að vera með viftur
Skjámynd

AncientGod
</Snillingur>
Póstar: 1002
Skráði sig: Mán 21. Feb 2011 22:38
Staðsetning: Hér og þar...
Staða: Ótengdur

Re: Þarf ég engar viftur í tölvuna mína? Er hún ekki að grillast

Póstur af AncientGod »

bulldog skrifaði:það er nauðsynlegt að vera með viftur
samt ekki, bara eina vifta fyrir örgjörva, þetta fer helst eftir íhlutum.
Last edited by AncientGod on Sun 24. Júl 2011 23:10, edited 1 time in total.
http://www.heatware.com/eval.php?id=80799
Skjámynd

kjarribesti
1+1=10
Póstar: 1141
Skráði sig: Fim 04. Jún 2009 01:55
Staðsetning: Kópavogurinn, reglulega fyrir norðan
Staða: Ótengdur

Re: Þarf ég engar viftur í tölvuna mína? Er hún ekki að grillast

Póstur af kjarribesti »

AncientGod skrifaði:
bulldog skrifaði:það er nauðsynlegt að vera með viftur
sant ekki, bara eina vifta fyrir örgjörva, þetta fer helst eftir hugbúnaðinum.
þú meinar íhlutum :face
_______________________________________

Turn: HAF 932|I7 2600K @ 4.6ghz @ 1,380v |Asus P8p67|Radeon HD6950|Ripjaws X 1333mhz 1.5V|Corsair HX850W|Corsair FORCE 3 f60|Noctua NH-D14
Jaðartæki: CMStorm Sentinel Advance|BenQ G2420HDB 24''|Logitech Z623 - 2.1
Skjámynd

einarhr
Of mikill frítími
Póstar: 1819
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Þarf ég engar viftur í tölvuna mína? Er hún ekki að grillast

Póstur af einarhr »

Eiiki skrifaði:Líklega hefðiru steikt hana ef þú hefðir haldið áfram að keyra hana án þess að vera með nokkrar viftur í henni. En endilega komdu með specs hvaða tölvubúnað þú ert með, hvernig turn og þannig.
En mikilvægast myndi ég telja að það væri vifta á örgjörvakælingunni og skjákortinu og ein vifta sem myndi blása út loftinu aftan á kassanum (þ.e. sem tæki við loftinu sem örgjörvakælingin blæs frá sér).
:happy

Yfirleytt er ein vifta fyrir framan hörðudiskana sem dregur inn loft að framan, svo eru í mörgum tilvikum ein uppi sem blæs út og ein að aftan sem blæs líka út. Consumer borðvélar td frá Fujistu Siemens eru ekki með margar viftur, oft er það bara ein sem blæs út lofti að aftan af því að þessar vélar eru ekki með e-h ofur specca og ekki ætlaðar til yfirklukkunar.

En endilega komdu með allar uppýsingar um vélina, eins og Eiki tók fram, og taktu jafnvel myndir af henni og póstaðu hér.
| Ryzen 7 1800X 16GB Gainward GeForce RTX 3060 Pegasus 12GB| Plex i5 6600K 16GB | Mi Poco X3 | Mi Box S |
Skjámynd

AncientGod
</Snillingur>
Póstar: 1002
Skráði sig: Mán 21. Feb 2011 22:38
Staðsetning: Hér og þar...
Staða: Ótengdur

Re: Þarf ég engar viftur í tölvuna mína? Er hún ekki að grillast

Póstur af AncientGod »

kjarribesti skrifaði:
AncientGod skrifaði:
bulldog skrifaði:það er nauðsynlegt að vera með viftur
sant ekki, bara eina vifta fyrir örgjörva, þetta fer helst eftir hugbúnaðinum.
þú meinar íhlutum :face
ah oops, lagað =S
http://www.heatware.com/eval.php?id=80799
Skjámynd

Plushy
Vaktari
Póstar: 2259
Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
Staðsetning: Grafarvogur
Staða: Ótengdur

Re: Þarf ég engar viftur í tölvuna mína? Er hún ekki að grillast

Póstur af Plushy »

AncientGod skrifaði:
bulldog skrifaði:það er nauðsynlegt að vera með viftur
sant ekki, bara eina vifta fyrir örgjörva, þetta fer helst eftir hugbúnaðinum.
Semsagt ef að þú ætlar að vera með Windows þá er must að hafa viftur. Aftur á móti er alveg hægt að sleppa þeim í Linux.

\:D/

TraustiSig
Geek
Póstar: 809
Skráði sig: Mið 13. Júl 2011 12:46
Staðsetning: Now back to the bottom
Staða: Ótengdur

Re: Þarf ég engar viftur í tölvuna mína? Er hún ekki að grillast

Póstur af TraustiSig »

Must þegar að þú ert kominn með einhvern semi búnað að hafa viftur og gott loftflæði. Ef þetta er lowend búnaður sem er ekki notaður í mikla vinnslu kemstu alveg af án þess að hrúga viftum í kassan hjá þér..
Now look at the location
Skjámynd

Haxdal
Tölvutryllir
Póstar: 640
Skráði sig: Lau 14. Apr 2007 18:58
Staða: Ótengdur

Re: Þarf ég engar viftur í tölvuna mína? Er hún ekki að grillast

Póstur af Haxdal »

Það er engan vegin must að hafa auka viftur í kassanum (þ.e. fyrir utan kælingu á örgjörva og skjákorti) sama hvort þú sért með Windows eða Linux.

Hinsvegar er gott að hafa auka viftur til að auka kælingu, aukin kæling eykur afkost og lengir líftíma íhlutanna.

og 70-75°C er svoldið hátt fyrir idle skjákort, en ef þetta er hitinn eftir/í notkun þá er þetta alveg fínn hiti.
50°C fyrir örgjörva er í hærra lagi en ekkert til að fórna höndum yfir.

Ef þetta er gömul tölva þá gæti verið nóg að skipta um kælikrem á CPU/GPU.
Atvinnunörd - Part of the 2%
> FX8350 | Gigabyte 990FXA-UD3 | Nvidia GTX 760 | 8GB Somethingsomething | Corsair Graphite 600T <

nonesenze
</Snillingur>
Póstar: 1064
Skráði sig: Fim 10. Des 2009 17:06
Staða: Ótengdur

Re: Þarf ég engar viftur í tölvuna mína? Er hún ekki að grillast

Póstur af nonesenze »

sýnist OP hafa engann áhuga á þessu spjalli eða tölvann hans er grilluð eða biluð, því 11 comments og ekkert svar frá honum.... hvernig væri að bíða eftir svari frá honum?
Asus Maximus Xiii hero (WiFi)- Intel i5 11900K - Corsair Vengeance RGB PRO 4x8GB 3600MHz CL18 - Asus Strix 2080 - Samsung 1TB 980 PRO - samsung 500gb 970 evo plus - WD 12TB - Corsair RM750x - Corsair H150i pro - Corsair 678C Corsair virtuoso - Asus 27" - Corsair k95 platinum - Corsair Harpoon RGB - Lenovo G27Q-20 165hz 1440p
Skjámynd

kjarribesti
1+1=10
Póstar: 1141
Skráði sig: Fim 04. Jún 2009 01:55
Staðsetning: Kópavogurinn, reglulega fyrir norðan
Staða: Ótengdur

Re: Þarf ég engar viftur í tölvuna mína? Er hún ekki að grillast

Póstur af kjarribesti »

nonesenze skrifaði:sýnist OP hafa engann áhuga á þessu spjalli eða tölvann hans er grilluð eða biluð, því 11 comments og ekkert svar frá honum.... hvernig væri að bíða eftir svari frá honum?
atleast your title makes sense.

gaur hann kannski ''fór að sofa'' eftir að hann póstaði þessu :happy
_______________________________________

Turn: HAF 932|I7 2600K @ 4.6ghz @ 1,380v |Asus P8p67|Radeon HD6950|Ripjaws X 1333mhz 1.5V|Corsair HX850W|Corsair FORCE 3 f60|Noctua NH-D14
Jaðartæki: CMStorm Sentinel Advance|BenQ G2420HDB 24''|Logitech Z623 - 2.1
Skjámynd

Black
Vaktari
Póstar: 2277
Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
Staða: Ótengdur

Re: Þarf ég engar viftur í tölvuna mína? Er hún ekki að grillast

Póstur af Black »

enginn vifta í tölvuni hjá mömmu, búinn að duga í 5ár án þess :P
CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:Asus 1080ti strix | RAM: 16gb 3200 Corsair | PSU: RM650x | Case:Corsair 275R |
Skjámynd

Minuz1
1+1=10
Póstar: 1162
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Þarf ég engar viftur í tölvuna mína? Er hún ekki að grillast

Póstur af Minuz1 »

Speedfan getur ekki sagt þér hvar TEMP1-3 eru, það eru greinilega hitaskynjarar einhverstaðar sem eru að gefa frá sér tölur.
Gæti verið í aflgjafanum, hörðum diskum, eða einhverstaðar í kassanum.
Eldurinn við skjákortið er eitthvað sem þú ættir að athuga, en það gæti verið að þetta kort sé með háum idle hita, það er eitthvað sem þú þarft að kynna þér sjálfur.

Sambandi við viftur, þá er ráðlagt að hafa 1 viftu að framan, neðarlega til að kæla hörðu diskanna og til þess að halda hitastigi inni í kassanum eins nálægt stofuhitanum eins og hægt er.
Því lægri sem það hitastig er, þeim mun auðveldara er fyrir innri kælingu að halda íhlutunum þínum köldum. t.d kæling fyrir skjákort og örgjörva.

Síur eru æskilegar fyrir allar viftur sam soga loft inn í kassann, sérstaklega ef þær eru nálægt gólfi.
Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það

Höfundur
Any0ne
Fiktari
Póstar: 75
Skráði sig: Mið 20. Júl 2011 20:48
Staða: Ótengdur

Re: Þarf ég engar viftur í tölvuna mína? Er hún ekki að grillast

Póstur af Any0ne »

takk fyrir svörin ! :), ég keypti mér viftur og setti í vélina.

Og er hitastigin búinn að lækka tölvert.

Það fer samt alveg hátt þegar ég spila leiki.

En btw. Ég keypti mér 1tb harðardisk um daginn og móðurborðið tekur það ekki. Það er of gamalt or some.. Hvað er ódýrt móðurborð sem ég get keypt fyrir að geta notað nýja 1tb diskinn minn. Ég er búinn að vera alltof mikið out of the computer buisness :P
Skjámynd

Klaufi
Stjórnandi
Póstar: 2334
Skráði sig: Mán 28. Des 2009 04:44
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Þarf ég engar viftur í tölvuna mína? Er hún ekki að grillast

Póstur af Klaufi »

Any0ne skrifaði:takk fyrir svörin ! :), ég keypti mér viftur og setti í vélina.

Og er hitastigin búinn að lækka tölvert.

Það fer samt alveg hátt þegar ég spila leiki.

En btw. Ég keypti mér 1tb harðardisk um daginn og móðurborðið tekur það ekki. Það er of gamalt or some.. Hvað er ódýrt móðurborð sem ég get keypt fyrir að geta notað nýja 1tb diskinn minn. Ég er búinn að vera alltof mikið out of the computer buisness :P

Náðu þér í forrit sem heitir Speccy hér: http://www.piriform.com/speccy/download/standard" onclick="window.open(this.href);return false;

Taktu screen shot af aðalglugganum og settu það hérna inn.

Þurfum að vita hvernig minni og örgjörva þú ert með.
Ef það er ekki með Sata tengi (sem er það sem er á disknum þínum væntanlega) þá hugsa ég að það sé orðið vel gamalt.
Mynd
Svara