Smá forvitni varðandi routerana ykkar.


Höfundur
Nuketown
Ofur-Nörd
Póstar: 265
Skráði sig: Sun 10. Júl 2011 20:09
Staða: Ótengdur

Smá forvitni varðandi routerana ykkar.

Póstur af Nuketown »

Vitiði hvaða routerar eru notaðir hjá hvaða símafyrirtækjum? Og hvernig þeir eru ef maður er með ljósleiðara?
Keyptuð þið kannski sér router? er hægt að nota þá ef maður kaupir þá sér?
Ég veit að hringdu er að selja sjálfir router. Ef maður kaupir af þeim router og þjónustu og vill svo færa sig yfir í símann er ekki hægt að nota þá þann router hjá símanum, tal eða vodafone?
Last edited by Nuketown on Fim 21. Júl 2011 13:54, edited 1 time in total.
Skjámynd

mind
</Snillingur>
Póstar: 1073
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Staða: Ótengdur

Re: Smá forvitni varðandi rouderana ykkar.

Póstur af mind »

Já og að öllu jöfnu mjög fínir
Já og já
Stutta svarið er jú en það er ekki alveg 100% alltaf, fer eftir tæki

Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Staða: Ótengdur

Re: Smá forvitni varðandi rouderana ykkar.

Póstur af Bjosep »

OT - Þarf ekki að bæta inn einhverri ritstýringarreglu hérna sem breytir router í router? Fleiri en einn og fleiri en tveir hérna á vaktinni sem virðast haldnir þessari villu.

Guðjón?
Last edited by Bjosep on Fim 21. Júl 2011 14:36, edited 1 time in total.
Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6079
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Smá forvitni varðandi rouderana ykkar.

Póstur af worghal »

ég er með ljósleiðara og fékk mér sér router
CPU: Intel Core i7 6700K MB: Asrock Z170 Extreme4 GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance LPX 2x8gb 3200Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL

Sirduek
Nýliði
Póstar: 20
Skráði sig: Þri 01. Feb 2011 13:22
Staða: Ótengdur

Re: Smá forvitni varðandi rouderana ykkar.

Póstur af Sirduek »

Tal notast við Linksys E1000 router og Telsey WAU11n routera á ljós og kostar það um 400kr á mánuði að fá þá eða eru innifaldir í heildarpakkanum. Þola báðir 100MB hraða á ljósi.

Vodafone er með Zyxel NBG-419N eða NBG-420 eru báðir drasl að mínu mati. Leigugjald á þeim 400 kr. munu varla ná 50MB hraðanum sem að tenging á að gefa manni.

Síminn selur ekki ljós heldur eru þeir með ljósnet (VDSL) tengingar og nota Thomson TG589 eða TG789 routera, það er leigu gjald á þeim upp á 450 kr á mánuði á þeim. Ráða fínt við þessi 50MB sem að þeir eiga að skila

Þetta er alla veganna þeir ljós/ljósnet routerar sem að ég þekki og þeir eru allir bara til leigu en bæði hjá Tali og Vodafone má vv vera með sinn eigin router en minnir að á ljósneti síman þurfi viðskiptavinur að vera með thomson routerinn.

wicket
FanBoy
Póstar: 722
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Staða: Ótengdur

Re: Smá forvitni varðandi rouderana ykkar.

Póstur af wicket »

Sirduek skrifaði: Síminn selur ekki ljós heldur eru þeir með ljósnet (VDSL) tengingar og nota Thomson TG589 eða TG789 routera, það er leigu gjald á þeim upp á 450 kr á mánuði á þeim. Ráða fínt við þessi 50MB sem að þeir eiga að skila
Síminn selur víst ljós. Bróðir minn er með blússandi ljós frá þeim sem kostar það sama og VDSLið.

Ljósnetið er samnefnari yfir tvær þjónustur, VDSL2 og gpon. VDSL2 er sett í eldri hverfi en gpon er ljós inn í íbúð. vdslið er 50/25 en gponið 50/50.

Hann er með einhvern Thomson router frá þeim. Stóröfunda hann að geta fengið þetta þar sem þetta er ódýrara en adsl.
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Smá forvitni varðandi rouderana ykkar.

Póstur af AntiTrust »

Væri gaman að fá uppl. frá símanum um hvar gpon er í boði á höfuðborgarsvæðinu.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.

Godriel
spjallið.is
Póstar: 400
Skráði sig: Mið 03. Jún 2009 22:16
Staðsetning: Reyðarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Smá forvitni varðandi rouderana ykkar.

Póstur af Godriel »

Bjosep skrifaði:OT - Þarf ekki að bæta inn einhverri ritstýringarreglu hérna sem breytir router í router? Fleiri enn einn og fleiri enn tveir hérna á vaktinni sem virðast haldnir þessari villu.

Guðjón?
Kannski að laga enn-in hjá þér því þau ættu að vera með einu N-i
Acer Aspire 7520G

Godriel has spoken
Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Smá forvitni varðandi rouderana ykkar.

Póstur af ManiO »

Godriel skrifaði:
Bjosep skrifaði:OT - Þarf ekki að bæta inn einhverri ritstýringarreglu hérna sem breytir router í router? Fleiri enn einn og fleiri enn tveir hérna á vaktinni sem virðast haldnir þessari villu.

Guðjón?
Kannski að laga enn-in hjá þér því þau ættu að vera með einu N-i
http://en.wikipedia.org/wiki/Muphry%27s_law" onclick="window.open(this.href);return false;
"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."

Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Staða: Ótengdur

Re: Smá forvitni varðandi rouderana ykkar.

Póstur af Bjosep »

Godriel skrifaði:
Bjosep skrifaði:OT - Þarf ekki að bæta inn einhverri ritstýringarreglu hérna sem breytir router í router? Fleiri enn einn og fleiri enn tveir hérna á vaktinni sem virðast haldnir þessari villu.

Guðjón?
Kannski að laga enn-in hjá þér því þau ættu að vera með einu N-i
Epískt fail. Kenni google um þetta. Alltaf gott að geta kennt öðrum um.

Edit: Sé það núna að "fleiri enn" er færeyska og google virðist ekki skija á milli íslensku og færeysku. Haha.

Jæja hættur að afvegaleiða þetta umræðuefni.
Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 623
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Smá forvitni varðandi rouderana ykkar.

Póstur af natti »

Sirduek skrifaði:en minnir að á ljósneti síman þurfi viðskiptavinur að vera með thomson routerinn.
En ef þið langar voðalega mikið að vera með þinn eigin router af því að þú ert að gera einhverjar sirkús-æfingar á routernum þínum (vpn, portforwarding, skriðsund, eldveggjapælingar, whatever)
Og þá configaru bara Thomson routerinn þannig að hann brúi internet tenginguna út á e-ð port á Thomsoninum (á sama hátt og sjónvarpið er sett út á port 4)
Og getur þá configað routerinn þinn fyrir innan fyrir dhcp client eða pppoe (ef þú ert með fasta ip) og leikið þér.

Ég er t.d. með þetta svona heima hjá mér.
Mkay.

Höfundur
Nuketown
Ofur-Nörd
Póstar: 265
Skráði sig: Sun 10. Júl 2011 20:09
Staða: Ótengdur

Re: Smá forvitni varðandi rouderana ykkar.

Póstur af Nuketown »

Sirduek skrifaði:Tal notast við Linksys E1000 router og Telsey WAU11n routera á ljós og kostar það um 400kr á mánuði að fá þá eða eru innifaldir í heildarpakkanum. Þola báðir 100MB hraða á ljósi.

Vodafone er með Zyxel NBG-419N eða NBG-420 eru báðir drasl að mínu mati. Leigugjald á þeim 400 kr. munu varla ná 50MB hraðanum sem að tenging á að gefa manni.

Síminn selur ekki ljós heldur eru þeir með ljósnet (VDSL) tengingar og nota Thomson TG589 eða TG789 routera, það er leigu gjald á þeim upp á 450 kr á mánuði á þeim. Ráða fínt við þessi 50MB sem að þeir eiga að skila

Þetta er alla veganna þeir ljós/ljósnet routerar sem að ég þekki og þeir eru allir bara til leigu en bæði hjá Tali og Vodafone má vv vera með sinn eigin router en minnir að á ljósneti síman þurfi viðskiptavinur að vera með thomson routerinn.
takk kærlega fyrir langbesta svarið hér:) það var akkurat thomson routerinn sem ég var að leita að. Svo hrikalega heitur. haha.

En hérna strákar vitiði hvernig router er seldur hjá hringdu.is? Og ef ég byrja þar og verð hjá þeim hvort ég geti notað síðan þann router hjá öðrum símafyrirtækjum?
Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2010
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Staða: Ótengdur

Re: Smá forvitni varðandi routerana ykkar.

Póstur af tdog »

Venjulega skiptir þetta engu máli hvaða router þú notar á ljósinu. En á POTS skiptir það máli, símafyrirtækin keyra netin sín á sitthvorum sýndarrásunum. Hinsvegar notar þú t.d router frá Símanum þótt þú kaupir þjónustu af Vodafone í Ólafsvík... Þar sem þú ert tengdur á DSLAM Símans.
MacBook Pro, Late 2011. 2.2 Ghz i7, 8GB 1333Mhz
rafvirki/hljóðmaður/IP-gúrú

Höfundur
Nuketown
Ofur-Nörd
Póstar: 265
Skráði sig: Sun 10. Júl 2011 20:09
Staða: Ótengdur

Re: Smá forvitni varðandi routerana ykkar.

Póstur af Nuketown »

tdog skrifaði:Venjulega skiptir þetta engu máli hvaða router þú notar á ljósinu. En á POTS skiptir það máli, símafyrirtækin keyra netin sín á sitthvorum sýndarrásunum. Hinsvegar notar þú t.d router frá Símanum þótt þú kaupir þjónustu af Vodafone í Ólafsvík... Þar sem þú ert tengdur á DSLAM Símans.
jú það skiptir víst máli því sumir eru ógeðslega ljótir.
Skjámynd

mind
</Snillingur>
Póstar: 1073
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Staða: Ótengdur

Re: Smá forvitni varðandi routerana ykkar.

Póstur af mind »

Nuketown skrifaði:jú það skiptir víst máli því sumir eru ógeðslega ljótir.
... apple notandi geri ég ráð fyrir.

Höfundur
Nuketown
Ofur-Nörd
Póstar: 265
Skráði sig: Sun 10. Júl 2011 20:09
Staða: Ótengdur

Re: Smá forvitni varðandi routerana ykkar.

Póstur af Nuketown »

mind skrifaði:
Nuketown skrifaði:jú það skiptir víst máli því sumir eru ógeðslega ljótir.
... apple notandi geri ég ráð fyrir.
Nei bæði ;) enda hefur bæði kosti og galla

Some0ne
spjallið.is
Póstar: 446
Skráði sig: Fös 11. Okt 2002 01:22
Staðsetning: Garðabær
Staða: Ótengdur

Re: Smá forvitni varðandi rouderana ykkar.

Póstur af Some0ne »

Sirduek skrifaði: Vodafone er með Zyxel NBG-419N eða NBG-420 eru báðir drasl að mínu mati. Leigugjald á þeim 400 kr. munu varla ná 50MB hraðanum sem að tenging á að gefa manni.
Þú átt alveg að ná hámarki 50mb tengingar í gegnum ethernet á zyxel ljós routernum..
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Smá forvitni varðandi routerana ykkar.

Póstur af AntiTrust »

Þetta er yfirleitt ekki spurning um hvort routerinn nái að synca á 50Mbit heldur hvort hann ráði við að utilize-a línuna af e-rju viti. Veit að eldri routerar frá Vodafone hrundu fram og til baka undir álagi.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Skjámynd

ponzer
Kerfisstjóri
Póstar: 1268
Skráði sig: Þri 07. Sep 2004 18:18
Staðsetning: Router(config)#
Staða: Ótengdur

Re: Smá forvitni varðandi routerana ykkar.

Póstur af ponzer »

Á Ljósinu er ég með 3x virtual Smoothwall routera í ESXi server og fær þar 3x IP tölur. Svo á ADSLinu er ég með Thomson585 v7 og er með Smoothwall router sem er tengur á DMZ port á Thomson routernum. Svínvirkar svona
Specs: Tölva, skjár, lyklaborð, mús og internet.

Some0ne
spjallið.is
Póstar: 446
Skráði sig: Fös 11. Okt 2002 01:22
Staðsetning: Garðabær
Staða: Ótengdur

Re: Smá forvitni varðandi routerana ykkar.

Póstur af Some0ne »

AntiTrust skrifaði:Þetta er yfirleitt ekki spurning um hvort routerinn nái að synca á 50Mbit heldur hvort hann ráði við að utilize-a línuna af e-rju viti. Veit að eldri routerar frá Vodafone hrundu fram og til baka undir álagi.
Fæstir af þessum routerar eru hannaðir fyrir major torrent traffík, enda offar það flesta low-end routera sem ISP-ar eru að bjóða uppá, ef menn ætla að vera tengjast við 1000 peers þá verður maður bara að fá sér flottari router :)
Skjámynd

Gunnar
Vaktari
Póstar: 2257
Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
Staðsetning: 109 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Smá forvitni varðandi routerana ykkar.

Póstur af Gunnar »

Some0ne skrifaði:
AntiTrust skrifaði:Þetta er yfirleitt ekki spurning um hvort routerinn nái að synca á 50Mbit heldur hvort hann ráði við að utilize-a línuna af e-rju viti. Veit að eldri routerar frá Vodafone hrundu fram og til baka undir álagi.
Fæstir af þessum routerar eru hannaðir fyrir major torrent traffík, enda offar það flesta low-end routera sem ISP-ar eru að bjóða uppá, ef menn ætla að vera tengjast við 1000 peers þá verður maður bara að fá sér flottari router :)
ekki vill svo til að þú vitir um einn þannig á ekki morðfjár. eða bara einhver.
routerinn okkar hjá tal er að detta út á 5 min fresti og tal segjir að það séu of margar tenginar í einu á routerinn. og hann endurræsir sig bara.

Some0ne
spjallið.is
Póstar: 446
Skráði sig: Fös 11. Okt 2002 01:22
Staðsetning: Garðabær
Staða: Ótengdur

Re: Smá forvitni varðandi routerana ykkar.

Póstur af Some0ne »

Getiði ekki bara fækkað tengingafjöldanum hjá ykkur?

Annars er þetta bara option fyrir ljósleiðara, eða adsl án iptv

Annars eru alveg decent looking routerar í netversluninni hjá opnum kerfum

https://www.okbeint.is/hpbeint/ui/vorur ... d=E3000-EN" onclick="window.open(this.href);return false;
Skjámynd

Gunnar
Vaktari
Póstar: 2257
Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
Staðsetning: 109 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Smá forvitni varðandi routerana ykkar.

Póstur af Gunnar »

Some0ne skrifaði:Getiði ekki bara fækkað tengingafjöldanum hjá ykkur?

Annars er þetta bara option fyrir ljósleiðara, eða adsl án iptv

Annars eru alveg decent looking routerar í netversluninni hjá opnum kerfum

https://www.okbeint.is/hpbeint/ui/vorur ... d=E3000-EN" onclick="window.open(this.href);return false;
vill ekki að hafa 20 tengingar þegar ég get haft 90.

Höfundur
Nuketown
Ofur-Nörd
Póstar: 265
Skráði sig: Sun 10. Júl 2011 20:09
Staða: Ótengdur

Re: Smá forvitni varðandi routerana ykkar.

Póstur af Nuketown »

Getið þið kláru menn útskýrt fyrir mér af hverju tal og vodafone eru bara með 50mb á sekúndu í hraða ljósleiðarans en hringdu er með 100mb á sekúndu samkvæmt þessari töflu:
http://www.gagnaveita.is/Heimili/Verddaemi/" onclick="window.open(this.href);return false;
Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6079
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Smá forvitni varðandi routerana ykkar.

Póstur af worghal »

Nuketown skrifaði:Getið þið kláru menn útskýrt fyrir mér af hverju tal og vodafone eru bara með 50mb á sekúndu í hraða ljósleiðarans en hringdu er með 100mb á sekúndu samkvæmt þessari töflu:
http://www.gagnaveita.is/Heimili/Verddaemi/" onclick="window.open(this.href);return false;
af því að vodafone og tal bjóða ekki upp á hærra en 50 en hringdu eru svo awesome að þeir eru með 100 :8)
CPU: Intel Core i7 6700K MB: Asrock Z170 Extreme4 GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance LPX 2x8gb 3200Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL
Svara