Pre-workout efni

Allt utan efnis
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Pre-workout efni

Póstur af AntiTrust »

Ég er búinn að prufa flestöll efni sem menn eru að telja hérna upp (þá meina ég þau efni sem fást út í búð) og ég get ekki sagt að þetta sé allt drasl - en þessu er vel hægt að sleppa. Eins og Snuddi segir, þetta er oft meira í hausnum á manni. Það er líklega eitt efni sem stendur þó framúr, heitir Pre-Combat og fæst í Vaxtarvörum. Varúð samt, það er jafn vont á bragðið og það virkar vel.

Ég nota yfirleitt bara pre-workout drykki þegar ég er að skera virkilega niður og þreytan fer að byggjast upp. Efedrín hefur alltaf virkað rosalega vel á mig þegar kemur að aukinni orku og til að minnka matarlyst - en ég mæli þó seint með þessu efni einfaldlega vegna tilheyrandi aukaverkunum, sem geta verið virkilega misjöfn milli manna.

Starting Strength hefur löngu sannað sig fyrir byrjendur, sem og 5x5, en ég segi þó seint að "gleyma" bodybuilders split prógrömmum. Ég er persónulega virkilega hrifinn af Max-OT prógrömmum, hægt að finna mörg góð á bodybuilding.com og auðvitað á heimasíðu AST Sport science. Þetta prógram hefur virkað by far best fyrir mig þegar kemur að því að byggja upp vöðva og styrk með sem minnstri fitusöfnun - þarna spilar matarræðið líka stóran part.

Passaðu þig bara á því að taka engu sem er sagt við þig sem beinhörðum vísindalegum staðreyndum - Það sem virkar vel á einn virkar kannski illa eða ekki neitt á næsta mann, svo það er alltaf hægt að prufa, bæði hvað varðar matarræði og fæðubótarefni. Það eru til milljón rannsóknir um allt sem tengist líkamsrækt og matarræði, og margar af þessum rannsóknum conflicta hvor aðra oft á tíðum.

Ég myndi segja að banani væri fínn pre-workout skammtur með e-rju örvandi, en ég myndi líklega mikið frekar mæla með banana + góðri prótein blöndu sem post-workout máltíð. Ég hef alltaf haft það sem þumalputtareglu að mesta kaloríu inntakan mín yfir daginn er alltaf í kringum aðalæfingu dagsins og sérstaklega næstu 2-3 máltíðir eftir æfingu. Margar nýlegar rannsóknir sýna til dæmis að post-workout máltíð númer 2 sé jafn mikilvæg eða mikilvægari en post-workout máltíð númer 1.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.

info
Græningi
Póstar: 43
Skráði sig: Mán 01. Sep 2008 16:00
Staða: Ótengdur

Re: Pre-workout efni

Póstur af info »

AntiTrust skrifaði: Efedrín hefur alltaf virkað rosalega vel á mig þegar kemur að aukinni orku og til að minnka matarlyst - en ég mæli þó seint með þessu efni einfaldlega vegna tilheyrandi aukaverkunum, sem geta verið virkilega misjöfn milli manna.

Hvaða aukaverkanir hefur fengið af efidríni?
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Pre-workout efni

Póstur af AntiTrust »

info skrifaði:Hvaða aukaverkanir hefur fengið af efidríni?
Það hefur verið rosalega misjafnt eftir því frá hvaða framleiðanda það er, en það hefur verið frá litlu sem engu yfir í útbrot og brunatilfinningu. Yfirleitt fylgir þessu samt erfiðleikar með svefn og eirðarleysi, maður getur verið þokkalega hyper lengi eftir æfingu.

Ég er hættur að nota þetta í dag, þegar maður er farinn að læra nóg á eigin líkama getur maður tweakað sjálfan sig nægilega mikið án svona extreme efna. Eina tilfellið sem mér dytti í hug að nota þetta aftur væri ef mér dytti í hug að keppa, sem gæti svosem gerst á næsta ári.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3082
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Staða: Ótengdur

Re: Pre-workout efni

Póstur af lukkuláki »

blitz skrifaði:
lukkuláki skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
lukkuláki skrifaði:En ef ég mætti spyrja, hvað er til ráða þegar maður hefur lést þó nokkuð mikið og vill léttast meira en allt er "stopp" ?
Það er einfalt...mjög einfalt...borða færri hitaeiningar en þú þarft.

Ekki svo einfalt ég er búinn að léttast töluvert á frekar stuttum síma en svo stoppaði allt er að borða mjög hollt og gæti varla verið að borða betur held ég.

Hvað um Hydroxycut Hardcore töflur hver er ykkar reynsla af því ? ef einhver. Svona til að ýta brennslunni aftur af stað
Prófaðu að nota http://www.matis.is" onclick="window.open(this.href);return false; og http://www.fitday.com" onclick="window.open(this.href);return false; til þess að tracka nákvæmlega hvað þú ert að borða.. Reyna svo að stefna á 500kcal undir "maintainance" (oft erfitt að finna það en þú þarft bara að prófa) og reyna að borða c.a. 40/30/30 prótein/fita/kolvetni :happy Þær brennslutöflur sem fást á Íslandi gera voða lítið, ef þú hefur tök á því og vilt fá þér brennslutöflur þá er það efedrín + koffein..
Takk fyrir þessar upplýsingar I'm on it :)
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Pre-workout efni

Póstur af AntiTrust »

Mæli líka með forriti sem heitir VidaOne, búinn að nota það í 2-3 ár núna til að monitora kcal inntöku og brennslu yfir daginn með æfingu, Hægt að customize-a mikið og auðvelt að bæta inn mat og næringargildum. Sýnir þér öll möguleg atriði í þæginlegum línuritum eða stöpla/súluritum.

Skemmir ekki fyrir að það eru til mobile útgáfur fyrir flest Phone OS sem syncar við aðal forritið.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.

Aimar
ÜberAdmin
Póstar: 1311
Skráði sig: Mið 01. Sep 2004 09:43
Staðsetning: 201
Staða: Ótengdur

Re: Pre-workout efni

Póstur af Aimar »

Sælir,

Ég hef einkaþjálfað í 8 ár.

Ég hef prufað ýmislegt til að keyra upp orkuna.

Það besta sem ég hef fundið til að halda orkunni upp, halda Mental Focus og geta klárað sig í 20-25 setti.

Er http://www.fitnesssport.is/index.php?pa ... &Itemid=94.

Persónulega finnst mér 60 til 80 gr. af blönduðum kolvetnum 50/50 gróf og fín (haframjöl og safi/banani) + whey próteinskúbba , 1 klst fyrir æfingu vera fínn undirbúningur. Síðan tek ég 2 skúbbur af Rocked 30mín fyrir æfingu vera besta blandan.

Ég fæ mér síðan 500kkal shake(há kolv/lágt prótein) http://www.fitnesssport.is/index.php?pa ... &Itemid=94 eftir 1klst af æfingu til að halda orkunni út æfinguna. Þessi shake er sem sagt eftir-æfingu shake-inn. Síðan borða ég 1klst eftir æfingu 4-500kkal máltíð.

Þegar þú ert að bæta á þig massa muna að hafa kolvetni frekar há 60 til 70% , fitu 20 til 25% og prótein 15 til 20%. síðan skaltu fara í fitumælingu á mánaðarfresti til að ath. hvort þú sért að fitna. Ef svo er, þá skaltu minnka he. yfir daginn um 500 til 1000 og sjá hvað gerist í næstu mælingu. Þú átt að geta verið að þyngjast og bæta þig án þess að auka fituforðann.

Ég er 78kg og 170 á hæð og 5% fat. Þannig að þetta er alls ekki of mikið fyrir karlmann sem æfir vel á æfingu.
GPU: Asus Turbo 2080 ti - GA z590 gaming X - Intel Core i7 11700k - Corsair Rm750x - Noctua-U12S - iCUE 465X RGB Mid-Tower- AORUS RGB Memory DDR4 16GB x4 3733MHz - Samsung 970 EVO 1TB M.2 2280 SSD - Win 10 Pro 64bit - ASUS ROG Swift Curved PG348Q @ 100mhz

blitz
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1668
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Staða: Ótengdur

Re: Pre-workout efni

Póstur af blitz »

AntiTrust skrifaði:Starting Strength hefur löngu sannað sig fyrir byrjendur, sem og 5x5, en ég segi þó seint að "gleyma" bodybuilders split prógrömmum. Ég er persónulega virkilega hrifinn af Max-OT prógrömmum, hægt að finna mörg góð á bodybuilding.com og auðvitað á heimasíðu AST Sport science. Þetta prógram hefur virkað by far best fyrir mig þegar kemur að því að byggja upp vöðva og styrk með sem minnstri fitusöfnun - þarna spilar matarræðið líka stóran part.
Kom vitlaust út hjá mér, ef honum langar að stefna á max þyngdaraukningu/strength gain þá er SS eða 5x5 málið, ekki tapa sér í BB-split þar sem að hann gerir endalaust af assistance æfingum fyrir alla vöðvahópa.

Eða bara eins og Wendler segir:
Too much assistance work is stupid.
The biggest problem I’ve seen with this is people doing way too much. They do too many sets, or too many exercises. These lifts should compliment the training, not detract from it. People choose exercises for every body part, train them excessively, then wonder why they’re overtrained and not making any progress. When you’re choosing your assistance exercises, do yourself a favor and justify why you’re doing them. Don’t bullshit yourself. You must have a very strong reason for doing an exercise. If you don’t, scrap it and move on. Sometimes, instead of what you do in the weight room, it’s what you don’t do that will lead to success.
Jim Wendler og Dave Tate eru rosalega "knowledgeable" (ísl orð?) og síðan þeirra ætti að vera í favorites hjá öllum: http://www.elitefts.com/" onclick="window.open(this.href);return false;

Einnig must að horfa á SYTYCS seríuna: http://www.youtube.com/watch?v=EkF9QD7oCIA" onclick="window.open(this.href);return false;
og SYTYCB: http://www.youtube.com/watch?v=byOk4OE_6uI" onclick="window.open(this.href);return false;
PS4
Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3773
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Staða: Ótengdur

Re: Pre-workout efni

Póstur af Tiger »

Aimar skrifaði:Sælir,

Ég hef einkaþjálfað í 8 ár.

Ég hef prufað ýmislegt til að keyra upp orkuna.

Það besta sem ég hef fundið til að halda orkunni upp, halda Mental Focus og geta klárað sig í 20-25 setti.

Er http://www.fitnesssport.is/index.php?pa ... &Itemid=94.

Persónulega finnst mér 60 til 80 gr. af blönduðum kolvetnum 50/50 gróf og fín (haframjöl og safi/banani) + whey próteinskúbba , 1 klst fyrir æfingu vera fínn undirbúningur. Síðan tek ég 2 skúbbur af Rocked 30mín fyrir æfingu vera besta blandan.

Ég fæ mér síðan 500kkal shake(há kolv/lágt prótein) http://www.fitnesssport.is/index.php?pa ... &Itemid=94 eftir 1klst af æfingu til að halda orkunni út æfinguna. Þessi shake er sem sagt eftir-æfingu shake-inn. Síðan borða ég 1klst eftir æfingu 4-500kkal máltíð.

Þegar þú ert að bæta á þig massa muna að hafa kolvetni frekar há 60 til 70% , fitu 20 til 25% og prótein 15 til 20%. síðan skaltu fara í fitumælingu á mánaðarfresti til að ath. hvort þú sért að fitna. Ef svo er, þá skaltu minnka he. yfir daginn um 500 til 1000 og sjá hvað gerist í næstu mælingu. Þú átt að geta verið að þyngjast og bæta þig án þess að auka fituforðann.

Ég er 78kg og 170 á hæð og 5% fat. Þannig að þetta er alls ekki of mikið fyrir karlmann sem æfir vel á æfingu.
Og ert þú alveg hlutlaus í þessu, færð ekki þín fæðubótaefni frí eða rúmlega það með því skilyrði að benda þínum kúnnum á Fitnessport ;)
Mynd
Skjámynd

valdij
Ofur-Nörd
Póstar: 295
Skráði sig: Fim 03. Sep 2009 15:31
Staða: Ótengdur

Re: Pre-workout efni

Póstur af valdij »

Er sjálfur búinn að prófa H-Blocker og Stacker HELL-NO.

H-Blocker finnst mér mjög fínt, ég tel mig finna mun en finnst svo erfitt að staðhæfa eitthvað sérstaklega útaf oft er þetta bara í hausnum á manni. Ég hinsvegar eins og ég segi get mælt með H-blocker útaf mér finnst það vera virka fyrir mig, bragðið er bara nokkuð fínt og finn engar "aukaverkanir"

Hell-NO finnst mér hinsvegar eins og að drekka blá-sýru. Þetta bragðast eins og blanda af sápu, ammoníaki og úldnuðum djús, nb. ég var reyndar með Lime bragð. Ég í rauninni náði aldrei almennilega að finna eitthvað sérstaklega fyrir því hvort þetta var að virka á mig útaf mig sveið bara í magan af þessu, aðeins of mikið af hinu góða :) Þekki hinsvegar marga sem hafa farið á þetta, klárað heilan dúnk og finnst virka fínt en enginn af þeim hefur keypt þetta aftur.

Finnst leiðinlegt samt að heyra að jack3d hafi ekki virkað á einn hérna, var búinn að heyra/lesa rosalega hluti um það og var alltaf á leiðinni að prófa það.

Persónulega finnst mér voða gott að prófa nokkur mismunandi pre-workout / protein / kreatin og sjá hvað þér finnst virka best á þig / fer best í þig. Ódýrasta pre-workotu blandan sem virkar samt sem áður alveg jafn vel er að fá sér eins og hefur komið fram kaffi, þrúgusykur, banani, dökkt súkkulaði allt gefur þér þetta orku í skamman tíma.

[edit] Sambandi við programs, þá sá ég AntiTrust mæla eitthverntímann fyrr með Max-OST programinu. Ég ákvað að lesa mér til um það á heimasíðunni þeirra (just google it) og hef verið á því síðan og þetta er án efa skemmtilegasta/besta prógram sem ég hef verið á.

Það mæla alltaf allir með allskonar prógrömmum, og sjálfur vil ég helst selja öllum hugmyndina um hvað Max-OST er geðveikt en það hefur verið nóg í öllum tilfellum að sannfæra fólk bara um að lesa um programið, og nær alltaf í lok lesturs er það búið að ákveða að Max-OST er málið. Þannig kynntu þér þessi program, sjáðu hvað þér lýst best á

Aimar
ÜberAdmin
Póstar: 1311
Skráði sig: Mið 01. Sep 2004 09:43
Staðsetning: 201
Staða: Ótengdur

Re: Pre-workout efni

Póstur af Aimar »

Og ert þú alveg hlutlaus í þessu, færð ekki þín fæðubótaefni frí eða rúmlega það með því skilyrði að benda þínum kúnnum á Fitnessport
Ég hef verið á samningi hjá eas Sci-mx , fitnessport og fleirum. Málið er að ég græði ekkert nema að ég sé að benda þeim á vörurnar og þeir fara með mínu nafni og kaupa. þannig að ég fæ ekkert út úr þessu. Auk þess sendi ég fólk út um allan bæ að kaupa mismunandi vörur því Fitnessport eru ekki með allt sem ég mæli með. En þessar vörur hafa gert það mjög gott fyrir mig. Ég er líka að þjálfa stelpu sem er að keppa á sínu 10 móti í haust og hún er á þessum vörum. Hún er afreksmanneskja í fitness og myndi fara annað ef árangurinn væri ekki sem skyldi.
GPU: Asus Turbo 2080 ti - GA z590 gaming X - Intel Core i7 11700k - Corsair Rm750x - Noctua-U12S - iCUE 465X RGB Mid-Tower- AORUS RGB Memory DDR4 16GB x4 3733MHz - Samsung 970 EVO 1TB M.2 2280 SSD - Win 10 Pro 64bit - ASUS ROG Swift Curved PG348Q @ 100mhz

littli-Jake
Vaktari
Póstar: 2260
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Pre-workout efni

Póstur af littli-Jake »

SolidFeather skrifaði:Starting Strength, mjólk, nautahakk, egg, kjúlli, hrísgrjón, haframjöl, kaffi og þú ert golden. Komdu svo aftur þegar þú ert orðinn 100kg.
=D>
i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180

everdark
Ofur-Nörd
Póstar: 261
Skráði sig: Sun 04. Apr 2004 18:29
Staða: Ótengdur

Re: Pre-workout efni

Póstur af everdark »

Myndi bara sleppa því að eyða peningum í svona dót, mér finnst kaffið alltaf virka best þegar mig vantar smá "hressingu" fyrir æfingu.
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Pre-workout efni

Póstur af AntiTrust »

everdark skrifaði:Myndi bara sleppa því að eyða peningum í svona dót, mér finnst kaffið alltaf virka best þegar mig vantar smá "hressingu" fyrir æfingu.
Það eru bara ekki allir sem drekka þann djöfuls viðbjóð ;)
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Svara