Val á fartölvu

Svara

Höfundur
Max
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Mið 13. Júl 2011 00:24
Staða: Ótengdur

Val á fartölvu

Póstur af Max »

Sælir.

Vantar smá hjálp (Kannski full mikla). Þarf að ákveða senmma í fyrramálið hvaða ferðatölvu ég ætla láta koma með til Íslands frá Svíþjóð, talsverður verðmunur milli landanna að mér sýnist. Er búinn að finna nokkrar sem mér lýst ágætlega á, væri fínt að fá smá feedback hvað ykkur litist best á.

Tölvan er aðalega notuð í skólann, browse, bíómyndir og einstöku sinni leiki. Þetta er örugglega allt of langur "Shortlist" en væri vel þegið ef einhver gæti gefið smá feedback :)

1) ASUS N43SN 14" HD Verð 145.000,- : Specs - http://www.komplett.se/k/ki.aspx?sku=637936#extra - Lýst reyndar hrikalega vel á þessa. Hefur einhver reynslu á ASUS vélum?

2) Toshiba Satellite R830-13D 13.3" HD LED Verð 145.000,- : Specs http://www.netonnet.se/art/dator/laptop ... 0185.5055/ - Lýst einnig vel á þessa, en held að N43SN taki þetta :)

3 og 4) HP ProBook 6460b 14" Verð 140.000,- : Specs http://www.komplett.se/k/ki.aspx?sku=632585#extra
HP ProBook 4330s 13.3" HD LED Verð 120.000,- : Specs http://www.komplett.se/k/ki.aspx?sku=640295#extra

5) Samsung NP-SF510-S03SE Verð 117.000,- : Specs http://www.netonnet.se/art/dator/laptop ... 314.3003/# - Er Samsung maður en veit ekki hvernig þeir eru tölvulega "séð".

6) HP Pavilion dv6-6008eo Verð 125.000,- : http://www.netonnet.se/art/dator/laptop ... 046.3003/#

Haflidi85
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 328
Skráði sig: Mán 27. Jún 2011 13:07
Staða: Ótengdur

Re: Val á fartölvu

Póstur af Haflidi85 »

hef persónulega mjög góða reynslu af Asus, á núna toshiba og hún hefur reynst vel fyrir utan að batterýið átti ekki langt lífshlaup, það gæti þó verið alfarið mér að kenna.

man eftir einhverri bilana könnun á fartölvum sem held ég birtist á mbl.is fyrir svona 2 árum, og þá komu hp verst út af öllum tölvum og asus best út hvað varðar bilana tíðni (toshiba kom einnig vel út), en ég hef annars aldrei sjálfur átt hp og veit ekkert um þær, veit ekkert um samsung.

- kannski bæta við að ég veit um 2 einstaklinga sem áttu hp vélar og þær voru alltaf í einhverju rugli, reyndar orðið svolítið síðan.

btw, nennti ekki að skoða speccs á vélunum þannig veit ekkert hvað eru bestu kaupin, vildi bara deila með þér minni reynslu af þessum merkjum :D

Tesy
</Snillingur>
Póstar: 1064
Skráði sig: Mán 08. Feb 2010 01:20
Staðsetning: 108 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Val á fartölvu

Póstur af Tesy »

Mér lýst best á ASUS N43SN, Toshiban er fín en samt með Intel skjákort :pjuke .
HP og Samsung? Nei, nennti ekki einu sinni að skoða þær
ASUS X570-F | Ryzen 9 3900XT með Noctua NH-D15 | ASUS 1080ti | 32GB 3200MHz RAM | 2TB Samsung 970 EVO Plus NVMe
Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1558
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Re: Val á fartölvu

Póstur af Halli25 »

Tesy skrifaði:Mér lýst best á ASUS N43SN, Toshiban er fín en samt með Intel skjákort :pjuke .
HP og Samsung? Nei, nennti ekki einu sinni að skoða þær
Samt 10 tíma rafhlaða er rosalegt og það er alveg hægt að spila leiki á Intel GMA HD 3000 skjákortinu þótt það sé kannski ekki í einhverjum über gæðum
Tohsiba vélin er gefin upp sem 1.43KG en Asus 3,91kg... svo toshiba vinnur í þyngd sem fartölva
Starfsmaður @ IOD

Höfundur
Max
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Mið 13. Júl 2011 00:24
Staða: Ótengdur

Re: Val á fartölvu

Póstur af Max »

Sælir.

Takk fyrir svörin!

Las að þessi 10 tíma ending á Samsung vélinni væri rugl, þ.e.a.s. að hún væri langt frá því að ná 10 tímum á einni hleðslu og Asus vélin er gefin upp sem 2,4 kg, 3,7 er hæðin ef ég skil sænsku rétt :)

Ég endaði á því að taka ASUS vélina, lýst hrikalega vel á hana og ég vona að ASUS muni reynast mér vel.

Hercules
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Mán 18. Júl 2011 13:49
Staða: Ótengdur

Re: Val á fartölvu

Póstur af Hercules »

Hafið þið skoðað Lenovo vélarnar?

http://www.netverslun.is/verslun/catalo ... ?sort=name" onclick="window.open(this.href);return false;

mér líst vel á verðin, veruleg lækkun og 3 ára ábyrgð.

HelgzeN
</Snillingur>
Póstar: 1083
Skráði sig: Mán 18. Jan 2010 22:05
Staðsetning: 101
Staða: Ótengdur

Re: Val á fartölvu

Póstur af HelgzeN »

hvernig lýst samt vökturum á þessa hérna http://www.bestbuy.com/site/Dell+-+XPS+ ... &cp=1&lp=2" onclick="window.open(this.href);return false; ?
Turn - Intel Core i5-6400 Quad 3.3GHz - 16GB DUAL DDR4 2400MHz - 256GB SSD M.2 PCIe ADATA SP900 - 2GB GTX960 ITX
Lappi - Macbook Pro Mid 2014
Steelseries V3 | Zowie Gear | Logitech G110 | BenQ XL2411Z 24'' LED FULL HD 16:9 3D 144Hz
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Val á fartölvu

Póstur af AntiTrust »

Hercules skrifaði:Hafið þið skoðað Lenovo vélarnar?

http://www.netverslun.is/verslun/catalo ... ?sort=name" onclick="window.open(this.href);return false;

mér líst vel á verðin, veruleg lækkun og 3 ára ábyrgð.
Thinkpad vélarnar eru the shiznit. T og W línurnar skara samt framúr hvað varðar gæði, en þær eru líka dýrustu týpurnar. Edge vélarnar eru samt rosalega flottar fyrir peninginn, en þú færð enga harðkjarna batterýsendingu á þeim.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Skjámynd

pattzi
/dev/null
Póstar: 1375
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Val á fartölvu

Póstur af pattzi »

Lenovo Kosta svo miklu minna a buy.is
Skjámynd

einarhr
Of mikill frítími
Póstar: 1819
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Val á fartölvu

Póstur af einarhr »

Ef þú ert að spila e-h leiki þá er Asus vélin klárlega málið, annars Toshiba vélin.

Hef verslað mikið við Komplett og fá þeir hæstu einkunn hjá mér hérna í Svíþjóð af þessum netverslunum, hef einnig átt í viðskiptum við NetOnNet og þar er ágætis þjónusta en ekki eins mikið úrval eins og hjá Komplett.

Pattzi:
Lenovo Kosta svo miklu minna a buy.is
Hercules: Hafið þið skoðað Lenovo vélarnar?
http://www.netverslun.is/verslun/catalo" onclick="window.open(this.href);return false; ... ?sort=name
mér líst vel á verðin, veruleg lækkun og 3 ára ábyrgð.
HelgzeN: hvernig lýst samt vökturum á þessa hérna http://www.bestbuy.com/site/Dell+-+XPS+" onclick="window.open(this.href);return false; ... &cp=1&lp=2 ?
Hann tók sérstaklega fram að hann er að kaupa sér vél í Svíþjóð í Komplett eða NetOnNet

Spurning að reyna að halda þessum þræði On Topic
| Ryzen 7 1800X 16GB Gainward GeForce RTX 3060 Pegasus 12GB| Plex i5 6600K 16GB | Mi Poco X3 | Mi Box S |
Svara