Tölvu- og tækniþjónusta

Svara
Skjámynd

Höfundur
AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Tölvu- og tækniþjónusta

Póstur af AntiTrust »

Tölvuviðgerðir - Gagnabjörgun - Vírushreinsanir - Rykhreinsanir - Samsetning - Tæknileg ráðgjöf

Jæja, þar sem stefnan er tekin á skólagöngu í haust hef ég ákveðið að taka að mér tölvutengda þjónustu heima fyrir. Við erum tveir félagarnir með þetta, og kemur hinn aðilinn til með að taka að sér að mestu leyti heimasíðugerð og létta undir hjá mér í viðgerðum á álagstímum. Ég er mikið sjálflærður og með um 6 ára starfsreynslu í viðgerðum, kerfisstjórnun, öryggismálum og hugbúnaðarþróun. Félagi minn sem er með mér í þessu er einnig með talsverða reynslu á bakinu, sérstaklega í heimasíðugerð og stundar nám við tölvunarfræði í HR.

Það er lítill rammi í kringum þetta, engin kennitala enn sem komið er, og allt gert í heimahúsum til að byrja með.

Það sem við tökum að okkur :
  • Allar almennar tölvuviðgerðir - Borð og fartölvur. Sjáum um að útvega alla varahluti, pöntum einnig varahluti erlendis.
  • Vírushreinsanir og almenn tiltekt í stýrikerfum, rykhreinsanir á vélbúnaði.
  • Gagnabjarganir - Björgum gögnum sem hafa óvart verið eytt eða af skemmdum hörðum diskum.
  • Ráðgjöf við kaup og samsetningar á vélbúnaði.
  • Hverskonar tæknileg ráðgjöf, hvort sem það tengist vélbúnaði, hugbúnaði, netkerfum eða tengdum öryggismálum.
  • Heímasíðugerð, hönnun frá grunni á útliti og uppsetningu og jafnvel sérsmíði á kerfum.
Ég forðast það að hafa fasta verðskrá en ég get alveg tekið það strax fram að við erum ekki að leitast eftir því að vera ódýrastir á markaðnum, þótt við reynum vissulega að vera í ódýrari kantinum. Við einbeitum okkur að því að veita einstaklega góða og fagmannlega þjónustu, og umfram allt, snögga. Ég reyni eftir fremsta megni að afhenda vélar innan 48 tíma. Heimasíðugerðin er þó öllu snúnari og eru tímarammar ákveðnir í samráði við hönnuð. Sama gildir um gagnabjarganir, þar sem þær geta tekið mislangan tíma.

Ath. ég tek 30 daga ábyrgð á öllum viðgerðum nema annað sé sérstaklega tekið fram.

Hægt er að hafa samband hér eða í tölvupósti; vidgerdir.fixit@gmail.com / heimasidur.fixit@gmail.com. Símanúmer verða ekki afhent fyrr en viðskipti eiga sér stað eða útfrá samskiptum í tölvupósti/einkaskilaboðum.

Reynum eftir fremsta megni að gefa föst verðtilboð, og svara fyrirspurnum nánast allan sólahringinn.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1065
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Staða: Ótengdur

Re: Tölvu- og tækniþjónusta

Póstur af Hargo »

Gangi ykkur vel með þetta, flott framtak hjá ykkur.

htdoc
Ofur-Nörd
Póstar: 248
Skráði sig: Mán 09. Maí 2011 22:45
Staða: Ótengdur

Re: Tölvu- og tækniþjónusta

Póstur af htdoc »

:happy

líst vel á þetta hjá ykkur, gangi ykkur vel

Halldór
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 331
Skráði sig: Lau 30. Apr 2011 22:27
Staða: Ótengdur

Re: Tölvu- og tækniþjónusta

Póstur af Halldór »

gagi ykkur vel þetta hljómar mjög vel :happy
i7 2600k | Corsair H80 með 2x Gentle Typhoon AP-15 1850RPM | Gigabyte Z68X-UD7-B3 | G.Skill sniper 2x4GB @ 1600 MHz | Sapphire Radeon 6950 Flex edition | Corsair 750D | SSD: OCZ Vertex 3 MAX IOPS 120 GB| 1TB Seagate Barracuda | Corsair AX1200 | W7 x64
Skjámynd

Jimmy
FanBoy
Póstar: 720
Skráði sig: Fös 29. Jan 2010 21:50
Staða: Ótengdur

Re: Tölvu- og tækniþjónusta

Póstur af Jimmy »

AntiTrust skrifaði:Við einbeitum okkur að því að veita einstaklega góða og fagmannlega þjónustu
Tek undir þetta, fagmenn frammí fingurgóma hér á ferð.
~

ViktorS
Tölvutryllir
Póstar: 629
Skráði sig: Mið 24. Feb 2010 00:12
Staða: Ótengdur

Re: Tölvu- og tækniþjónusta

Póstur af ViktorS »

Gangi ykkur vel :happy
Skjámynd

AncientGod
</Snillingur>
Póstar: 1002
Skráði sig: Mán 21. Feb 2011 22:38
Staðsetning: Hér og þar...
Staða: Ótengdur

Re: Tölvu- og tækniþjónusta

Póstur af AncientGod »

Gangi ykkur vel með þetta, er sjálfur með svona líka með bróður minnum =D
http://www.heatware.com/eval.php?id=80799
Svara