Er búinn að fá ógeeð á hávaðanum í stock viftunni minni, druslan er í botni og þvílíkur hávaði. Tók sérstaklega eftir þessu þegar sumarið kom og stofuhitinn hækkaði.
Er að nota AMD Phenom II X4 955 og er sáttur með hann, en mig vantar að kæla hann betur. Þá gæti ég farið að yfirklukka hann aðeins

Er að nota ASRock móðurborð og venjuleg vinnsluminni án kæliplatna. Einnig er ég með GTX 470. Þetta er í P183 kassanum, þannig pláss ætti ekki að vera mikið issue.
Hvaða kælingar eru í boði fyrir mig? Ég hef verið að velta fyrir mér Noctua NH-D14, en eru aðrar sambærilegar í boði hvað varðar að kæla vel með litlum hávaða?