Tryggingavíxill?

Allt utan efnis
Svara

Höfundur
littli-Jake
Vaktari
Póstar: 2260
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Tryggingavíxill?

Póstur af littli-Jake »

Núna er ég að fara að leigja í fyrsta skipti og er að gera staðlaðan leigusamning en ég er ekki alveg að átta mig á því hvernig þetta víxil dót virkar. Einhver sem getur frætt mig?
i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180
Skjámynd

kemiztry
Gúrú
Póstar: 592
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:15
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Tryggingavíxill?

Póstur af kemiztry »

Þetta er bara basicly eyðublað sem þú ábyrgist að greiða leigusalanum einhverja X upphæð þ.e.a.s. ef þú stendur ekki í skilum. Mjög eðlilegt form á leigumarkaðnum.
kemiztry

hallihg
Gúrú
Póstar: 521
Skráði sig: Mið 17. Sep 2003 22:06
Staða: Ótengdur

Re: Tryggingavíxill?

Póstur af hallihg »

Víxill er í raun bara skuldabréf. Ef þú skrifar undir víxil handa leigusala þínum (sá sem leigir þér íbúðina), þá ertu í raun að skrifa undir 'skuldabréf' þar sem þú lofar að greiða leigusalanum þínum ákveðna upphæð. Þennan víxil hefur leigusalinn svo sem tryggingu ef þú skildir vanefna leigusamninginn þinn, t.d. með því að greiða ekki leiguna eða með því að rústa íbúðinni hans.

Þeas. Ef leigusalinn þinn biður um tryggingu í formi víxils að upphæð t.d. 300 þús, og þú ferð svo í bankann, skrifar undir 300 þús króna víxil og lætur leigusalann þinn hafa, eftir nokkra mánuði borgar þú svo ekki leigu, og þá getur leigusalinn farið með þennan 300 þús króna víxil í bankann, leyst hann út og fengið peninginn. Nútímavíxlar virka þannig að þú myndir þú skulda bankanum 300 þúsund skyndilega af því að þú vanefndir leigusamninginn við leigusalann þinn.

Edit: Ég hefði getað orðað þetta styttra eins og kemiztry en ég vildi koma með dæmi. :D
count von count
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tryggingavíxill?

Póstur af GuðjónR »

Tryggingavíxill er í raun peningur sem leigusali getur gengið í og notað í lagfæringar ef þú skemmir eignina, ég veit ekki hvort hann geti gengið að víxlinum ef þú borgar ekki leiguna.
Passaðu þig bara á því að eignin hafi verið tekin út af hlutlausum aðila áður en þú afhendir víxilinn, svo þú verðir ekki látinn borga fyrir skemmdir eftir aðra.
T.d. gæti verið gott fyrir þig að taka ljósmyndir af öllum áður en þú flytur inn, sérstaklega ef þú sérð eitthvað sem er ekki í lagi, t.d. skemmdir í parketi, lélegar hurðar í innréttingu, sprungu í gleri, etc.
Allt sem hugsanlega væri hægt að klína á þig eftir á.
Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2010
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Staða: Ótengdur

Re: Tryggingavíxill?

Póstur af tdog »

GuðjónR skrifaði:Tryggingavíxill er í raun peningur sem leigusali getur gengið í og notað í lagfæringar ef þú skemmir eignina, ég veit ekki hvort hann geti gengið að víxlinum ef þú borgar ekki leiguna.
Passaðu þig bara á því að eignin hafi verið tekin út af hlutlausum aðila áður en þú afhendir víxilinn, svo þú verðir ekki látinn borga fyrir skemmdir eftir aðra.
T.d. gæti verið gott fyrir þig að taka ljósmyndir af öllum áður en þú flytur inn, sérstaklega ef þú sérð eitthvað sem er ekki í lagi, t.d. skemmdir í parketi, lélegar hurðar í innréttingu, sprungu í gleri, etc.
Allt sem hugsanlega væri hægt að klína á þig eftir á.
Góð hugmynd, prentaðu myndirnar út og sendu sjálfum þér í pósti. Á digital myndavélum er hægt að breyta dagsetningunni, en póststimpillinn er með dagsetningu sem verður ábyggilega ekki dregin í efa.
MacBook Pro, Late 2011. 2.2 Ghz i7, 8GB 1333Mhz
rafvirki/hljóðmaður/IP-gúrú

coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: Tryggingavíxill?

Póstur af coldcut »

tdog skrifaði:Á digital myndavélum er hægt að breyta dagsetningunni, en póststimpillinn er með dagsetningu sem verður ábyggilega ekki dregin í efa.
:popeyed
Svara