LG Optimus One líftími á batteríi

Skjámynd

Höfundur
ZiRiuS
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1676
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

LG Optimus One líftími á batteríi

Póstur af ZiRiuS »

Heil og sæl öll.

Í vor keypti ég mér Optimus One hjá Nova og var að sjálfsögðu mjög ánægður með gripinn, fiktaði mikið í honum fyrst og var í leikjum og bara eins og maður er með nýjan síma og það fyrsta sem ég tók eftir var hversu fljótur ég var að klára batteríið. Það fyrsta sem ég hugsaði var að auðvitað var þetta bara útaf ég var mjög mikið að nota hann (erum kannski að tala um 6 tíma ending) svo ég ákvað að prufa bara að nota hann bara til að hringja, ekkert annað, ekkert app var opið eða neitt og þá dugði hann ekki nema 8-9 tíma.

Mér fannst þetta mjög skrítið svo ég ákvað að fara til Nova og tala við einhvern Android fróðan einstakling þar. Ég held að ég hafi farið þarna niður til þeirra þrisvar sinnum og talaði við tvo einstaklinga og þeir voru alltaf að segja sitthvora söguna eins og „fáðu þér app killer“ eða „ekki fá þér app killer“ og virtust í raun ekki vita neitt. Svo ég fór bara á Google og fann þar einhverjar greinar með góðum sparráðum eins og að fá sér ekki live wallpaper og svona smotterý en ekkert lagaðist batteríið.

Það var ekki fyrr en ég slökkti alveg á 3G og nota Wifi bara þegar skjárinn er virkur í staðinn sem ég tók eftir stórum breytingum, þá loks dugar hann núna í svona 1 og hálfan sólahring í engri notkun en svona 10-12 tíma í moderate use.

Núna spyr ég svo ykkur hvort þetta sé eðlilegt? Ég vil nú helst geta notað 3G þar sem ég er ekki alltaf í Wifi sambandi og Já appið til dæmis alveg useless þegar ég er með þetta svona. Er einhver með betri ráð eða jafnvel einhver sem hefur lent í þessu sama?

Takk fyrir alla hjálp.
Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe
Skjámynd

Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1706
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Staða: Ótengdur

Re: LG Optimus One líftími á batteríi

Póstur af Kristján »

hef heyrt að JuiceDefender sé soldið gott, þú getur valið stillingar á hvað það gerir, á hverju það slekkur og eitthvað.

ég er með það og tek svo sem ekki mikið eftir rosalegum mun.

eitt sem mér finnst bara skrítið er að sumir halda að þessir símar dugi í einhverja daga á einni helðsu, þetta eru ekki nokia 3110 sem dugði í viku eða meira.

í þessum símum eru rosalegir skjáir og örgjavar sem væntanlega taka rafmagn af batteryinu rosalega fljótt.

optimus one er svo sem ekkert high end sími en þetta er nokkuð venjulegt að þessir síma valla endist heilann dag með allt í gangi.

bset væri að fá sér JuiceDefender og þú getur stillt það þannig að hann slekkut á 3g þegar skjárinn slekkur á sér og svona.
Skjámynd

GrimurD
spjallið.is
Póstar: 465
Skráði sig: Fös 01. Ágú 2008 13:17
Staða: Ótengdur

Re: LG Optimus One líftími á batteríi

Póstur af GrimurD »

Fínt guide fyrir android newcomers, er reyndar sniðið að HTC Desire S en það er ekkert mikið sérsniðið að honum í þessum guide. Fanst hann helvíti useful http://forum.xda-developers.com/showthr ... ?t=1097538
Antec P182 | Asus Sabertooth Z77 | Intel Core i7 3770k @ 4.2ghz | Kingston HyperX 16gb DDR3 @ 1600mhz | Samsung 840 EVO - 240gb SSD | Gigabyte Radeon R9 290 OC 4gb | 3x 24" BenQ G2420HDB
Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2179
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Staða: Ótengdur

Re: LG Optimus One líftími á batteríi

Póstur af kizi86 »

hef alltaf slökkt á wifi og 3g nema þegar þarf nauðsynlega að nota það, og svo er eg að nota auto app killer sem slekkur sjalfkrafa á nokkrum forritum sem vill ekki nota, t.d google maps og facebook appinu, ekkert smá sem þessi öpp taka mikið af batteríinu..
AsRock TRX40 Taichi AMD Threadripper 3960X Asus GTX 980OC Strix 4GB G.Skill (4x8GB) Trident Neo 3600MHz DDR4 Western Digital RED 4TB stýrikerfi: 2x Corsair MP600 1TB raid0 50" Panasonic Plasma TV WD RED 4TB

Sphinx
1+1=10
Póstar: 1186
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 21:06
Staða: Ótengdur

Re: LG Optimus One líftími á batteríi

Póstur af Sphinx »

iphone-inn er líka svona kanski ekk alveg svona slæmur en ja þegar eg atti minn dugði hann bara i einn dag með 3g og wifi i gangi svo þegar eg slökkti a þvi þá for hann að duga i 4-6 daga :)
MSI GX640 / 15,4" 1680x1050 / Intel Quad I5 2,27GHz / ATI HD5850 1GB / DDR3 2x2GB / seagate 500GB / windows 7 ultimate
Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: LG Optimus One líftími á batteríi

Póstur af intenz »

GrimurD skrifaði:Fínt guide fyrir android newcomers, er reyndar sniðið að HTC Desire S en það er ekkert mikið sérsniðið að honum í þessum guide. Fanst hann helvíti useful http://forum.xda-developers.com/showthr ... ?t=1097538

Tasker, eins og gaurinn talar stanslaust um, er rosalega öflugt app... þ.e. ef maður nennir að setja sig inn í það.
i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64
Skjámynd

audiophile
/dev/null
Póstar: 1393
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Staða: Ótengdur

Re: LG Optimus One líftími á batteríi

Póstur af audiophile »

Fer algjörlega allt eftir hvernig síminn er notaður. Optimus One ætti að ná góðri endingu þar sem hann er með stóra 1500mah rafhlöðu.

Náðu þér í þetta forrit og láttu það hjálpa þér að finna hvað er að nota rafhlöðuna svona mikið. https://market.android.com/details?id=c ... rch_result
Have spacesuit. Will travel.

fedora1
Ofur-Nörd
Póstar: 270
Skráði sig: Sun 20. Jún 2010 23:05
Staðsetning: Rvk.
Staða: Ótengdur

Re: LG Optimus One líftími á batteríi

Póstur af fedora1 »

Ég hef líka heyrt að þetta hafi svolítið með Vodafone að gera. 3G roming vesen. Það var reyndar frá aðila tengdum símanum :money
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: LG Optimus One líftími á batteríi

Póstur af Daz »

Minn Optimus One endist aldrei minna en 2 daga og venjulega 3 daga. Mögulega er munurinn sá að ég er ekki með mikið af hlutum sem syncast, bara 2 pósta, annað geri ég manualt. Einnig ekki með kveikt á 3G, en er líka sítengdur WiFi (og ég tek eftir mun með hvort ég er á vinnu WiFi eða heima, betra samband heima og þar virðist WiFiið ekki taka jafn mikið batterí. Svo nota ég hann kannski ekki mjög mikið? Hlusta á tónlist á hverjum degi í 30 mín+, skoða netsíður upp í sófa og eitthvað í þeim dúr, ekki stanslaust að skoða facebook.

division
FanBoy
Póstar: 723
Skráði sig: Fös 05. Feb 2010 00:21
Staða: Ótengdur

Re: LG Optimus One líftími á batteríi

Póstur af division »

Slökktu á Background Data, ferð í settings, Accounts & Sync og slekkur á Background Data, það étur alveg batteríið.
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: LG Optimus One líftími á batteríi

Póstur af GuðjónR »

Þetta hefur eitthvað með kerfið hjá NOVA að gera.
Ég er með venjulegan síma, þegar ég var hjá Símanum þá hlóð ég síman á 10 daga fresti að jafnaði en eftir að ég fór yfir til NOVA þá er ég heppinn ef það endist í 3 daga.
Konan þurfti að hlaða sinn síma á 4 daga fresti hjá Símanum en daglega eftir að hún fór yfir til NOVA.

Batterí í 5230 dugar varla daginn hjá NOVA og LG Optimus 2x var tekinn úr hleðslu hérna kl 10 að morgni, kl tvö sama dag (4. klst síðar) var hleðslan komin niður fyrir 50% ... engin notkun.
Skjámynd

BirkirEl
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 365
Skráði sig: Fim 10. Feb 2011 19:13
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: LG Optimus One líftími á batteríi

Póstur af BirkirEl »

GuðjónR skrifaði:Þetta hefur eitthvað með kerfið hjá NOVA að gera.
Ég er með venjulegan síma, þegar ég var hjá Símanum þá hlóð ég síman á 10 daga fresti að jafnaði en eftir að ég fór yfir til NOVA þá er ég heppinn ef það endist í 3 daga.
Konan þurfti að hlaða sinn síma á 4 daga fresti hjá Símanum en daglega eftir að hún fór yfir til NOVA.

Batterí í 5230 dugar varla daginn hjá NOVA og LG Optimus 2x var tekinn úr hleðslu hérna kl 10 að morgni, kl tvö sama dag (4. klst síðar) var hleðslan komin niður fyrir 50% ... engin notkun.


ég er ekki fróður í þessum málum en hvernig getur þetta verið tengt símafyrirtækinu, er þetta ekki allt sama dreifikerfið ?
Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: LG Optimus One líftími á batteríi

Póstur af dori »

BirkirEl skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Þetta hefur eitthvað með kerfið hjá NOVA að gera.
Ég er með venjulegan síma, þegar ég var hjá Símanum þá hlóð ég síman á 10 daga fresti að jafnaði en eftir að ég fór yfir til NOVA þá er ég heppinn ef það endist í 3 daga.
Konan þurfti að hlaða sinn síma á 4 daga fresti hjá Símanum en daglega eftir að hún fór yfir til NOVA.

Batterí í 5230 dugar varla daginn hjá NOVA og LG Optimus 2x var tekinn úr hleðslu hérna kl 10 að morgni, kl tvö sama dag (4. klst síðar) var hleðslan komin niður fyrir 50% ... engin notkun.


ég er ekki fróður í þessum málum en hvernig getur þetta verið tengt símafyrirtækinu, er þetta ekki allt sama dreifikerfið ?

Nei, Nova er með "sitt eigið" dreifikerfi (eiga reyndar ekkert í því en það er önnur saga) og Síminn er líka með sitt eigið kerfi. Svo veit ég ekki hvernig þessu er háttað hjá Vodafone.

Ég þekki þetta ekki alveg og hef engar tölur bakvið mig en ég get alveg ímyndað mér að það að vera stanslaust að leita að eða tengjast neti geti eytt mun meiri rafhlöðu en það að vera bara tengdur við stabílt net.

Annars er ég hjá Nova og með Galaxy S (XXJVH kernel) og ég hef ekki tekið eftir neitt hræðilegri rafhlöðuendingu.
Skjámynd

Höfundur
ZiRiuS
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1676
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: LG Optimus One líftími á batteríi

Póstur af ZiRiuS »

Kristján skrifaði:eitt sem mér finnst bara skrítið er að sumir halda að þessir símar dugi í einhverja daga á einni helðsu, þetta eru ekki nokia 3110 sem dugði í viku eða meira.


Ég er ekkert að biðja um einhverjar vikur í endingu sko, finnst bara fáránlegt að ef ég nota hann svona normal að þá þarf ég að hlaða hann um 5 leitið þegar ég tek hann úr sambandi 8 um morguninn...
Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe
Skjámynd

audiophile
/dev/null
Póstar: 1393
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Staða: Ótengdur

Re: LG Optimus One líftími á batteríi

Póstur af audiophile »

3G loftnetið í símanum notar slatta batterý. Ef gagnaflutningur er á allan tímann eyðir það meira. Lélegt 3G samband gjörsamlega sýgur rafhlöðuna. Í vinnunni er frekar lélegt 3G samband og hann eyðir mun meira þar en þegar ég er heima eða á ferðinni.

Annars er þetta líka spurning um notkun og hvaða forrit eru að halda CPU'inu sveittum í bakgrunninum.
Have spacesuit. Will travel.
Skjámynd

audiophile
/dev/null
Póstar: 1393
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Staða: Ótengdur

Re: LG Optimus One líftími á batteríi

Póstur af audiophile »

ZiRiuS skrifaði:
Kristján skrifaði:eitt sem mér finnst bara skrítið er að sumir halda að þessir símar dugi í einhverja daga á einni helðsu, þetta eru ekki nokia 3110 sem dugði í viku eða meira.


Ég er ekkert að biðja um einhverjar vikur í endingu sko, finnst bara fáránlegt að ef ég nota hann svona normal að þá þarf ég að hlaða hann um 5 leitið þegar ég tek hann úr sambandi 8 um morguninn...


Það er ekki eðlilegt.

Ég er með LG Optimus Black og það eru 45 klukkutímar síðan ég tók minn úr hleðslu og hann er með 65% hleðslu. Ég er búinn að eyða slatta tíma að eyða út óþarfa LG forrita rusli og stilla hann eins og best er á kosið og það hefur stóraukið rafhlöðuendingu.

Þegar síminn minn var nýr entist hann kannski daginn.
Have spacesuit. Will travel.
Skjámynd

Höfundur
ZiRiuS
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1676
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: LG Optimus One líftími á batteríi

Póstur af ZiRiuS »

audiophile skrifaði:
ZiRiuS skrifaði:
Kristján skrifaði:eitt sem mér finnst bara skrítið er að sumir halda að þessir símar dugi í einhverja daga á einni helðsu, þetta eru ekki nokia 3110 sem dugði í viku eða meira.


Ég er ekkert að biðja um einhverjar vikur í endingu sko, finnst bara fáránlegt að ef ég nota hann svona normal að þá þarf ég að hlaða hann um 5 leitið þegar ég tek hann úr sambandi 8 um morguninn...


Það er ekki eðlilegt.

Ég er með LG Optimus Black og það eru 45 klukkutímar síðan ég tók minn úr hleðslu og hann er með 65% hleðslu. Ég er búinn að eyða slatta tíma að eyða út óþarfa LG forrita rusli og stilla hann eins og best er á kosið og það hefur stóraukið rafhlöðuendingu.

Þegar síminn minn var nýr entist hann kannski daginn.


Geturðu komið með lista yfir það sem þú gerðir?
Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe
Skjámynd

audiophile
/dev/null
Póstar: 1393
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Staða: Ótengdur

Re: LG Optimus One líftími á batteríi

Póstur af audiophile »

Tja, það var nú ekkert flókið. Rootaði símann, installaði Titanium Backup og fjarlægði LG forrit sem ég var ekki að nota. Það er samt varhugavert því það þarf að vita hvað má fjarlægja og ekki fjarlægja og þar sem þú ert með annan síma verðuru að Googla þig áfram með það.

Svo auðvitað er ég með slökkt á Wifi, Bluetooth, GPS og 3G data nema þegar ég þarf. Slökkva á Background Sync, lækka birtu á skjá osfv....

Það eru til ótal leiðbeiningar á netinu um svona orkusparnað á Android....t.d. http://www.howtogeek.com/howto/25319/co ... tery-life/

Sæktu forrit sem heitir Watchdog og lærðu að finna hvaða forrit eru að nota mikinn straum.... https://market.android.com/details?id=c ... rch_result
Have spacesuit. Will travel.

nonesenze
</Snillingur>
Póstar: 1064
Skráði sig: Fim 10. Des 2009 17:06
Staða: Ótengdur

Re: LG Optimus One líftími á batteríi

Póstur af nonesenze »

þetta er með nova að gera vissulega ef þú skoðar "battery use" þá sérðu cell eitthvað sé að taka mest af þessu
farðu í network settings (sama og þú stillir wifi) og mobile network (neðst) og lætur símann finna networkin
og velur eitthvað þar af listanum t.d. nova 3g eða nova eitthvað, getur líka valið ogvodafone
battery fer að endast betur, þetta skeður þegar síminn missir aðeins signal þá reynir hann að finna betra og skiptir yfir
og útaf lélegu nova dreifikerfi er hann alltaf að skipta yfir, skil ekkert í þeim að segja ekki fólki frá þessu
Asus Maximus Xiii hero (WiFi)- Intel i5 11900K - Corsair Vengeance RGB PRO 4x8GB 3600MHz CL18 - Asus Strix 2080 - Samsung 1TB 980 PRO - samsung 500gb 970 evo plus - WD 12TB - Corsair RM750x - Corsair H150i pro - Corsair 678C Corsair virtuoso - Asus 27" - Corsair k95 platinum - Corsair Harpoon RGB - Lenovo G27Q-20 165hz 1440p
Skjámynd

intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: LG Optimus One líftími á batteríi

Póstur af intenz »

audiophile skrifaði:Sæktu forrit sem heitir Watchdog og lærðu að finna hvaða forrit eru að nota mikinn straum.... https://market.android.com/details?id=c ... rch_result

Það fyndna er að Lite útgáfan af þessu appi er ekki sýnileg Íslendingum. Hins vegar er paid útgáfan sýnileg. Þetta er náttúrulega alveg fáránlegt.

Og já, ég er kominn með upp í kok af þessu NOVA dreifikerfi. Síminn minn er 70% af deginum roaming á Vodafone networkinu út af þessu drasl dreifikerfi NOVA. NOVA er með reikisamning við Vodafone, þ.e. Vodafone fær að nota 3G dreifikerfi NOVA og í staðinn fær NOVA að nota 2G dreifikerfi Vodafone.

Ég keyrði um daginn frá Ísafirði, 50% af leiðinni var ekkert 3G samband hjá mér (NOVA). Kíkti svo á pabba síma (Síminn), hann var með 3G samband alla leiðina!
i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64
Skjámynd

Höfundur
ZiRiuS
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1676
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: LG Optimus One líftími á batteríi

Póstur af ZiRiuS »

Get ég notað dreifikerfið hjá Símanum hjá Nova? Sé það allavega á lista yfir network providers.
Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe
Skjámynd

Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1706
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Staða: Ótengdur

Re: LG Optimus One líftími á batteríi

Póstur af Kristján »

ZiRiuS skrifaði:Get ég notað dreifikerfið hjá Símanum hjá Nova? Sé það allavega á lista yfir network providers.


nei held ekki, nova er að nota vodafone kerfið og þá geturu farið á það, ekki viss samt

wicket
FanBoy
Póstar: 722
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Staða: Ótengdur

Re: LG Optimus One líftími á batteríi

Póstur af wicket »

Nei getur það ekki. Nova hefur engan samning við Símann eftir því sem ég best veit.

Símtækið sýnir þér þau net sem það sér óháð hvort að þú hafir aðgang að því.
Skjámynd

Höfundur
ZiRiuS
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1676
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: LG Optimus One líftími á batteríi

Póstur af ZiRiuS »

Er þetta eðlilegt að Standby taki svona rosalega mikið?

Mynd
Last edited by ZiRiuS on Lau 09. Júl 2011 00:01, edited 1 time in total.
Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe
Skjámynd

Plushy
Vaktari
Póstar: 2259
Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
Staðsetning: Grafarvogur
Staða: Ótengdur

Re: LG Optimus One líftími á batteríi

Póstur af Plushy »

Er ekki stand by að sýna hversu mikið þú ert ekki að nota?
Svara