Vandræði með viftustýringu á Asus P8P67

Svara

Höfundur
kbg
Fiktari
Póstar: 50
Skráði sig: Þri 12. Des 2006 10:28
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Vandræði með viftustýringu á Asus P8P67

Póstur af kbg »

Sælir.

Ég gerði þau mistök að kaupa Asus P8P67 móðurborð, og komst svo að því að það styður ekki 3 pinna viftustýringul!!! Sem er algerlega fáránlegt fyrir nútíma móðurborð, jæja ég veit þá allavega að maður á aldrei að kaupa Asus móðurborð. Allavega hvaða möguleika hef ég í stöðunni? Ég gæti keypt 4-pinna viftur en það furðulega er að virðist ekki vera til neitt svoleiðis í tölvubúðum hér. Spurning að kaupa viftucontroller en ég er eiginlega hrifnari af software controlled viftustýringu. Besta lausnin væri ef það væri til eitthvað sem væri 4-pin yfir 3-pin adapter controller, veit einhver hvort eitthvað svoleiðis er til?

Vaski
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 396
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 15:11
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði með viftustýringu á Asus P8P67

Póstur af Vaski »

Ertu ekki að nota windows? Ef svo er ertu búin að setja upp AI Suite utility?

Því samkvæmt silentpcreview ætti að vera hægt að stýra sumum viftunum án pwm:
Fan Control

The board supports control for three fans in total, with PWM-only control on the CPU fan header, and DC voltage control on a pair of Chassis fan headers. Both the settings in the BIOS and Asus' Fan Xpert utility work as prescribed, though Fan Xpert is better in that it can set a lower minimum fan speed for the Chassis fans (20% rather than 60%). The current version of SpeedFan is not compatible the two boards, only displaying temperature readings and no speed controls.

http://www.silentpcreview.com/article1159-page6.html

Síðan er alltaf hægt að prófa speedfan: http://www.almico.com/sfdownload.php

Höfundur
kbg
Fiktari
Póstar: 50
Skráði sig: Þri 12. Des 2006 10:28
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði með viftustýringu á Asus P8P67

Póstur af kbg »

Er að nota Windows og er búinn að setja upp AI Suite og SpeedFan, vandamálið er að "CPU fan" er með PWM og "Chassis Fan 1" er með PWM en "Chassis Fan 2" er sú eina með 3-pinna, en ég get bara ekki séð að AI Suite geti stjórnað "Chassis Fan 2", hef prófað og get ekki séð að neitt breytist, þarf samt eitthvað að kíkja betur á það því samkvæmt manual eins og þú segir ætti það að virka. SpeedFan hjálpar ekki til vegna þess að það virðist ekki virka með þessu móðurborði.

En hvar eru allar 120mm PWM vifturnar? hvar fær maður svoleiðis?
Svara