raRaRa skrifaði:Smá offtopic, en hvaða reynslu hefurðu af öðrum tölvum en Acer? Ég hef persónulega séð Acer vélarnar mínar toppa fartölvur sem félagar mínir eiga sem eru ThinkPad (2X) & Toshiba. Ég hef átt 3 Acer vélar og allar í topp standi, ein af þeim er 4 ára og batteríið dugar eins og það sé nýtt. Sú 3 og nýjasta var keypt fyrir ca 3 mánuðum og hún hefur staðið sig jafn vel og hinar so far :-)
Það eru til cheap models af Acer sem gætu verið verri en aðrar, allveg eins og með allar tölvur. Oftast er vandamálið harðidiskurinn sem er mjög viðkvæmur í öllum tölvum.
En punkturinn er sá að ég sé ekkert að Acer miðað við önnur merki sem eru seld.
Mín reynsla, sem starfsmaður á verkstæði, er að ég sé nánast ekki gamla Acer tölvu án þess að það vanti á hana a.m.k. 2-3 stafi á lyklaborðið, oft eru takkarnir á touchpaddinu við það að detta af. Mjög oft biluð rönd í skjánum sem hefur ekki borgað sig að gera við, lamirnar í skjánum orðnar lausar og lélegar o.s.frv.
Einnig er það ekki rétt hjá þér að batterí í 4 ára tölvunni þinni virki eins og nýtt, það stangast einfaldlega á við lögmál eðlis/efnafræðinnar, rafhlöður slappast með tímanum, sama hvort þær eru í notkun eða ekki
Ég er ekki að segja þetta útaf fordómum eða að mér sé illa við Acer sem slíkt eða þau fyrirtæki sem selja þær, við í Tölvutækni vorum að selja Acer vélar fyrir ~4 árum síðan en gáfumst upp á þeim vegna hárrar bilanatíðni og hægagangs á verkstæði þeirra á þeim tíma, sama gildir með HP. Síðan þá höfum við verið að selja Asus og Toshiba og hefur einfaldlega bara verið betri reynsla af þeim hjá okkur
