Vandræði með netkort, uppástungur óskast...

Svara

Höfundur
FrankC
Ofur-Nörd
Póstar: 230
Skráði sig: Lau 30. Ágú 2003 10:24
Staða: Ótengdur

Vandræði með netkort, uppástungur óskast...

Póstur af FrankC »

Áðan var ég að gera dálítið í tölvunni sem krafðist þess að tölvan mætti alls ekki vera nettengd, ég nennti ekki að standa upp og taka kapalinn úr sambandi þannig að ég fór og disable-aði Local are connection í Network connections í Control panel. Allt í lagi með það, síðan geri ég enable og ætla á netið en það gengur ekki. Ég reyndi allt, gerðir rollback á driverana, updeitaði þá, uninstallaði kortinu í device manager og setti það aftur inn, disable-aði það og enable-aði aftur og ekkert gengur. Ef ég geri ipconfig fæ ég bara 0.0.0.0 allstaðar. Síðan reyndi ég eitt, hægri klikkaði á Local network connection og valdi Repair, þá fékk ég eftirfarandi skilaboð:

The following steps of the repair operation failed:
Renewing the IP address
Refreshing all DHCP leases an re-registering DNS names

Please contact your blabla...

Nú er ég stopp, veit ekki hvað ég get gert meira. Ég var ekki að breyta neinu í tölvunni og netið hafði virkað 2 mín áður en ég gerði þetta.

Uppástungur?

Höfundur
FrankC
Ofur-Nörd
Póstar: 230
Skráði sig: Lau 30. Ágú 2003 10:24
Staða: Ótengdur

Póstur af FrankC »

jæja, húrra, mér tókst að laga þetta eftir mikið googl...

Control panel - administartive tools - services - hægri klikk á DHCP... START


vei
Svara