Loksins! Prescott 3.4GHz

Svara

Höfundur
wICE_man
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Loksins! Prescott 3.4GHz

Póstur af wICE_man »

Fyrir rúmum mánuði síðan komu út 3.4GHz Northwood og EE örgjörvar frá Intel, á sama tíma kom út 3.2GHz prescott en það er sá kjarni sem á að koma í stað northwood kjarnans sem er kominn að endastöð.

Nú er loks kominn prescott á 3.4GHz og review með honum. Það eru nokkrir bjartir punktar, t.d. hefur TDP ekki hækkað frá því sem var og er 103w sem er reyndar alveg nógu mikið. Einnig eru menn búnir að taka hann í sátt hvað afköst varðar, þó hann eigi sínar veiku hliðar þá er hann yfirleitt upp við hlið eldri bróður síns, northwood kjarnans og í einstaka tilfellum er hann jafnvel hraðari en P4EE sem er eitthvað til að klappa fyrir.

Fyrir áhugasama þá er heilsteypt review á tomshardware:

http://www.tomshardware.com/cpu/20040322/index.html

Þar er einnig farið í nýju módelmerkingarnar sem Intel er að fara að taka upp.

gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af gumol »

Keep up the good work :wink: :roll: :D

Höfundur
wICE_man
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af wICE_man »

Gumol, þú verður væntanlega ánægður að heyra að þeir hjá Intel ætla að notast við svipað 3gja tölustafa kerfi og AMD notar á Opteron örgjörvana, en ekki nein performance-raiting.

gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af gumol »

Allt í lagi ef það er einhversskonar PR rating, bara ef það er innan tegundar, þe. Inel með sér og AMD með sér.

nomaad
has spoken...
Póstar: 198
Skráði sig: Fös 09. Jan 2004 11:06
Staðsetning: Á hvolfi.
Staða: Ótengdur

Póstur af nomaad »

holy shit

Heitasti óyfirklukkaði örgjörvi frá upphafi, held ég bara (allavega frá Intel). Ég held að maður ætti að gleyma því að Prescott sé kominn út og bíða bara eftir D1 stepping sem kemur núna í maí, þetta er bara kjaftæði eins og þetta er núna,
n:\>

Höfundur
wICE_man
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af wICE_man »

Spurningin er hversu miklum árangri þeir muni ná með nýrri steppun, það er jafn sennilegt að mikill partur af vandamálinu sé vinnsluaðferðin sem slík og þá er það í raun eitthvað sem bara meiri tími og reynsla geta lagfært.

Ég held eins og þú að það sé vitleysa að kaupa Prescott núna þar sem Northwood kjarninn er að skila alveg jafn góðum árangri með minni hitaframleiðslu og svo er auðvitað AMD vænlegur kostur....

Höfundur
wICE_man
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af wICE_man »

Já ætli hann sé ekki sá allra heitasti PC örgjörvi sem hefur verið framleiddur, kanski eru til einhverjir ofur reikni eða merkja-örgjörvar sem taka meiri straum en orkukræfasti AMD örrinn var held ég 78W, þó að Opteron og clawhammer séu gefnir upp með absolute hámark upp á 89W þá er reyndin sennilega nær því að vera 60-70W fyrir þá hröðustu, allavega hefur þessi tala haldist sú sama frá 1.8GHz (Opteron XX6) upp í 2.4GHz (FX-53) svo að 89W virðast vera algjört hámark fyrir hönnunina sem hafi ekki enn verið náð. Þetta er gert til að örgjörvaviftur hannaðar nú styðji alla komandi 0.13nm 64 bita örgjörva AMD.

Transmeta, Via og Cyrix hafa aldrei farið mikið yfir 20W hvað þá meira svo að já þetta mun sennilega vera heimsmet hjá Intel.

Zaphod
Gúrú
Póstar: 562
Skráði sig: Sun 06. Apr 2003 17:13
Staðsetning: Omaha Beach
Staða: Ótengdur

Póstur af Zaphod »

Hot hot heat...




Trúi varla að þetta verði vinsælt í núverandi mynd .
"You can fool some of the people all of the time, and all of the people some of the time, but you can not fool all of the people all of the time."
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af gnarr »

en Hot Hot Heat eru nú fjandi vinsælir :lol:
"Give what you can, take what you need."

Hlynzi
FanBoy
Póstar: 767
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Póstur af Hlynzi »

AMD frá upphafi er bara hátíð við hliðina á þessum.
Hlynur

Buddy
Nörd
Póstar: 141
Skráði sig: Mán 23. Sep 2002 22:11
Staða: Ótengdur

Póstur af Buddy »

Þið eruð ekki að skilja hvað Intel er að gera með þessu. Intel sér að það er engin framtíð í tölvum og er með þessum nýja örgjörfa að færa sig yfir a sinn nýja markað........... húshitun.
Skjámynd

Nemesis
Ofur-Nörd
Póstar: 297
Skráði sig: Mið 29. Okt 2003 01:46
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af Nemesis »

Bráðum fer Danfoss að færa sig yfir á örgjörvahúshitunar-makaðinn, þá geta Intel farið að passa sig! :)
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af gnarr »

HAHAHA :D :lol:
"Give what you can, take what you need."

Zaphod
Gúrú
Póstar: 562
Skráði sig: Sun 06. Apr 2003 17:13
Staðsetning: Omaha Beach
Staða: Ótengdur

Póstur af Zaphod »

:D :D
"You can fool some of the people all of the time, and all of the people some of the time, but you can not fool all of the people all of the time."

Höfundur
wICE_man
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af wICE_man »

Samkvæmt Ace's Hardware eru ekki sömu hitavandamál á ferðinni hjá AMD, 90nm örrarnir þeirra eiga víst að hafa hæðstu hugsanlegu straumnotkunn upp á 89W (þ.e. sá straumur sem hröðustu fyrirhuguðu örgjörvarnir munu nota) en þeir munu samt ekki koma út fyrr en í lok þriðja ársfjórðungs þessa árs.

Intel hafa því talsvert forskot í tíma með þessari tækni ef þeim bara tekst að koma böndum á hitann. Við verðum að bíða og sjá.
Svara