Skjár á fartölvu svartur
Skjár á fartölvu svartur
Sælir vaktarar.
Á tæplega 3. ára fartölvu sem var í fínu lagi í gær en þegar ég kveikti á henni í dag þá var skjárinn alveg svartur en tölvan virðist virka þar sem ég heyri windows hljóðið þegar ég kveikti á henni og sló inn rétt password og heyrði þá "log in hljóðið" en skjárinn var ennþá svartur. Er búinn að prófa að restarta, taka úr sambandi og taka batteríið úr og allt sem mér dettur í hug. Tengdi gamlan túbuskjá við og ekkert sést á honum heldur, en ég prófaði að tengja sama skjáinn við aðra tölvu á heimilinu og það virkaði, þannig skjárinn er í fínu lagi.
Veit einhver snillingur hvernig ég get komið þessu í lag?
Á tæplega 3. ára fartölvu sem var í fínu lagi í gær en þegar ég kveikti á henni í dag þá var skjárinn alveg svartur en tölvan virðist virka þar sem ég heyri windows hljóðið þegar ég kveikti á henni og sló inn rétt password og heyrði þá "log in hljóðið" en skjárinn var ennþá svartur. Er búinn að prófa að restarta, taka úr sambandi og taka batteríið úr og allt sem mér dettur í hug. Tengdi gamlan túbuskjá við og ekkert sést á honum heldur, en ég prófaði að tengja sama skjáinn við aðra tölvu á heimilinu og það virkaði, þannig skjárinn er í fínu lagi.
Veit einhver snillingur hvernig ég get komið þessu í lag?
-
- /dev/null
- Póstar: 1426
- Skráði sig: Mán 28. Apr 2008 17:32
- Staðsetning: Undir töfra regnboganum
- Staða: Ótengdur
Re: Skjár á fartölvu svartur
Er ekki bara skjákortið farið?
Re: Skjár á fartölvu svartur
Páll skrifaði:Er ekki bara skjákortið farið?
mér sýnist það vera málið
-
- 1+1=10
- Póstar: 1165
- Skráði sig: Þri 30. Nóv 2010 17:18
- Staðsetning: 192.168.1.254
- Staða: Ótengdur
Re: Skjár á fartölvu svartur
Ekki taka rage á tölvuna þína útaf cs Viktor
i7 9700K - Asus ROG Strix Z390-I Gaming- Corsair Vengeance 2x16GB 3200MHz - GeForce 2070 Super
Asus 24.5" XG258Q 240hz - Glorious GMMK white ice - HyperX Cloud Alpha - Glorious Model-D - The Glorious 3XL
Asus 24.5" XG258Q 240hz - Glorious GMMK white ice - HyperX Cloud Alpha - Glorious Model-D - The Glorious 3XL
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1083
- Skráði sig: Mán 18. Jan 2010 22:05
- Staðsetning: 101
- Staða: Ótengdur
Re: Skjár á fartölvu svartur
demaNtur skrifaði:Ekki taka rage á tölvuna þína útaf cs Viktor
x2
Turn - Intel Core i5-6400 Quad 3.3GHz - 16GB DUAL DDR4 2400MHz - 256GB SSD M.2 PCIe ADATA SP900 - 2GB GTX960 ITX
Lappi - Macbook Pro Mid 2014
Steelseries V3 | Zowie Gear | Logitech G110 | BenQ XL2411Z 24'' LED FULL HD 16:9 3D 144Hz
Lappi - Macbook Pro Mid 2014
Steelseries V3 | Zowie Gear | Logitech G110 | BenQ XL2411Z 24'' LED FULL HD 16:9 3D 144Hz
Re: Skjár á fartölvu svartur
demaNtur skrifaði:Ekki taka rage á tölvuna þína útaf cs Viktor
Hah þegiðu Jón ég gerði henni ekkert :/
En er þetta pottþétt skjákortið eða er eitthvað annað í gangi?
Re: Skjár á fartölvu svartur
smá pæling, veit ekki hvort hafir gert þetta, en er ekki eitthvað key combo sem þarft að ýta á til að virkja aukaskjáinn? á mörgum löppum er það td "Fn"+F8.. svo ein pæling í viðbót, er skjárinn alveg svartur? hefur þú prufað að lýsa á skjáinn með sterku vasaljósi þegar það er kveikt á tölvunni?
AsRock TRX40 Taichi AMD Threadripper 3960X Asus GTX 980OC Strix 4GB G.Skill (4x8GB) Trident Neo 3600MHz DDR4 Western Digital RED 4TB stýrikerfi: 2x Corsair MP600 1TB raid0 50" Panasonic Plasma TV WD RED 4TB
Re: Skjár á fartölvu svartur
kizi86 skrifaði:smá pæling, veit ekki hvort hafir gert þetta, en er ekki eitthvað key combo sem þarft að ýta á til að virkja aukaskjáinn? á mörgum löppum er það td "Fn"+F8.. svo ein pæling í viðbót, er skjárinn alveg svartur? hefur þú prufað að lýsa á skjáinn með sterku vasaljósi þegar það er kveikt á tölvunni?
Já, ég var búinn að prófa alla "F" takkana og FN saman en var ekki búinn að tékka með vasaljósi, geri það þegar ég kíki á þetta á eftir.
EDIT: skjárinn alveg svartur
Re: Skjár á fartölvu svartur
Mjög líklega skjákortið sem er farið.
Hvernig tölva er þetta?
Hvernig tölva er þetta?
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1819
- Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
- Staðsetning: 110 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Skjár á fartölvu svartur
Prófaðu að tengja skjá við vga/dvi portið og ef þú færð mynd, þá er það sennilega skjárinn, skjákapall eða inverter sem er bilað. Færðu enga mynd þá er það skjákortið/móðurborðið sem er bilað.
| Ryzen 7 1800X 16GB Gainward GeForce RTX 3060 Pegasus 12GB| Plex i5 6600K 16GB | Mi Poco X3 | Mi Box S |
Re: Skjár á fartölvu svartur
einarhr skrifaði:Prófaðu að tengja skjá við vga/dvi portið og ef þú færð mynd, þá er það sennilega skjárinn, skjákapall eða inverter sem er bilað. Færðu enga mynd þá er það skjákortið/móðurborðið sem er bilað.
ViktorS skrifaði:Tengdi gamlan túbuskjá við og ekkert sést á honum heldur, en ég prófaði að tengja sama skjáinn við aðra tölvu á heimilinu og það virkaði, þannig skjárinn er í fínu lagi.
Re: Skjár á fartölvu svartur
Hargo skrifaði:Mjög líklega skjákortið sem er farið.
Hvernig tölva er þetta?
Í undirskrift
einarhr skrifaði:Prófaðu að tengja skjá við vga/dvi portið og ef þú færð mynd, þá er það sennilega skjárinn, skjákapall eða inverter sem er bilað. Færðu enga mynd þá er það skjákortið/móðurborðið sem er bilað.
ViktorS skrifaði:Tengdi gamlan túbuskjá við og ekkert sést á honum heldur, en ég prófaði að tengja sama skjáinn við aðra tölvu á heimilinu og það virkaði, þannig skjárinn er í fínu lagi.
Re: Skjár á fartölvu svartur
ViktorS skrifaði:Hargo skrifaði:Mjög líklega skjákortið sem er farið.
Hvernig tölva er þetta?
Í undirskrifteinarhr skrifaði:Prófaðu að tengja skjá við vga/dvi portið og ef þú færð mynd, þá er það sennilega skjárinn, skjákapall eða inverter sem er bilað. Færðu enga mynd þá er það skjákortið/móðurborðið sem er bilað.ViktorS skrifaði:Tengdi gamlan túbuskjá við og ekkert sést á honum heldur, en ég prófaði að tengja sama skjáinn við aðra tölvu á heimilinu og það virkaði, þannig skjárinn er í fínu lagi.
ef þú tekur bakhliðina af vélinni eða hlifarnar og tekur mynd þá gæti ég reddað þér skjákorti í hana.
Intel i7 8700k | Corsair H100i | ASROCK z370 PRO4m | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |
Re: Skjár á fartölvu svartur
MatroX skrifaði:ViktorS skrifaði:Hargo skrifaði:Mjög líklega skjákortið sem er farið.
Hvernig tölva er þetta?
Í undirskrifteinarhr skrifaði:Prófaðu að tengja skjá við vga/dvi portið og ef þú færð mynd, þá er það sennilega skjárinn, skjákapall eða inverter sem er bilað. Færðu enga mynd þá er það skjákortið/móðurborðið sem er bilað.ViktorS skrifaði:Tengdi gamlan túbuskjá við og ekkert sést á honum heldur, en ég prófaði að tengja sama skjáinn við aðra tölvu á heimilinu og það virkaði, þannig skjárinn er í fínu lagi.
ef þú tekur bakhliðina af vélinni eða hlifarnar og tekur mynd þá gæti ég reddað þér skjákorti í hana.
http://myndahysing.net/upload/121308433420.JPG
http://myndahysing.net/upload/261308433471.JPG
Skjákortið í vélinni er nVidia GeForce 9500M.