Þótt að Noctua gefi lægri hitastig á test-bed heldur en H70, þá gerir hann það ekki í kassa. Kosturinn við H70 umfram heatsinks er að þú setur vatnskassan þar sem heita loftið er blásið beint út úr kassanum. Haltu þig við H70 (eða farðu frekar í alvöru vatnskælingu).
1000 W er overkill, jafnvel með SLI/Crossfire, 600-700 W er alveg nóg. Skoðaðu
þennan link. Hér sérðu að það eina sem fer yfir einu sinni 500W er GTX 580 í SLI.
Þar kem ég að þriðja atriðinu, sem er að ég myndi hiklaust fá mér nýlegt Radeon kort frekar en GeForce, sérstaklega vegna þess hve GeForce kortin eru inefficient. 200-, 400- og 500- hafa verið mjög léleg að þessu leyti, miðað við 5000- og 6000-seríurnar hjá AMD. Þau eyða miklu meira rafmagni (rafmagn=peningur), og verða miklu heitari. Fáðu þér hiklaust HD 6950 eða HD 6970 í staðin fyrir GTX 580 kortin.
Edit: Fáðu þér frekar Antec Truepower New eða Corsair HX aflgjafa, þessir Cooler Master aflgjafar eru ekki nema
svona la la.